Viðræður eftir helgina 1. júlí 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að á vegum íslenskra stjórnvalda fari sjö til tíu manna nefnd til fundar við fimmtán manna viðræðunefnd Bandaríkjamanna til að ræða framtíð varnarsamningsins við Bandaríkjamenn. Fundirnir verða í Washington næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Viðræðunefnd Bandaríkjamanna er búin að samræma sjónarmið milli ráðuneyta utanríkismála og varnarmála með ákveðnum atbeina Hvíta hússins. "Þetta er mjög þýðingarmikið," segir Davíð. "Fram kemur í þeim gögnum sem við höfum að gert er ráð fyrir því að þessir samningafundir verði byggðir á þeim samtölum sem ég átti við Bandaríkjaforseta, fyrrverandi utanríkisráðherra og síðan núverandi utanríkisráðherra. Þannig að ég er mjög ánægður með að það sé grundvöllurinn sem á er byggt. Ég vonast til þess að málið komist á hreyfingu á þessum fundum en býst ekki við því að fyrsti fundurinn leiði til niðurstöðu." Davíð Oddson vill ekki ræða efni fundanna nánar og segir það ekki hollt vegna viðræðnanna. "En ég held að óhætt sé að segja að við byggjum á því að varnarsamningurinn verði í heiðri hafður. En jafnframt verður að ræða breytingar sem orðið hafa í tilverunni og aðlögun að þeim." Nefnd á vegum Bandaríkjamanna, sem fjallar um fækkun herstöðva innan- og utanlands, hefur lagt til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði lagaður að breyttum öryggisaðstæðum í kjölfar kalda stríðsins. "Við höfum túlkað það svo að eðlilegt sé að laga sig að því hættumati sem menn horfa á hvarvetna í heiminum á hverjum tíma. Við teljum að við höfum þegar gert það. Um leið verðum við að líta til þess að grundvallar varnarviðbúnaður sé til staðar í samræmi við það sem varnarsáttmáli ríkjanna á að tryggja." Davíð telur ekki óeðlilegt að Íslendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú falli til vegna þess að hlutur almenns flugs gagnvart herflugi hafi breyst. "Á móti kemur að Bandaríkjaher er með þennan flugvöll og hefur leyfi til þess að taka hann ef vá stendur fyrir dyrum og fara þá með stjórn flugvallarins gersamlega. Þannig að menn hljóta að taka einnig tillit til þess sem menn ræða og athuga varðandi kostnað og dreifingu kostnaðar, segir Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að á vegum íslenskra stjórnvalda fari sjö til tíu manna nefnd til fundar við fimmtán manna viðræðunefnd Bandaríkjamanna til að ræða framtíð varnarsamningsins við Bandaríkjamenn. Fundirnir verða í Washington næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Viðræðunefnd Bandaríkjamanna er búin að samræma sjónarmið milli ráðuneyta utanríkismála og varnarmála með ákveðnum atbeina Hvíta hússins. "Þetta er mjög þýðingarmikið," segir Davíð. "Fram kemur í þeim gögnum sem við höfum að gert er ráð fyrir því að þessir samningafundir verði byggðir á þeim samtölum sem ég átti við Bandaríkjaforseta, fyrrverandi utanríkisráðherra og síðan núverandi utanríkisráðherra. Þannig að ég er mjög ánægður með að það sé grundvöllurinn sem á er byggt. Ég vonast til þess að málið komist á hreyfingu á þessum fundum en býst ekki við því að fyrsti fundurinn leiði til niðurstöðu." Davíð Oddson vill ekki ræða efni fundanna nánar og segir það ekki hollt vegna viðræðnanna. "En ég held að óhætt sé að segja að við byggjum á því að varnarsamningurinn verði í heiðri hafður. En jafnframt verður að ræða breytingar sem orðið hafa í tilverunni og aðlögun að þeim." Nefnd á vegum Bandaríkjamanna, sem fjallar um fækkun herstöðva innan- og utanlands, hefur lagt til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði lagaður að breyttum öryggisaðstæðum í kjölfar kalda stríðsins. "Við höfum túlkað það svo að eðlilegt sé að laga sig að því hættumati sem menn horfa á hvarvetna í heiminum á hverjum tíma. Við teljum að við höfum þegar gert það. Um leið verðum við að líta til þess að grundvallar varnarviðbúnaður sé til staðar í samræmi við það sem varnarsáttmáli ríkjanna á að tryggja." Davíð telur ekki óeðlilegt að Íslendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú falli til vegna þess að hlutur almenns flugs gagnvart herflugi hafi breyst. "Á móti kemur að Bandaríkjaher er með þennan flugvöll og hefur leyfi til þess að taka hann ef vá stendur fyrir dyrum og fara þá með stjórn flugvallarins gersamlega. Þannig að menn hljóta að taka einnig tillit til þess sem menn ræða og athuga varðandi kostnað og dreifingu kostnaðar, segir Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira