Viktor Bjarki sá um HK 20. júlí 2005 00:01 Það er óhætt að segja að þessi tvö lið sem áttust við í Kópavoginum í gær séu sannkölluð bikarlið. 1.deildarlið HK komst alla leið í undanúrslit í fyrra og sló bikarmeistarana í Keflavík úr leik í sextán liða úrslitum í ár. Fylkismenn unnu bikarinn 2001 og 2002 en leikur liðsins í sumar hefur verið ansi sveiflukenndur. Oftast hefur liðið þó spilað mjög vel á útivöllum en annað var uppi á teningnum í gær. HK-ingar fengu hættulegustu færi fyrri hálfleiksins, það besta á áttundu mínútu þegar Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Fylkis varði frábærlega í horn frá Eyþóri Guðnasyni sem kominn var i dauðafæri. Undir blálok fyrri hálfleiks fór boltinn í höndina á Val Fannari Gíslasyni, varnarmanni Fylkis, innan vítateigs. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson sá þó ekkert athugavert og flautaði til leikhlés skömmu síðar. HK-ingar hópuðust að Jóhannesi og létu óánægju sína í ljós. Fátt var um fína drætti í þessum leik og skemmtanagildið í minnsta lagi. HK saknaði Harðar Más Magnússonar og Rúriks Gíslasonar í þessum leik en þeir eru venjulega þeirra hættulegustu menn í sóknarleiknum. Fylkismönnum gekk brösulega að skapa sér færi gegn varnarsinnuðum HK-mönnum en á lokamínútunum gerðu þeir út um leikinn. Viktor Bjarki skoraði tvívegis, fyrst laglegt mark eftir sendingu Ragnars Sigurðssonar þar sem hann setti boltann í fallegum boga yfir Gunnleif og svo af löngu færi í viðbótartíma í autt markið en Gunnleifur var kominn framarlega á völlinn í þeirri veiku von að fá leikinn framlengdan."Það er erfitt að spila á móti svona liði sem liggur svona aftarlega. Þetta var bara ekta bikarslagur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin." sagði hetjan Viktor Bjarki Arnarsson sem verið hefur á skotskónum hjá Fylki. "Vonandi heldur maður áfram að skora, meðan það gengur vel hjá liðinu þá er gaman." Íslenski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Það er óhætt að segja að þessi tvö lið sem áttust við í Kópavoginum í gær séu sannkölluð bikarlið. 1.deildarlið HK komst alla leið í undanúrslit í fyrra og sló bikarmeistarana í Keflavík úr leik í sextán liða úrslitum í ár. Fylkismenn unnu bikarinn 2001 og 2002 en leikur liðsins í sumar hefur verið ansi sveiflukenndur. Oftast hefur liðið þó spilað mjög vel á útivöllum en annað var uppi á teningnum í gær. HK-ingar fengu hættulegustu færi fyrri hálfleiksins, það besta á áttundu mínútu þegar Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Fylkis varði frábærlega í horn frá Eyþóri Guðnasyni sem kominn var i dauðafæri. Undir blálok fyrri hálfleiks fór boltinn í höndina á Val Fannari Gíslasyni, varnarmanni Fylkis, innan vítateigs. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson sá þó ekkert athugavert og flautaði til leikhlés skömmu síðar. HK-ingar hópuðust að Jóhannesi og létu óánægju sína í ljós. Fátt var um fína drætti í þessum leik og skemmtanagildið í minnsta lagi. HK saknaði Harðar Más Magnússonar og Rúriks Gíslasonar í þessum leik en þeir eru venjulega þeirra hættulegustu menn í sóknarleiknum. Fylkismönnum gekk brösulega að skapa sér færi gegn varnarsinnuðum HK-mönnum en á lokamínútunum gerðu þeir út um leikinn. Viktor Bjarki skoraði tvívegis, fyrst laglegt mark eftir sendingu Ragnars Sigurðssonar þar sem hann setti boltann í fallegum boga yfir Gunnleif og svo af löngu færi í viðbótartíma í autt markið en Gunnleifur var kominn framarlega á völlinn í þeirri veiku von að fá leikinn framlengdan."Það er erfitt að spila á móti svona liði sem liggur svona aftarlega. Þetta var bara ekta bikarslagur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin." sagði hetjan Viktor Bjarki Arnarsson sem verið hefur á skotskónum hjá Fylki. "Vonandi heldur maður áfram að skora, meðan það gengur vel hjá liðinu þá er gaman."
Íslenski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira