Bjargvættur ungra múslima? 25. júlí 2005 00:01 Hið geysistóra múslimska samfélag á Bretlandi er í uppnámi eftir sprengjuárásirnar 7.júlí sem kostuðu yfir fimmtíu manns lífið. Sprengjumennirnir fjóru frá Yorkshire eru daglegt umræðuefni og nú spyrja menn sig: Hvernig gat svona mikið hatur grafið sig inn í hjörtu þessara manna að þeir reyndust tilbúnir til að leggja líf sitt að veði? Hinir trúarlegu skólar í Pakistan hafa verið undir smásjánni en einn maður, prófessorinn Tariq Ramadan, segir hluta af vandanum vera í hinu vestræna samfélagi múslima. Á heimasíðu BBC er fjallað ítarlega um þennan prófessor sem hingað til hefur verið bannaður í Bandaríkjunum vegna þess að hann er sagður hvetja til sjálfsmorðsárása. Hann segist sjálfur vera mjög andsnúinn því að saklausir borgarar skuli vera drepnir og tekur þar með undir yfirlýsingar hins múslimska samfélags á Bretlandi þess efnis að einungis brotabrot af múslimum telji slík voðaverk í þágu trúarinnar. Dagblaðið Sun sagði hann vera herskáan múslima skömmu eftir hryðjuverkin og vildi fá hann bannaðan frá ráðstefnum sem halda átti. Nokkrum dögum síðar var Ramadan hins vegar sagður vera hetja ungra múslima í sama blaði og talaði fyrir fullum sal. Ramadan er ekki vinsæll meðal hinna eldri múslima. Hann er vestrænn í hugsun en segist þó ekki vera að snúa baki við trúnni. Hann vilji einfaldlega nútímavæða hana svo múslimar eigi auðveldar um vik með að aðlagast vestrænu samfélagi. Rödd Tariq er ein sú áhrifamesta meðal ungra múslima á Vesturlöndum. Allt tal Tariq ögrar hinni eldri kynslóð og þeim hefðum sem hafa fylgt þeim vestur um haf. Ramadan er meðal annars andvígur kúgun kvenna og segist ekki vilja sjá fornar refsingar líkt og grýtingar. Þar að auki leyfir hann sér að efast um rétt múslima í austri til að leiða trúna en Tariq hefur sjálfur verið sakaður um að svíkja trúna. Viðbrögðin við viðtalinu á heimasíðu BBC sýna að Tariq er alls ekki allra. Sjálfur segist hann vera Evrópubúi og múslimi, eitthvað sem hann segir ekki ganga nægjanlega vel að samhæfa hjá mörgum trúbræðrum hans . Tariq gerir tilkall til að leiða múslima á Vesturlöndum. Hann segir að þeir verði að byggja upp sína eigin sjálfsmynd sem nú sé brengluð vegna þess að þeir viti ekki lengur hvað séu múslimsk gildi. "Ef við tökum sem dæmi múslima sem reiðist yfir því að hann geti ekki farið á bar með starfsfélögum sínum. Mönnum er ekki skylt að drekka á Englandi heldur verður múslímskt samfélag að samþykkja drykkju sem lífsstíl annarra þó að við höfnum henni sjálf," segir í viðtalinu á BBC. Tariq Ramadan nefnir hinar íslömsku bókabúðir sem dæmi um þránd í götu þróunar Islam á Vesturlöndum. Þær neiti að selja bækur sem eru í tengingu við vestræna hugsun. Þær kjósa frekar efni sem elur á sektarkenndi ungra múslima."Ungir múslimar verða brjótast út því félagslega og andlega gettói sem þeir eru í og standa á eigin fótum," sagði Tariq Ramadan. Hann segist vera fulltrúi þeirrar kynslóðar sem færi múslimska trú nær evrópskri Upplýsingu. Að hann geti náð að sameina virðingu fyrir trúni en um leið að hafna þeim bókstafstúlkunum sem að hans mati eiga ekkert erindi í nútímalegu samfélagi. Hvort að Tariq Ramadan reynist rétti maðurinn í að leiða Islam í nýju umhverfi verður tíminn að leiða í ljós. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettbladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Hið geysistóra múslimska samfélag á Bretlandi er í uppnámi eftir sprengjuárásirnar 7.júlí sem kostuðu yfir fimmtíu manns lífið. Sprengjumennirnir fjóru frá Yorkshire eru daglegt umræðuefni og nú spyrja menn sig: Hvernig gat svona mikið hatur grafið sig inn í hjörtu þessara manna að þeir reyndust tilbúnir til að leggja líf sitt að veði? Hinir trúarlegu skólar í Pakistan hafa verið undir smásjánni en einn maður, prófessorinn Tariq Ramadan, segir hluta af vandanum vera í hinu vestræna samfélagi múslima. Á heimasíðu BBC er fjallað ítarlega um þennan prófessor sem hingað til hefur verið bannaður í Bandaríkjunum vegna þess að hann er sagður hvetja til sjálfsmorðsárása. Hann segist sjálfur vera mjög andsnúinn því að saklausir borgarar skuli vera drepnir og tekur þar með undir yfirlýsingar hins múslimska samfélags á Bretlandi þess efnis að einungis brotabrot af múslimum telji slík voðaverk í þágu trúarinnar. Dagblaðið Sun sagði hann vera herskáan múslima skömmu eftir hryðjuverkin og vildi fá hann bannaðan frá ráðstefnum sem halda átti. Nokkrum dögum síðar var Ramadan hins vegar sagður vera hetja ungra múslima í sama blaði og talaði fyrir fullum sal. Ramadan er ekki vinsæll meðal hinna eldri múslima. Hann er vestrænn í hugsun en segist þó ekki vera að snúa baki við trúnni. Hann vilji einfaldlega nútímavæða hana svo múslimar eigi auðveldar um vik með að aðlagast vestrænu samfélagi. Rödd Tariq er ein sú áhrifamesta meðal ungra múslima á Vesturlöndum. Allt tal Tariq ögrar hinni eldri kynslóð og þeim hefðum sem hafa fylgt þeim vestur um haf. Ramadan er meðal annars andvígur kúgun kvenna og segist ekki vilja sjá fornar refsingar líkt og grýtingar. Þar að auki leyfir hann sér að efast um rétt múslima í austri til að leiða trúna en Tariq hefur sjálfur verið sakaður um að svíkja trúna. Viðbrögðin við viðtalinu á heimasíðu BBC sýna að Tariq er alls ekki allra. Sjálfur segist hann vera Evrópubúi og múslimi, eitthvað sem hann segir ekki ganga nægjanlega vel að samhæfa hjá mörgum trúbræðrum hans . Tariq gerir tilkall til að leiða múslima á Vesturlöndum. Hann segir að þeir verði að byggja upp sína eigin sjálfsmynd sem nú sé brengluð vegna þess að þeir viti ekki lengur hvað séu múslimsk gildi. "Ef við tökum sem dæmi múslima sem reiðist yfir því að hann geti ekki farið á bar með starfsfélögum sínum. Mönnum er ekki skylt að drekka á Englandi heldur verður múslímskt samfélag að samþykkja drykkju sem lífsstíl annarra þó að við höfnum henni sjálf," segir í viðtalinu á BBC. Tariq Ramadan nefnir hinar íslömsku bókabúðir sem dæmi um þránd í götu þróunar Islam á Vesturlöndum. Þær neiti að selja bækur sem eru í tengingu við vestræna hugsun. Þær kjósa frekar efni sem elur á sektarkenndi ungra múslima."Ungir múslimar verða brjótast út því félagslega og andlega gettói sem þeir eru í og standa á eigin fótum," sagði Tariq Ramadan. Hann segist vera fulltrúi þeirrar kynslóðar sem færi múslimska trú nær evrópskri Upplýsingu. Að hann geti náð að sameina virðingu fyrir trúni en um leið að hafna þeim bókstafstúlkunum sem að hans mati eiga ekkert erindi í nútímalegu samfélagi. Hvort að Tariq Ramadan reynist rétti maðurinn í að leiða Islam í nýju umhverfi verður tíminn að leiða í ljós. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettbladid.is
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun