Þegar völdin ein eru eftir 26. júlí 2005 00:01 R-listinn - Bolli Thoroddsen formaður Heimdallar Það er sorglegt þessa dagana að verða vitni að valdabaráttu og opinberu hnútukasti R-lista flokkanna. Að þeirra eigin sögn er ekki ágreiningur um málefni, aðeins um aðferðir við val á framboðslista og skiptingu efstu sæta. Þegar svo er komið eiga stjórnmálaflokkar að líta í eigin barm og spyrja; um hvað eiga stjórnmál að snúast? Völd einstaklinga eða stefnumál og árangur? Oft er sagt að áhrif stjórnmálamanna hafi minnkað, færst til atvinnu- og viðskiptalífs. Það er ekki alls kostar rétt sé horft til þess að opinber rekstur tók til sín 46% landsframleiðslu á Íslandi árið 2004. Þessu mikla fé, sem við Sjálfstæðismenn viljum draga úr, á að verja til samfélagslegra þarfa og miklu skiptir að kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum og á Alþingi, hafi skýra sýn á það hvernig því er best varið. Hún byggi á hugsjónum, klárum stefnumiðum um verkefnin, eftirliti með að vel sé farið með þetta almannafé og tilætlaður árangur náist. Milljarða fjáraustur Orkuveitu Reykjavíkur í fjarskiptaævintýri, margs konar áhættufjárfestingar og fokdýrt skrifstofuhúsnæði þar sem lóðin ein kostar 300 milljónir sýnir glöggt virðingarleysi R-listans gagnvart skattfé borgarbúa. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa að undanförnu kynnt borgarbúum ýmis stefnumál ma. á íbúaþingi í júní sl. og Heimdallur hélt hugmyndaþing fyrir nokkru með ungu fólki til að undirbúa sína stefnuskrá fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Á sama tíma eru fulltrúar R-listans uppteknir við að munnhöggvast í fjölmiðlum og er nýjasta umferðin undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Rannsóknir sýna að árangur í kosningum byggist ekki síst á trúverðugri stefnu og samheldni þeirra sem sækjast eftir umboði kjósenda. Þótt R-listaflokkarnir hafi sett viðræðunefndina í fjölmiðlabann, eru í þeirra röðum einstaklingar, sem ekki geta sett hagsmuni R-listans ofar eigin þörf fyrir að láta á sér bera eða bara að hafa síðasta orðið. Innan Sjálfstæðisflokksins eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um menn og málefni, en enginn efast um samstöðu okkar um meginmál og vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsýnt að honum er treystandi. Það sama mun hann sýna kjósendum í Reykjavík í kosningunum næsta vor og á því kjörtímabili sem þá hefst. Stjórnmál eiga að snúast um hugsjónir, stefnu, fólkið og hagsmuni þess. Ungir Sjálfstæðismenn í Heimdalli hafa í sínu starfi sl. vetur lagt áherslu á borgarmálefni og hagsmuni ungs fólks í Reykjavík. Því verður haldið áfram og munu baráttumál ungs fólks endurspeglast í stefnu flokksins í Reykjavík. Þar skiptir ma. máli að rjúfa vítahring lóðaverðshækkana og íbúðaverðs með auknu framboði lóða, hlúa að grunnskólum borgarinnar og auka valfrelsi og samstarf við foreldra, styðja þá framhaldsskóla sem staðsettir eru í borginni, taka til baka hækkanir á dagvistargjöldum fyrir börn námsmanna, finna innanlandsflugvelli nýjan stað á stór- Reykjavíkursvæðinu, þétta byggðina og skapa svigrúm fyrir háskóla, námsmannaíbúðir og þekkingarþorp í Vatnsmýrinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
R-listinn - Bolli Thoroddsen formaður Heimdallar Það er sorglegt þessa dagana að verða vitni að valdabaráttu og opinberu hnútukasti R-lista flokkanna. Að þeirra eigin sögn er ekki ágreiningur um málefni, aðeins um aðferðir við val á framboðslista og skiptingu efstu sæta. Þegar svo er komið eiga stjórnmálaflokkar að líta í eigin barm og spyrja; um hvað eiga stjórnmál að snúast? Völd einstaklinga eða stefnumál og árangur? Oft er sagt að áhrif stjórnmálamanna hafi minnkað, færst til atvinnu- og viðskiptalífs. Það er ekki alls kostar rétt sé horft til þess að opinber rekstur tók til sín 46% landsframleiðslu á Íslandi árið 2004. Þessu mikla fé, sem við Sjálfstæðismenn viljum draga úr, á að verja til samfélagslegra þarfa og miklu skiptir að kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum og á Alþingi, hafi skýra sýn á það hvernig því er best varið. Hún byggi á hugsjónum, klárum stefnumiðum um verkefnin, eftirliti með að vel sé farið með þetta almannafé og tilætlaður árangur náist. Milljarða fjáraustur Orkuveitu Reykjavíkur í fjarskiptaævintýri, margs konar áhættufjárfestingar og fokdýrt skrifstofuhúsnæði þar sem lóðin ein kostar 300 milljónir sýnir glöggt virðingarleysi R-listans gagnvart skattfé borgarbúa. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa að undanförnu kynnt borgarbúum ýmis stefnumál ma. á íbúaþingi í júní sl. og Heimdallur hélt hugmyndaþing fyrir nokkru með ungu fólki til að undirbúa sína stefnuskrá fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Á sama tíma eru fulltrúar R-listans uppteknir við að munnhöggvast í fjölmiðlum og er nýjasta umferðin undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Rannsóknir sýna að árangur í kosningum byggist ekki síst á trúverðugri stefnu og samheldni þeirra sem sækjast eftir umboði kjósenda. Þótt R-listaflokkarnir hafi sett viðræðunefndina í fjölmiðlabann, eru í þeirra röðum einstaklingar, sem ekki geta sett hagsmuni R-listans ofar eigin þörf fyrir að láta á sér bera eða bara að hafa síðasta orðið. Innan Sjálfstæðisflokksins eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um menn og málefni, en enginn efast um samstöðu okkar um meginmál og vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsýnt að honum er treystandi. Það sama mun hann sýna kjósendum í Reykjavík í kosningunum næsta vor og á því kjörtímabili sem þá hefst. Stjórnmál eiga að snúast um hugsjónir, stefnu, fólkið og hagsmuni þess. Ungir Sjálfstæðismenn í Heimdalli hafa í sínu starfi sl. vetur lagt áherslu á borgarmálefni og hagsmuni ungs fólks í Reykjavík. Því verður haldið áfram og munu baráttumál ungs fólks endurspeglast í stefnu flokksins í Reykjavík. Þar skiptir ma. máli að rjúfa vítahring lóðaverðshækkana og íbúðaverðs með auknu framboði lóða, hlúa að grunnskólum borgarinnar og auka valfrelsi og samstarf við foreldra, styðja þá framhaldsskóla sem staðsettir eru í borginni, taka til baka hækkanir á dagvistargjöldum fyrir börn námsmanna, finna innanlandsflugvelli nýjan stað á stór- Reykjavíkursvæðinu, þétta byggðina og skapa svigrúm fyrir háskóla, námsmannaíbúðir og þekkingarþorp í Vatnsmýrinni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar