Misheppnuð mótmæli? 29. júlí 2005 00:01 Töluverð eftirvænting var meðal borgarbúa í gær. Ástæðan? Jú, í fyrsta skiptið í fjölda mörg ár höfðu verið boðuð mótmæli sem í orði virtust ætla að líkjast því sem fólk er vant að sjá frá útlöndum. Sérstaklega kemur Frakkland upp í hugann og kannski líka Grikkland eða Suður-Evrópulöndin. Í fyrri hluta vikunnar boðuðu íslenskir atvinnubílstjórar aðgerðir gegn því sem þeir kjósa að kalla ósanngjarnt olíugjald. Til þess að leggja áherslu á ósanngirnina og vekja ráðamenn og fólk almennt til umhugsunar um málið ákváðu þeir að stöðva umferð út úr borginni fyrir verslunarmannahelgina. Í fyrstu vildu þeir ekkert segja til um það hvar og hvenær þeir hygðust láta til skarar skríða. Síðan sögðu þeir að það yrði á föstudeginum. Einhvern tímann eftir hádegi voru skilaboðin. Ég hef það fyrir víst að fólki var ansi brugðið og fóru ýmsir fyrr heim úr vinnu til að komast klakklaust út á land. Þeir hefðu svo sem ekki þurft að gera það. Bílstjórarnir, sem fóru á rúmlega tuttugu trukkum, fengu ekki að tefja umferðina að neinu ráði. Lögreglan vissi af öllu saman og bönnuðu bílstjórunum einfaldlega að tefja umferðina. Bílstjórarnir keyrðu því um götur borgarinnar á um þrjátíu kílómetra hraða sem er alls ekkert óeðlilegur hraði á föstudagseftirmiðdegi. Um leið og einhver bílstjórinn hægði óeðlilega mikið á sér var lögreglan strax kominn til að reka þann hinn sama áfram. Lögreglan hafði því fullkomna stjórn á öllu saman. Voru mótmælin þá ekki misheppnuð eftir allt saman? Svarið er: nei, alls ekki. Mótmælin voru fyrsta frétt í ljósvakamiðlunum fram eftir degi og fram á kvöld. Boðskapnum var komið á framfæri og það var líklega tilgangurinn. Tilgangurinn var í sjálfu sér ekki að tefja fólk, það var öngullinn. Fjölmiðlarnir bitu á og atvinnubílstjórarnir sigruðu. Hvort svo mótmælin skila einhverjum árangri er annað mál. Það vakti reyndar sérstaka athygli mína að atvinnubílstjórar voru ekki samstíga í aðgerðum sínum. Félag hópferðaleyfishafa sá sérstaka ástæðu til þess að senda fréttatilkynningu um að félagið tengdist ekki á neinn hátt mótmælunum gegn olíugjaldinu. Síðan segir orðrétt: "Félagið telur að fara verði afskaplega varlega í mótmælaaðgerðum sem lúta að því að skapa öngþveiti á vegum á stærstu ferðahelgi landsmanna. Stjórn félagsins tekur hins vegar heilshugar undir þau sjónarmið að olíugjald sé of hátt og hefur stjórnin átt fundi með fjármálaráðherra út af því máli." Hefði nú ekki verið skynsamlegra hafa þetta samstillt átak. Félagið hefði alls ekki þurft að skammast sín fyrir mótmælin í gær. Þau voru álíka æsileg og fermingaveisla hjá samheldinni fjölskyldu. - Trausti Hafliðason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Skoðanir Trausti Hafliðason Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Töluverð eftirvænting var meðal borgarbúa í gær. Ástæðan? Jú, í fyrsta skiptið í fjölda mörg ár höfðu verið boðuð mótmæli sem í orði virtust ætla að líkjast því sem fólk er vant að sjá frá útlöndum. Sérstaklega kemur Frakkland upp í hugann og kannski líka Grikkland eða Suður-Evrópulöndin. Í fyrri hluta vikunnar boðuðu íslenskir atvinnubílstjórar aðgerðir gegn því sem þeir kjósa að kalla ósanngjarnt olíugjald. Til þess að leggja áherslu á ósanngirnina og vekja ráðamenn og fólk almennt til umhugsunar um málið ákváðu þeir að stöðva umferð út úr borginni fyrir verslunarmannahelgina. Í fyrstu vildu þeir ekkert segja til um það hvar og hvenær þeir hygðust láta til skarar skríða. Síðan sögðu þeir að það yrði á föstudeginum. Einhvern tímann eftir hádegi voru skilaboðin. Ég hef það fyrir víst að fólki var ansi brugðið og fóru ýmsir fyrr heim úr vinnu til að komast klakklaust út á land. Þeir hefðu svo sem ekki þurft að gera það. Bílstjórarnir, sem fóru á rúmlega tuttugu trukkum, fengu ekki að tefja umferðina að neinu ráði. Lögreglan vissi af öllu saman og bönnuðu bílstjórunum einfaldlega að tefja umferðina. Bílstjórarnir keyrðu því um götur borgarinnar á um þrjátíu kílómetra hraða sem er alls ekkert óeðlilegur hraði á föstudagseftirmiðdegi. Um leið og einhver bílstjórinn hægði óeðlilega mikið á sér var lögreglan strax kominn til að reka þann hinn sama áfram. Lögreglan hafði því fullkomna stjórn á öllu saman. Voru mótmælin þá ekki misheppnuð eftir allt saman? Svarið er: nei, alls ekki. Mótmælin voru fyrsta frétt í ljósvakamiðlunum fram eftir degi og fram á kvöld. Boðskapnum var komið á framfæri og það var líklega tilgangurinn. Tilgangurinn var í sjálfu sér ekki að tefja fólk, það var öngullinn. Fjölmiðlarnir bitu á og atvinnubílstjórarnir sigruðu. Hvort svo mótmælin skila einhverjum árangri er annað mál. Það vakti reyndar sérstaka athygli mína að atvinnubílstjórar voru ekki samstíga í aðgerðum sínum. Félag hópferðaleyfishafa sá sérstaka ástæðu til þess að senda fréttatilkynningu um að félagið tengdist ekki á neinn hátt mótmælunum gegn olíugjaldinu. Síðan segir orðrétt: "Félagið telur að fara verði afskaplega varlega í mótmælaaðgerðum sem lúta að því að skapa öngþveiti á vegum á stærstu ferðahelgi landsmanna. Stjórn félagsins tekur hins vegar heilshugar undir þau sjónarmið að olíugjald sé of hátt og hefur stjórnin átt fundi með fjármálaráðherra út af því máli." Hefði nú ekki verið skynsamlegra hafa þetta samstillt átak. Félagið hefði alls ekki þurft að skammast sín fyrir mótmælin í gær. Þau voru álíka æsileg og fermingaveisla hjá samheldinni fjölskyldu. - Trausti Hafliðason
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar