Samkynhneigðir öðlist sama rétt 6. ágúst 2005 00:01 Félagsmálaráðherra sagði í ávarpi á Hinsegin dögum í dag að hann myndi beita sér fyrir því að samkynhneigðir öðluðust fullan rétt á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Hann segist þó ekki vita hvaða álit aðrir ráðherrar hafi á málinu. „Í dag eiga hommar og lesbíur ekki sömu möguleika og gagnkynhneigð pör að skrá óvígða sambúð hjá Hagstofunni. Samkynhneigð pör í staðfestri samvist eiga ekki rétt á að ættleiða íslensk eða erlend börn til jafns á við gagnkynhneigð hjón, eða einstaklinga. Lesbíur eiga ekki sama rétt og gagnkynhneigðar konur til tæknifrjóvgunar í opinberum sjúkrastofnunum. Að því ógleymdu að samkynhneigt fólk getur ekki óskað eftir því að prestar eða forstöðumenn safnaða gerist vígslumenn þeirra sem hyggjast ganga í staðfesta samvist. Baráttumál homma og lesbía er að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjölskylduþátttöku. Ég styð það sjónarmið heilshugar og mun halda áfram að beita mér fyrir því, í fullri samvinnu við ykkur,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra í ávarpi sínu á Hinsegin dögum í dag. Það er því ljóst að félagsmálaráðherra vill ganga alla leið til að tryggja samkynhneigðum sömu réttindi og gagnkynhneigðum. Aðspurður hvort kollegar hans í ríkisstjórn séu sammála honum í þessum efnum segir Árni að það hafi ekki verið rætt sérstaklega. Í vetur hafi starfað nefnd þar sem félagsmálaráðuneytið hafi átt fulltrúa og þar hafi þessum sjónarmiðum verið fylgt fram. Hann standi þar með með sjálfum sér og fulltrúa sínum í nefndinni. Þetta sé hans skoðun og hann muni fylgja henni eftir. Árni áréttar að málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn en hann telji að það sé breið pólitísk samstaða um að jafna réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Ráðherra vísar á bug staðhæfingum á borð við þá að samkynhneigðir foreldrar geti ekki búið börnum vænleg þroskaskilyrði. Hann segir að rannsóknir sýni þvert á móti að samkynhneigðir standi gagnkynhneigðum síst að baki við barnauppeldi. Menn eigi að horfast í augu við það og stíga skrefið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Félagsmálaráðherra sagði í ávarpi á Hinsegin dögum í dag að hann myndi beita sér fyrir því að samkynhneigðir öðluðust fullan rétt á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Hann segist þó ekki vita hvaða álit aðrir ráðherrar hafi á málinu. „Í dag eiga hommar og lesbíur ekki sömu möguleika og gagnkynhneigð pör að skrá óvígða sambúð hjá Hagstofunni. Samkynhneigð pör í staðfestri samvist eiga ekki rétt á að ættleiða íslensk eða erlend börn til jafns á við gagnkynhneigð hjón, eða einstaklinga. Lesbíur eiga ekki sama rétt og gagnkynhneigðar konur til tæknifrjóvgunar í opinberum sjúkrastofnunum. Að því ógleymdu að samkynhneigt fólk getur ekki óskað eftir því að prestar eða forstöðumenn safnaða gerist vígslumenn þeirra sem hyggjast ganga í staðfesta samvist. Baráttumál homma og lesbía er að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjölskylduþátttöku. Ég styð það sjónarmið heilshugar og mun halda áfram að beita mér fyrir því, í fullri samvinnu við ykkur,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra í ávarpi sínu á Hinsegin dögum í dag. Það er því ljóst að félagsmálaráðherra vill ganga alla leið til að tryggja samkynhneigðum sömu réttindi og gagnkynhneigðum. Aðspurður hvort kollegar hans í ríkisstjórn séu sammála honum í þessum efnum segir Árni að það hafi ekki verið rætt sérstaklega. Í vetur hafi starfað nefnd þar sem félagsmálaráðuneytið hafi átt fulltrúa og þar hafi þessum sjónarmiðum verið fylgt fram. Hann standi þar með með sjálfum sér og fulltrúa sínum í nefndinni. Þetta sé hans skoðun og hann muni fylgja henni eftir. Árni áréttar að málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn en hann telji að það sé breið pólitísk samstaða um að jafna réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Ráðherra vísar á bug staðhæfingum á borð við þá að samkynhneigðir foreldrar geti ekki búið börnum vænleg þroskaskilyrði. Hann segir að rannsóknir sýni þvert á móti að samkynhneigðir standi gagnkynhneigðum síst að baki við barnauppeldi. Menn eigi að horfast í augu við það og stíga skrefið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira