Sport

Sölunni á Essien seinkar enn

Forráðamenn Lyon náðu ekki að senda samningsdrög til Chelsea í tæka tíð til að ganga frá félagsskiptum Mickael Essien og því verður það ekki fyrr en á morgun sem gengið verður frá kaupunum. "Sagan endalausa" er viðurnefnið sem samningaviðræður Chelsea og Lyon hafa fengið og er það svo sannarlega með réttu. En Gerrard Houllier, knattspyrnustjóri Lyon, segir að þessi langi tími hafi svo sannarlega verið þess virði því Essien sé hverrar krónu virði. Chelsea mun kaupa Essien á 26 milljónir punda eða rúma þrjá milljarða íslenskra króna. "Við erum neyddir til að láta hann fara þar sem hann vill ekki spila fyrir okkur. En ég get sagt ykkur það að það eru ekki leikmenn eins og Essien á hverju strái. Ég set hann í sama flokk miðjumanna og Lampard, Gerrard og Ballack," sagði Houllier.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×