Vonbrigði í Ungverjalandi 22. ágúst 2005 00:01 Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25. Staðan í hálfleik var 14-12 en íslenska liðið náði reyndar að komast yfir í stöðunni 20-19 en þá skoruðu Egyptar fimm mörk í röð og tókst á tíu mínútum að breyta stöðunni í 28-22, sér í vil. Afar slæmur leikkafli íslenska liðsins sem tapaðist með níu mörkum gegn tveimur. "Þetta fór mjög illa," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem skoraði sjö mörk í leiknum. Markahæstur í íslenska liðinu var Árni Þór Sigtryggsson og Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk. Aðrir sem komust á blað skoruðu ekki meira en eitt mark, sem þykir slæmt í hvaða liði sem er. "Stemmingin í hópnum var ágæt og ætluðum við svo sannarlega að vinna þennan leik. Það var slæmt að tapa fyrir Þýskalandi og Spáni en við komum engu að síður mjög vel stemmdir í leikinn." Aðspurður um leikinn sagði Ásgeir Örn að íslenska liðið hafi lent í erfiðleikum með varnarleik Egypta en þeir léku mjög framarlega í vörn og létu vel til sín taka. "Þetta gerði það að verkum að við gerðum mikið af tæknilegum mistökum og fengum mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum á móti." Egyptar skoruðu samtals níu mörk úr hraðaupphlaupum, gegn einungis þremur hjá Íslandi og gerði það gæfumuninn. Björgvin Gústavasson varði tíu skot í leiknum og kom varamarkvörður Íslands, Björn Friðþjófsson, ekkert við sögu í leiknum. Á morgun keppir íslenska liðið við það danska sem er enn taplaust eftir góðan sigur á Spánverjum í gær, 33-26. Það er ljóst að við ramman reip verður að draga hjá strákunum okkar en Ásgeir Örn segir að liðið fari í alla leiki til að sigra. "Það er lítið annað eftir en að spila upp á stoltið og ætlum við ekki að gefast upp. En því er ekki að neita að við ætluðum okkur stóra hluti á mótinu og eru þetta mikil vonbrigði." Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sjá meira
Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25. Staðan í hálfleik var 14-12 en íslenska liðið náði reyndar að komast yfir í stöðunni 20-19 en þá skoruðu Egyptar fimm mörk í röð og tókst á tíu mínútum að breyta stöðunni í 28-22, sér í vil. Afar slæmur leikkafli íslenska liðsins sem tapaðist með níu mörkum gegn tveimur. "Þetta fór mjög illa," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem skoraði sjö mörk í leiknum. Markahæstur í íslenska liðinu var Árni Þór Sigtryggsson og Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk. Aðrir sem komust á blað skoruðu ekki meira en eitt mark, sem þykir slæmt í hvaða liði sem er. "Stemmingin í hópnum var ágæt og ætluðum við svo sannarlega að vinna þennan leik. Það var slæmt að tapa fyrir Þýskalandi og Spáni en við komum engu að síður mjög vel stemmdir í leikinn." Aðspurður um leikinn sagði Ásgeir Örn að íslenska liðið hafi lent í erfiðleikum með varnarleik Egypta en þeir léku mjög framarlega í vörn og létu vel til sín taka. "Þetta gerði það að verkum að við gerðum mikið af tæknilegum mistökum og fengum mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum á móti." Egyptar skoruðu samtals níu mörk úr hraðaupphlaupum, gegn einungis þremur hjá Íslandi og gerði það gæfumuninn. Björgvin Gústavasson varði tíu skot í leiknum og kom varamarkvörður Íslands, Björn Friðþjófsson, ekkert við sögu í leiknum. Á morgun keppir íslenska liðið við það danska sem er enn taplaust eftir góðan sigur á Spánverjum í gær, 33-26. Það er ljóst að við ramman reip verður að draga hjá strákunum okkar en Ásgeir Örn segir að liðið fari í alla leiki til að sigra. "Það er lítið annað eftir en að spila upp á stoltið og ætlum við ekki að gefast upp. En því er ekki að neita að við ætluðum okkur stóra hluti á mótinu og eru þetta mikil vonbrigði."
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sjá meira