Með brækurnar á hælunum 23. ágúst 2005 00:01 Sven-Göran Eriksson er fyrsti erlendi þjálfarinn sem ráðinn er til að taka við enska landsliðinu í knattspyrnu og enginn efast um færni hans á því sviði. Undanfarna mánuði hefur hann þó verið í sviðsljósinu á röngum forsendum vegna samskipta sinna við skrifstofuglyðruna Faria Alam, sem er ein sín liðs að ríða enska knattspyrnusambandinu að fullu - í bókstaflegri merkingu. Faria þessi starfaði á skrifstofu enska knattspyrnusambandsins á sínum tíma og virtist hafa tælt bæði menn og konur til samræðis við sig, en fór svo í mál út af öllu saman. Sven-Göran var einn þeirra heppnu sem fengu að sænga hjá Fariu, sem þrátt fyrir að vera lausgirt, er hið föngulegasta fljóð. Eitthvað virðist konunni þó hafa verið farin að leiðast athyglin sem hún fékk á skrifstofunni, því hún afréð að fara með rúmstokkssögur sínar allar í ensku pressuna, sem át upp hvert orð og birti á síðum sínum - landsliðsþjálfaranum lofaða til mikillar armæðu. Mál þetta hefur lítið verið í fréttum undanfarnar vikur og sviðsljósið hefur aldrei þessu vant verið á axarsköftum þjálfarans á knattspyrnuvellinum, því sem kunnugt er, biðu Englendingar afhroð á Parken í Danmörku gegn sprækum heimamönnum fyrir viku. Kannski hefur Sven-Göran þótt ágæt tilbreyting að vera nú á milli tannana á fólki vegna mistaka tengdum knattspyrnu, en ekki vegna beinlausa bitans á sér. En sjaldan er ein báran stök. Nú hefur títt nefnd Faria látið á sér kræla á ný og í þetta sinn segir hún frá örvæntingarfullum tilraunum þess sænska til að fá sig á stefnumót vestur Ameríku, þegar enska landsliðið var þar við æfingar fyrir skömmu. Það má að vísu deila um það hvort það var af skynsemi eða heigulskap, sem Sven-Göran blés öll herlegheitin af skömmu áður en af þeim átti að verða og bar við ótta við að blöðin kæmust í málið. Téð Faria hefur verið dugleg að hrósa Svíanum fyrir fimi í bólinu og það er kannski ástæða þess að hann heldur ennþá sambandi við hana. Eriksson er ekki mjög fríður maður, heldur þvert á móti með ásjónu sem stöðvað gæti gangverk svissneskrar gauksklukku af um 50 metra færi. Vera má að Eriksson hafi einfaldlega of mikinn frítíma, því starf hans felst varla í öðru en að horfa á leiki þriggja liða í ensku úrvalsdeildinni viku eftir viku, auk þess sem hann bregður sér annað slagið til Spánar í sólina og fylgist með leikmönnum sínum verma varamannanbekk Madrídarliðsins. Englendingum er fjarri því að vera skemmt þegar þeir lesa um vergirni þjálfara síns á síðum dagblaðanna, því eins og allir vita er heimsmeistaramótið í knattspyrnu á næsta leiti og þar sætta enskir sig ekki við neitt annað en sigur frá stjörnum prýddu liði sínu. Því takmarki ná þeir þó ekki undir stjórn Sven-Göran Eriksson, því hann er að hafa enska knattspyrnusambandið að fífli með háttalagi sínu og virðist hafa alla vitræna hugsun í æxlunarfærunum. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Sven-Göran Eriksson er fyrsti erlendi þjálfarinn sem ráðinn er til að taka við enska landsliðinu í knattspyrnu og enginn efast um færni hans á því sviði. Undanfarna mánuði hefur hann þó verið í sviðsljósinu á röngum forsendum vegna samskipta sinna við skrifstofuglyðruna Faria Alam, sem er ein sín liðs að ríða enska knattspyrnusambandinu að fullu - í bókstaflegri merkingu. Faria þessi starfaði á skrifstofu enska knattspyrnusambandsins á sínum tíma og virtist hafa tælt bæði menn og konur til samræðis við sig, en fór svo í mál út af öllu saman. Sven-Göran var einn þeirra heppnu sem fengu að sænga hjá Fariu, sem þrátt fyrir að vera lausgirt, er hið föngulegasta fljóð. Eitthvað virðist konunni þó hafa verið farin að leiðast athyglin sem hún fékk á skrifstofunni, því hún afréð að fara með rúmstokkssögur sínar allar í ensku pressuna, sem át upp hvert orð og birti á síðum sínum - landsliðsþjálfaranum lofaða til mikillar armæðu. Mál þetta hefur lítið verið í fréttum undanfarnar vikur og sviðsljósið hefur aldrei þessu vant verið á axarsköftum þjálfarans á knattspyrnuvellinum, því sem kunnugt er, biðu Englendingar afhroð á Parken í Danmörku gegn sprækum heimamönnum fyrir viku. Kannski hefur Sven-Göran þótt ágæt tilbreyting að vera nú á milli tannana á fólki vegna mistaka tengdum knattspyrnu, en ekki vegna beinlausa bitans á sér. En sjaldan er ein báran stök. Nú hefur títt nefnd Faria látið á sér kræla á ný og í þetta sinn segir hún frá örvæntingarfullum tilraunum þess sænska til að fá sig á stefnumót vestur Ameríku, þegar enska landsliðið var þar við æfingar fyrir skömmu. Það má að vísu deila um það hvort það var af skynsemi eða heigulskap, sem Sven-Göran blés öll herlegheitin af skömmu áður en af þeim átti að verða og bar við ótta við að blöðin kæmust í málið. Téð Faria hefur verið dugleg að hrósa Svíanum fyrir fimi í bólinu og það er kannski ástæða þess að hann heldur ennþá sambandi við hana. Eriksson er ekki mjög fríður maður, heldur þvert á móti með ásjónu sem stöðvað gæti gangverk svissneskrar gauksklukku af um 50 metra færi. Vera má að Eriksson hafi einfaldlega of mikinn frítíma, því starf hans felst varla í öðru en að horfa á leiki þriggja liða í ensku úrvalsdeildinni viku eftir viku, auk þess sem hann bregður sér annað slagið til Spánar í sólina og fylgist með leikmönnum sínum verma varamannanbekk Madrídarliðsins. Englendingum er fjarri því að vera skemmt þegar þeir lesa um vergirni þjálfara síns á síðum dagblaðanna, því eins og allir vita er heimsmeistaramótið í knattspyrnu á næsta leiti og þar sætta enskir sig ekki við neitt annað en sigur frá stjörnum prýddu liði sínu. Því takmarki ná þeir þó ekki undir stjórn Sven-Göran Eriksson, því hann er að hafa enska knattspyrnusambandið að fífli með háttalagi sínu og virðist hafa alla vitræna hugsun í æxlunarfærunum. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar