Grjóthríð úr glerhúsi Símans 25. ágúst 2005 00:01 Ljósleiðari Orkuveitunnar - Helgi Pétursson Rétt eina ferðina enn bregðast talsmenn Símans við uppbyggingu Gagnaveitu Orkuveitu Reykjavíkur með útúrsnúningum og dylgjum, eins og lesa mátti í grein Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans á dögunum. Þar á bæ virðast menn ekki ætla að átta sig á því að þeir eru uppi á tímum eðlilegrar og harðnandi samkeppni sem koma mun neytendum til góða á allan hátt og telja sig geta, eins og þeir gátu á tímum einokunar Símans, skipað neytendum og öðrum fyrirtækjum til sætis eins og þeim þóknast hverju sinni. Það er þess vegna ekki Símans að ákveða hvað er "kjarnastarfsemi" Orkuveitu Reykjavíkur, heldur stjórnar og eigenda OR hverju sinni. Ef talsmönnum Símans er það ekki ljóst, er rétt að ítreka við þá enn einu sinni, að tími einokunar Símans á fjarskiptamarkaði er liðinn, kemur aldrei aftur og það er þeim fyrir bestu að haga sér samkvæmt því. Nema að fortíðarhyggjan þar á bæ sé mönnum svo í blóð borin, eins og sést best á fjölmörgum kvörtunum til eftirlitsaðila vegna framferði Símans. Nægir þar að benda á kærur netfyrirtækja vegna að því er virðist vísvitandi blekkinga Símans vegna sölu á ADSL-tengingum í tengslum við útsendingar þeirra á enska boltanum, sem væntanlega verða teknar til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun sem allra fyrst. Megininntak í skrifum Evu Magnúsdóttur er að Orkuveita Reykjavíkur sé að færa til fjármuni innan fyrirtækisins frá sölu á rafmagni, hita og vatni til Gagnaveitunnar og að lagning ljósleiðarakerfis Gagnaveitu OR sé ekki eins hagkvæm og lagning ljósleiðara Símans. Það skal áréttað strax, að Gagnaveita OR er fullkomlega aðskilið verkefni innan Orkuveitu Reykjavíkur. Það vita allir, sem vilja vita, enda hefur orkufyrirtækjum öllum verið gert að skipta rekstri sínum upp í samræmi við ný raforkulög, sem tryggja eiga samkeppni á raforkumarkaði, sem taka að fullu gildi við næstu áramót, ef það hefur farið fram hjá þeim Síma-mönnum. Einokunarfyrirtækið Síminn hefur lagt ljósleiðarakerfi á kostnað neytenda víða um land undanfarin tuttugu ár. Upplýsingafulltrúi Símans bendir réttilega á, að það hafi verið gert með "öðrum lögnum sem lagðar hafa verið á vegum veitustofnana". Ef eitthvað er, hefur Orkuveita Reykjavíkur lagt þessari þróun sitt lið með því að heimila Símanum að fljóta með í skurðum og lögnum í gegnum árin. Það eitt og sér ætti Síminn að þakka fyrir. Meginvandi Símans á tímum ljósleiðaravæðingar, er afstaða þeirra til kerfisins, neytenda og annarra þjónustufyrirtækja. Þetta er "þeirra" kerfi, lokað kerfi sem Síminn ætlar að sitja einn að, bæði hvað varðar alla gagnaflutninga og gerð þeirrar þjónustu, sem boðið verður upp á og eignarhald. Gagnaveita Orkuveitunnar hefur gjörbreytt þessari stöðu. Það veit bankakerfið í landinu, viðskiptalífið, heilbrigðiskerfið og skólakerfið, sem notið hefur miklu betri kjara eftir að Gagnaveitan kom til skjalanna, - raunar hefur þar orðið bylting. Og Gagnaveitan er að leggja opið ljósleiðarakerfi til allra heimila á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land í nánu samstarfi við sveitarfélög og þjónustuaðila. Gagnaveitan á kerfið og rekur það, en það er öllum opið, - sveitarfélögum, þjónustufyrirtækjum og hverjum öðrum sem telja sig hafa eitthvað fram að færa, sem neytendur vilja greiða fyrir. Og auðvitað Símanum, - sem gæti sparað sér stórar fjárhæðir með því! Opið og frjálst viðskiptaumhverfi þar sem neytendur hafa frjálst val. Er það furða að Símanum hrylli við. Allir sem vilja vita, vita að ljósleiðarinn er framtíðin í gagnaflutningum. Talsmaður Símans kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að "tækniþróun undanfarinna ára hafi dregið verulega úr þörf fyrir ljósleiðara". Það hlýtur að vera áleitin spurning fyrir nýja eigendur Símans, hvort tuttugu ára vinna Símans við lagningu ljósleiðara, hafi kannski verið óþörf? Gagnaveita Orkuveitu Reykjavíkur mun hins vegar halda áfram að færa landsmönnum öllum nýjustu og bestu tækni framtíðarinnar. Og framtíðin er núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Ljósleiðari Orkuveitunnar - Helgi Pétursson Rétt eina ferðina enn bregðast talsmenn Símans við uppbyggingu Gagnaveitu Orkuveitu Reykjavíkur með útúrsnúningum og dylgjum, eins og lesa mátti í grein Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans á dögunum. Þar á bæ virðast menn ekki ætla að átta sig á því að þeir eru uppi á tímum eðlilegrar og harðnandi samkeppni sem koma mun neytendum til góða á allan hátt og telja sig geta, eins og þeir gátu á tímum einokunar Símans, skipað neytendum og öðrum fyrirtækjum til sætis eins og þeim þóknast hverju sinni. Það er þess vegna ekki Símans að ákveða hvað er "kjarnastarfsemi" Orkuveitu Reykjavíkur, heldur stjórnar og eigenda OR hverju sinni. Ef talsmönnum Símans er það ekki ljóst, er rétt að ítreka við þá enn einu sinni, að tími einokunar Símans á fjarskiptamarkaði er liðinn, kemur aldrei aftur og það er þeim fyrir bestu að haga sér samkvæmt því. Nema að fortíðarhyggjan þar á bæ sé mönnum svo í blóð borin, eins og sést best á fjölmörgum kvörtunum til eftirlitsaðila vegna framferði Símans. Nægir þar að benda á kærur netfyrirtækja vegna að því er virðist vísvitandi blekkinga Símans vegna sölu á ADSL-tengingum í tengslum við útsendingar þeirra á enska boltanum, sem væntanlega verða teknar til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun sem allra fyrst. Megininntak í skrifum Evu Magnúsdóttur er að Orkuveita Reykjavíkur sé að færa til fjármuni innan fyrirtækisins frá sölu á rafmagni, hita og vatni til Gagnaveitunnar og að lagning ljósleiðarakerfis Gagnaveitu OR sé ekki eins hagkvæm og lagning ljósleiðara Símans. Það skal áréttað strax, að Gagnaveita OR er fullkomlega aðskilið verkefni innan Orkuveitu Reykjavíkur. Það vita allir, sem vilja vita, enda hefur orkufyrirtækjum öllum verið gert að skipta rekstri sínum upp í samræmi við ný raforkulög, sem tryggja eiga samkeppni á raforkumarkaði, sem taka að fullu gildi við næstu áramót, ef það hefur farið fram hjá þeim Síma-mönnum. Einokunarfyrirtækið Síminn hefur lagt ljósleiðarakerfi á kostnað neytenda víða um land undanfarin tuttugu ár. Upplýsingafulltrúi Símans bendir réttilega á, að það hafi verið gert með "öðrum lögnum sem lagðar hafa verið á vegum veitustofnana". Ef eitthvað er, hefur Orkuveita Reykjavíkur lagt þessari þróun sitt lið með því að heimila Símanum að fljóta með í skurðum og lögnum í gegnum árin. Það eitt og sér ætti Síminn að þakka fyrir. Meginvandi Símans á tímum ljósleiðaravæðingar, er afstaða þeirra til kerfisins, neytenda og annarra þjónustufyrirtækja. Þetta er "þeirra" kerfi, lokað kerfi sem Síminn ætlar að sitja einn að, bæði hvað varðar alla gagnaflutninga og gerð þeirrar þjónustu, sem boðið verður upp á og eignarhald. Gagnaveita Orkuveitunnar hefur gjörbreytt þessari stöðu. Það veit bankakerfið í landinu, viðskiptalífið, heilbrigðiskerfið og skólakerfið, sem notið hefur miklu betri kjara eftir að Gagnaveitan kom til skjalanna, - raunar hefur þar orðið bylting. Og Gagnaveitan er að leggja opið ljósleiðarakerfi til allra heimila á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land í nánu samstarfi við sveitarfélög og þjónustuaðila. Gagnaveitan á kerfið og rekur það, en það er öllum opið, - sveitarfélögum, þjónustufyrirtækjum og hverjum öðrum sem telja sig hafa eitthvað fram að færa, sem neytendur vilja greiða fyrir. Og auðvitað Símanum, - sem gæti sparað sér stórar fjárhæðir með því! Opið og frjálst viðskiptaumhverfi þar sem neytendur hafa frjálst val. Er það furða að Símanum hrylli við. Allir sem vilja vita, vita að ljósleiðarinn er framtíðin í gagnaflutningum. Talsmaður Símans kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að "tækniþróun undanfarinna ára hafi dregið verulega úr þörf fyrir ljósleiðara". Það hlýtur að vera áleitin spurning fyrir nýja eigendur Símans, hvort tuttugu ára vinna Símans við lagningu ljósleiðara, hafi kannski verið óþörf? Gagnaveita Orkuveitu Reykjavíkur mun hins vegar halda áfram að færa landsmönnum öllum nýjustu og bestu tækni framtíðarinnar. Og framtíðin er núna.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun