2.000 fá að velja efstu menn 26. ágúst 2005 00:01 Kjördæmasambönd Framsóknarflokksins í suður- og norðurkjördæmum Reykjavíkur undirbúa sameiginlegan fund þar sem endanlega verður ákveðið hvernig staðið verður að sjálfstæðu framboði Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Fundurinn verður haldinn innan tíðar. Á félagsfundi Framsóknarflokksins í Reykjavík í fyrrakvöld var samþykkt að flokkurinn skyldi bjóða fram eigin lista líkt og aðrir R-listaflokkar hafa þegar ákveðið að gera. Samþykktin felur að minnsta kosti í sér að öllum flokksbundnum Framsóknarmönnum í Reykjavík verður gefinn kostur á að taka þátt í vali fulltrúa og uppröðun á framboðslistann. Kjördæmasamböndin ráða því hins vegar hvernig að því verður staðið. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins fagnar þessari samþykkt. "Flokksbundnir Framsóknarmenn eru yfir tvö þúsund í höfuðborginni og fram kom ótvíræður vilji fundarins til þess að hafa þetta val sem opnast." Alfreð Þorsteinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti listans. Anna Kristinsdóttir varaborgarfulltrúi hefur ekki ákveðið hvort hún sækist einnig eftir fyrsta sætinu. Fréttablaðinu hefur ekki tekist að fá staðfestar fregnir um breiðan og almennan stuðning Framsóknarmanna í Reykjavík við framboð Önnu í fyrsta sætið. Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður forsætisráðherra játar því hvorki né neitar að hann hafi hug á að sækjast eftir efsta sæti listans. Fleirri gætu bæst í hópinn. Talið er að sjötíu til níutíu manns hafi sótt félagsfund Framsóknarmanna í fyrrakvöld. Auk þess sem samþykkt var að bjóða fram eigin lista Framsóknarflokksins og heimila sem flestum flokksmönnum að taka þátt í vali efstu manna á lista var samninganefnd flokksins um áframhaldandi samstarf innan R-listans færðar þakkir enda hefði hún unnið af heilindum og teygt sig langt til frekara samstarfs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Kjördæmasambönd Framsóknarflokksins í suður- og norðurkjördæmum Reykjavíkur undirbúa sameiginlegan fund þar sem endanlega verður ákveðið hvernig staðið verður að sjálfstæðu framboði Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Fundurinn verður haldinn innan tíðar. Á félagsfundi Framsóknarflokksins í Reykjavík í fyrrakvöld var samþykkt að flokkurinn skyldi bjóða fram eigin lista líkt og aðrir R-listaflokkar hafa þegar ákveðið að gera. Samþykktin felur að minnsta kosti í sér að öllum flokksbundnum Framsóknarmönnum í Reykjavík verður gefinn kostur á að taka þátt í vali fulltrúa og uppröðun á framboðslistann. Kjördæmasamböndin ráða því hins vegar hvernig að því verður staðið. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins fagnar þessari samþykkt. "Flokksbundnir Framsóknarmenn eru yfir tvö þúsund í höfuðborginni og fram kom ótvíræður vilji fundarins til þess að hafa þetta val sem opnast." Alfreð Þorsteinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti listans. Anna Kristinsdóttir varaborgarfulltrúi hefur ekki ákveðið hvort hún sækist einnig eftir fyrsta sætinu. Fréttablaðinu hefur ekki tekist að fá staðfestar fregnir um breiðan og almennan stuðning Framsóknarmanna í Reykjavík við framboð Önnu í fyrsta sætið. Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður forsætisráðherra játar því hvorki né neitar að hann hafi hug á að sækjast eftir efsta sæti listans. Fleirri gætu bæst í hópinn. Talið er að sjötíu til níutíu manns hafi sótt félagsfund Framsóknarmanna í fyrrakvöld. Auk þess sem samþykkt var að bjóða fram eigin lista Framsóknarflokksins og heimila sem flestum flokksmönnum að taka þátt í vali efstu manna á lista var samninganefnd flokksins um áframhaldandi samstarf innan R-listans færðar þakkir enda hefði hún unnið af heilindum og teygt sig langt til frekara samstarfs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira