Össur gagnrýnir Steinunni Valdísi 27. ágúst 2005 00:01 "Það er óskrifuð regla að stjórmálamenn fá að kynna framboð sín til embætta í fullkomnum friði," segir Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar um ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra varðandi ákvörðun Stefáns Jóns Hafsteins um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Hún sagði í fréttum RÚV að ákvörðun Stefáns Jóns kæmi henni ekki á óvart enda hafi hann gengið með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð. Össuri finnst það ákaflega óviðeigandi að manneskja sem er í forystuhlutverki fyrir flokk skuli tala frekar neikvætt um félaga sinn sem er að bjóða sig fram, jafnvel þótt það sé til þess embættis sem viðkomandi gegnir. "Stefán Jón hefur fullkomlega eðlilegar ástæður til að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og það er engin ástæða til að tala niður til hans vegna þeirrar ákvörðunar eins og mér finnst gert þegar talað er um að hann sé að bjóða sig fram af því hann hafi borgarstjórann í maganum," segir Össur. "Svona eiga forystumenn ekki að tala. Þeir eiga að virða aðra og rétt þeirra til að sækjast með lýðræðislegum hætti eftir trúnaðarstöðum," segir hann. "Mér finnst ekki að borgarstjórar eigi að tala svona um keppinauta sína og minni á að þegar við Ingibjörg Sólrún tókumst á um formennsku þá var það algjörlega á forsendum gagnkvæmrar virðingar," segir Össur. Stefán Jón Hafstein tilkynnti í fyrradag um að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís sagði í samtali við fréttastofu RÚV þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar: "Miðað við þessar fréttir er ljóst að allavega tveir hafa gefið kost á sér. Í sjálfu sér kemur það mér ekkert á óvart að Stefán Jón skuli gefa kost á sér enda maðurinn búinn að ganga með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð og það er bara ágætt og fínt að fá góða samkeppni," sagði Steinunn Valdís. Stefán Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að þessi ummæli skiptu sig engu. Ekki náðist í Steinunni Valdísi í gær. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
"Það er óskrifuð regla að stjórmálamenn fá að kynna framboð sín til embætta í fullkomnum friði," segir Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar um ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra varðandi ákvörðun Stefáns Jóns Hafsteins um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Hún sagði í fréttum RÚV að ákvörðun Stefáns Jóns kæmi henni ekki á óvart enda hafi hann gengið með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð. Össuri finnst það ákaflega óviðeigandi að manneskja sem er í forystuhlutverki fyrir flokk skuli tala frekar neikvætt um félaga sinn sem er að bjóða sig fram, jafnvel þótt það sé til þess embættis sem viðkomandi gegnir. "Stefán Jón hefur fullkomlega eðlilegar ástæður til að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og það er engin ástæða til að tala niður til hans vegna þeirrar ákvörðunar eins og mér finnst gert þegar talað er um að hann sé að bjóða sig fram af því hann hafi borgarstjórann í maganum," segir Össur. "Svona eiga forystumenn ekki að tala. Þeir eiga að virða aðra og rétt þeirra til að sækjast með lýðræðislegum hætti eftir trúnaðarstöðum," segir hann. "Mér finnst ekki að borgarstjórar eigi að tala svona um keppinauta sína og minni á að þegar við Ingibjörg Sólrún tókumst á um formennsku þá var það algjörlega á forsendum gagnkvæmrar virðingar," segir Össur. Stefán Jón Hafstein tilkynnti í fyrradag um að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís sagði í samtali við fréttastofu RÚV þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar: "Miðað við þessar fréttir er ljóst að allavega tveir hafa gefið kost á sér. Í sjálfu sér kemur það mér ekkert á óvart að Stefán Jón skuli gefa kost á sér enda maðurinn búinn að ganga með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð og það er bara ágætt og fínt að fá góða samkeppni," sagði Steinunn Valdís. Stefán Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að þessi ummæli skiptu sig engu. Ekki náðist í Steinunni Valdísi í gær.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira