Sport

Jol skammaði leikmenn sína

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, fór ekki fögrum orðum um leik sinna manna í tapinu gegn Grimsby í gærkvöldi, en Tottenham er dottið út úr bikarkeppninni fyrir liði sem er þremur deildum neðar á Englandi. "Þetta er tvímannalaust lægsti punktur sem ég hef upplifað síðan ég tók við þessu liði," sagði Jol. "Þetta hljóta að vera ein óvæntustu úrslitin í þessari keppni í langan tíma, en vissulega eru verða óvænt úrslit í þessari keppni fyrr eða síðar. Mitt lið er ekki að skora, og það sem verra er, það lítur ekki út fyrir að geta skorað. Framherjar mínir spiluðu eins og óreyndir krakkar í þessum leik og það er út í hött. Sjáðu bara Aaron Lennon, hann er átján ára, en hann kom þarna inn og var eini maðurinn sem spilaði eins og maður.  Ég er reiður yfir þessum úrslitum, úrvalsdeildarlið eiga að vinna lið úr annari deild," sagði Jol, sem er alls ekki vanur að æsa sig yfir hlutunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×