Sport

Enn dramatík í enska bikarnum

NordicPhotos/GettyImages
Dramatíkin hélt áfram í enska bikarnum í kvöld, en Manchester City varð nýjasta liðið til að hljóta grimm örlög og falla úr keppni, þegar liðið tapaði fyrir Doncaster í vítakeppni. Heiðar Helguson skoraði eitt marka Fulham sem marði Lincoln 5-4. Darius Vassel náði forystunni fyrir Manchester City snemma í framlengingu eftir að markalaust var eftir venjulegan leiktíma, en heimamenn jöfnuðu metin úr vítaspyrnu rétt fyrir lok framlengingar. Þar var það varamarkvörður Doncaster sem stal senunni og varði tvær vítaspyrnur, sem tryggði neðrideildarliðinu sigurinn. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham sem vann nauman sigur á Lincoln í æsilegum leik sem endaði 5-4 fyrir Fulham. Heiðar skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í fyrri hálfleik, en það var svo McBride sem skoraði sigurmark úrvalsdeildarliðsins á síðustu sekúndum framlengingar. Blackburn þurfti einnig að hafa fyrir hlutunum gegn Huddersfield, en þar skoraði Craig Bellamy tvö marka Blackburn í 3-1 sigri þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×