Sport

Mexíkóar heimsmeistarar U-17

Mexókóar komu mjög á óvart og sigruðu Brasilíumenn 3-0 í úrslitaleiknum í heimsmeistarakeppni knattspyrnulandsliða skipuðum leikmönnum 17 ára og yngri í Perú í gær. Carlos Vela, Omar Esparza og Ever Guzman skoruðu mörk Mexíkó í leiknum, en Brassarnir þurftu að sætta sig við tap eftir að hafa unnið þessa keppni þrisvar í röð. Hollendingar sigruðu Tyrki 2-1 í leik um bronsið. Keppnin var sú fyrsta sinnar tegundar sem notaðist við nýja tækni til að skera úr um hvort boltinn fer inn fyrir marklínuna og sagði Sepp Blatter, forsetir FIFA að fyrstu upplýsingar um útkomuna hefðu lofað góðu. Til stendur að nota þessa tækni á HM í Þýskalandi á næsta ári, ef almenn ánægja verður með tilraunir á búnaði þessum fram að keppni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×