Hækka skatt þegar þeir sjá hann 14. október 2005 00:01 Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. „Ég heyrði á dögunum að formaður Samfylkingarinnar vilji nú hækka fjármagnstekjuskattinn. Það kom mér ekki á óvart. Berlínarmúrinn er löngu fallinn en þeir múrar sem hugmyndaheimur Samfylkingarinnar hírist innan standa greinilega enn óbrotnir... Hún er nefnilega römm skatthækkunartaugin er dregur rekka til föðurtúna félagshyggjunnar," sagði Davíð. Hann kvaðst vilja lækka skatta þegar færi gæfist og auka þar með hlutinn sem vinnandi menn héldu eftir af aflafé sínu. „Vinstri menn mega ekki sjá skatt án þess að vilja hækka hann." Davíð vék orðum að dómsmálum og gat þess að í sinni tíð hefðu verið sett stjórnsýslulög og upplýsingalög. „Sjálfstæði dómstólanna er fullkomlega tryggt. Við höfum lögfest mannréttindasáttmála Evrópu og þannig gert hann jafngildan íslenskum lögum - að vísu með þeirri afleiðingu sem Magnús heitinn Óskarsson orðaði þannig að bilaðir menn jafnt sem óbilaðir beri hann nú fyrir sig af minnsta tilefni." Davíð sagði Kyoto-samþykktina um varnir gegn gróðurhúsaáhrifum byggða á afar ótraustum vísindalegum grunni en viðleitnin með sáttmálanum væri örugglega í rétta átt. Sjálfstæðismenn hefðu tekið fullan þátt í umræðunni um hlýnun jarðar. „Því miður hefur sú umræða á köflum verið borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri fremur en rökum." Davíð tók dæmi af fréttum um að hlýnun jarðar kynni að valda breytingum á Golfstraumnum. „Svo birtist nýlega frétt, þó miklu fyrirferðaminni, þar sem vísindamenn kynntu þá niðurstöðu sína að allt benti til þess að þrátt fyrir hugsanlega hlýnun á norðurslóðum myndi Golfstraumurinn halda áfram sínu hringsóli. Þessi litla saga kennir að vísindin verða að fá frið og tíma til að nálgast niðurstöður í flóknum málum... Æsinga- og öfgamenn eiga ekki að fá að ráða þessari umræðu frekar en annarri," sagði Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. „Ég heyrði á dögunum að formaður Samfylkingarinnar vilji nú hækka fjármagnstekjuskattinn. Það kom mér ekki á óvart. Berlínarmúrinn er löngu fallinn en þeir múrar sem hugmyndaheimur Samfylkingarinnar hírist innan standa greinilega enn óbrotnir... Hún er nefnilega römm skatthækkunartaugin er dregur rekka til föðurtúna félagshyggjunnar," sagði Davíð. Hann kvaðst vilja lækka skatta þegar færi gæfist og auka þar með hlutinn sem vinnandi menn héldu eftir af aflafé sínu. „Vinstri menn mega ekki sjá skatt án þess að vilja hækka hann." Davíð vék orðum að dómsmálum og gat þess að í sinni tíð hefðu verið sett stjórnsýslulög og upplýsingalög. „Sjálfstæði dómstólanna er fullkomlega tryggt. Við höfum lögfest mannréttindasáttmála Evrópu og þannig gert hann jafngildan íslenskum lögum - að vísu með þeirri afleiðingu sem Magnús heitinn Óskarsson orðaði þannig að bilaðir menn jafnt sem óbilaðir beri hann nú fyrir sig af minnsta tilefni." Davíð sagði Kyoto-samþykktina um varnir gegn gróðurhúsaáhrifum byggða á afar ótraustum vísindalegum grunni en viðleitnin með sáttmálanum væri örugglega í rétta átt. Sjálfstæðismenn hefðu tekið fullan þátt í umræðunni um hlýnun jarðar. „Því miður hefur sú umræða á köflum verið borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri fremur en rökum." Davíð tók dæmi af fréttum um að hlýnun jarðar kynni að valda breytingum á Golfstraumnum. „Svo birtist nýlega frétt, þó miklu fyrirferðaminni, þar sem vísindamenn kynntu þá niðurstöðu sína að allt benti til þess að þrátt fyrir hugsanlega hlýnun á norðurslóðum myndi Golfstraumurinn halda áfram sínu hringsóli. Þessi litla saga kennir að vísindin verða að fá frið og tíma til að nálgast niðurstöður í flóknum málum... Æsinga- og öfgamenn eiga ekki að fá að ráða þessari umræðu frekar en annarri," sagði Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira