Jólaörtröðin er Eriksson að kenna 30. desember 2005 16:00 Sven-Göran er nú kennt um öngþveitið sem myndast hefur í leikjatöflunni um hátíðarnar NordicPhotos/GettyImages Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru mjög óhressir með það uppistand sem hefur orðið á keppninni um jólin, þar sem fresta hefur þurft leikjum vegna kulda og snjóa, en forráðamenn liðanna í deildinni hafa einnig kvartað sáran undan of miklu leikjaálagi yfir hátíðarnar. Þetta mun allt saman vera Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englendinga að kenna að þeirra mati. Eriksson gerir þær kröfur að fá í það minnsta fjórar vikur í undirbúning með landslið Englendinga fyrir HM í Þýskalandi og því hefur krafan verið að þjappa til í leikjaniðurröðun í ensku úrvalsdeildinni. "Liðin eiga mjög erfitt um vik í kring um hátíðarnar, þar sem spilað er mjög þétt," sagði Dan Johnson, talsmaður úrvalsdeildarinnar. "Knattspyrnusambandið samdi um að Eriksson fengi fjórar vikur til að undirbúa landsliðið í lok tímabilsins, en ef einhver getur komið með lausn sem gerir það að verkum að hægt sé að vera með smá vetrarfrí í deildinni í janúar, yrði því svo sannarlega tekið feginshendi," sagði Johnson. Mikið fjaðrafok hefur skapast í kjölfar þess að fresta þurfti fjölda leikja um jólin vegna kulda, en íþróttamálaráðherran sjálfur hefur sent mönnum pistilinn vegna þess og segir frestanir þessar óásættanlegar. "Ég mun fara fram á rannsókn á þessu máli og þetta verður klárlega að bæta í framtíðinni. Það er ekki hægt að menn séu að fresta leikjum hálftíma áður en þeir eiga að fara fram. Það er dónaleg framkoma við stuðningsmenn sem þvælast landið á enda," sagði Richard Caborn. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru mjög óhressir með það uppistand sem hefur orðið á keppninni um jólin, þar sem fresta hefur þurft leikjum vegna kulda og snjóa, en forráðamenn liðanna í deildinni hafa einnig kvartað sáran undan of miklu leikjaálagi yfir hátíðarnar. Þetta mun allt saman vera Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englendinga að kenna að þeirra mati. Eriksson gerir þær kröfur að fá í það minnsta fjórar vikur í undirbúning með landslið Englendinga fyrir HM í Þýskalandi og því hefur krafan verið að þjappa til í leikjaniðurröðun í ensku úrvalsdeildinni. "Liðin eiga mjög erfitt um vik í kring um hátíðarnar, þar sem spilað er mjög þétt," sagði Dan Johnson, talsmaður úrvalsdeildarinnar. "Knattspyrnusambandið samdi um að Eriksson fengi fjórar vikur til að undirbúa landsliðið í lok tímabilsins, en ef einhver getur komið með lausn sem gerir það að verkum að hægt sé að vera með smá vetrarfrí í deildinni í janúar, yrði því svo sannarlega tekið feginshendi," sagði Johnson. Mikið fjaðrafok hefur skapast í kjölfar þess að fresta þurfti fjölda leikja um jólin vegna kulda, en íþróttamálaráðherran sjálfur hefur sent mönnum pistilinn vegna þess og segir frestanir þessar óásættanlegar. "Ég mun fara fram á rannsókn á þessu máli og þetta verður klárlega að bæta í framtíðinni. Það er ekki hægt að menn séu að fresta leikjum hálftíma áður en þeir eiga að fara fram. Það er dónaleg framkoma við stuðningsmenn sem þvælast landið á enda," sagði Richard Caborn.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira