Spila ekki aftur fyrr en hnéð er orðið 100% 3. janúar 2006 02:55 Nú eru liðnir þrír og hálfur mánuður síðan knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hjá Brentford í Englandi fór í aðgerð eftir að hafa slitið krossbönd og skaddað liðþófa í haust. Atvikið átti sér stað í leik gegn Chesterfield, aðeins öðrum leik Ólafs Inga fyrir félagið. "Ég er allur að koma til. Samkvæmt bókinni eru þetta sex mánuðir sem tekur að jafna sig og þeir segja að ég sé jafnvel eitthvað aðeins á undan áætlun. En ég spái lítið í tímann og ætla ekki að spila aftur fyrr en ég finn að hnéð er orðið 100 prósent tilbúið," sagði Ólafur Ingi við Fréttablaðið í gær. Ólafur er nýbyrjaður að hlaupa á ný eftir að hafa eytt fyrstu vikunum eftir aðgerðina í lyftingasalnum og á hlaupahjólinu. "Það er náttúrlega mjög leiðinlegt til lengdar að standa í svona endurhæfingu. En ég var mjög fljótur að sætta mig við að þetta tæki tima. Nú er ég að prófa hliðarskref, hraðaaukningar og slíka hluti. Það er framför sem gefur manni aukinn styrk til að komast í gegnum þetta. Það er ofboðslega gott að vera kominn út á æfingasvæðið í stað þess að vera inni í lyftingasalnum. En ég má ekki sparka í bolta enn sem komið er," segir Ólafur sem vonast þó til að það verði eftir 2-3 vikur. Þekkt er að smellurinn sem oft fylgir þegar íþróttamenn verða fyrir því að slíta liðbönd eða brjóta bein lifi í fersku minni þeirra löngu eftir að óhappið átti sér stað. Ólafur Ingi kveðst muna vel eftir þeim óhljóðum en þegar hann horfi til baka sé mesta eftirsjáin fólgin í fyrsta leik hans fyrir Brentford. "Þá fékk ég fljótt gula spjaldið og sleppti í kjölfarið nokkrum tæklingum sem ég hefði venjulega farið í. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að fara í þær tæklingar og vera þá í banni í öðrum leiknum," segir Ólafur Ingi og hlær. "En það þýðir ekkert að hugsa svona aftur í tímann. Svona er þetta bara í fótboltanum og í meiðslum verður að horfa fram á veginn." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Nú eru liðnir þrír og hálfur mánuður síðan knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hjá Brentford í Englandi fór í aðgerð eftir að hafa slitið krossbönd og skaddað liðþófa í haust. Atvikið átti sér stað í leik gegn Chesterfield, aðeins öðrum leik Ólafs Inga fyrir félagið. "Ég er allur að koma til. Samkvæmt bókinni eru þetta sex mánuðir sem tekur að jafna sig og þeir segja að ég sé jafnvel eitthvað aðeins á undan áætlun. En ég spái lítið í tímann og ætla ekki að spila aftur fyrr en ég finn að hnéð er orðið 100 prósent tilbúið," sagði Ólafur Ingi við Fréttablaðið í gær. Ólafur er nýbyrjaður að hlaupa á ný eftir að hafa eytt fyrstu vikunum eftir aðgerðina í lyftingasalnum og á hlaupahjólinu. "Það er náttúrlega mjög leiðinlegt til lengdar að standa í svona endurhæfingu. En ég var mjög fljótur að sætta mig við að þetta tæki tima. Nú er ég að prófa hliðarskref, hraðaaukningar og slíka hluti. Það er framför sem gefur manni aukinn styrk til að komast í gegnum þetta. Það er ofboðslega gott að vera kominn út á æfingasvæðið í stað þess að vera inni í lyftingasalnum. En ég má ekki sparka í bolta enn sem komið er," segir Ólafur sem vonast þó til að það verði eftir 2-3 vikur. Þekkt er að smellurinn sem oft fylgir þegar íþróttamenn verða fyrir því að slíta liðbönd eða brjóta bein lifi í fersku minni þeirra löngu eftir að óhappið átti sér stað. Ólafur Ingi kveðst muna vel eftir þeim óhljóðum en þegar hann horfi til baka sé mesta eftirsjáin fólgin í fyrsta leik hans fyrir Brentford. "Þá fékk ég fljótt gula spjaldið og sleppti í kjölfarið nokkrum tæklingum sem ég hefði venjulega farið í. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að fara í þær tæklingar og vera þá í banni í öðrum leiknum," segir Ólafur Ingi og hlær. "En það þýðir ekkert að hugsa svona aftur í tímann. Svona er þetta bara í fótboltanum og í meiðslum verður að horfa fram á veginn."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira