Danske Bank spáir kreppu hér á árinu 22. mars 2006 00:01 Frá Kaupmannahöfn. Í skýrslu sem Danske bank sendi frá sér í gær segir að íslenskir bankar standi frammi fyrir fjárhagslegum mótbyr og brást sendiráð Íslands við með því að senda út fréttatilkynningu þar sem áréttuð er styrk staða þeirra og lánshæfismat. Danske bank sendi í gær frá sér skýrslu þar sem dregin er upp svört mynd af íslensku efnahagslífi og spáð kreppu á þessu ári eða næsta. "Við skoðum vísbendingar sem snemma koma fram um fjármálakreppu og komumst að þeirri niðurstöðu að horfur á Íslandi séu verri á nærri öllum sviðum en voru í Taílandi fyrir kreppuna þar árið 1997 og aðeins örlítið betri en í Tyrkandi fyrir kreppuna 2001," segir í skýrslunni. Sérfræðingar greiningardeilda íslensku bankana segja Danske bank virðast vera að falla í sömu gryfju og erlendar greiningardeildir hafa áður gert með því að setja skuldir þjóðarinnar í samhengi við verga landsframleiðslu. "Í skýrslunni kemur fram nokkur vanþekking og þeir draga svakalegar ályktanir út frá haggögnum sem þeir hafa náð í án þess að huga nokkuð að því hvað þar liggur að baki," segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka og bendir á að strax í upphafi skýrslunnar sé sleginn sá varnagli að bankinn hafi ekki áður fjallað um íslenska hagkerfið. Þá sendi sendiráð Íslands í Danmörku frá sér fréttatilkynningu þar sem styrk staða íslensku bankanna er áréttuð. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist veigra sér við að kalla skrif Danske bank skýrslu eða álit. "Plaggið er óvenjulega stóryrt," segir hann og bendir á að höfundar þess segist sjálfir ekki vera sérfræðingar í aðstæðum á Íslandi. "Og þeir sýnast rísa undir þeirri fullyrðingu." Ólafur segir bankann taka augljósar staðreyndir, líkt og að hér sé þanið hagkerfi og að ákveðinn misbrestur hafi átt sér stað í efnahagsstjórn sem ekki hafi stutt nægilega peningamálastefnu Seðlabankans og leggja út á versta veg með samanburði við lönd á borð við Taíland og Tyrkland þar sem grundvallaraðstæður á borð við skipan gengismála og þróunarstig í efnahagsmálum hafi verið allar aðrar. Ólafur bendir á að spá Danske bank um 5 til 10 prósenta lækkun á hagvexti næstu tvö ár sé ekki studd neinum gögnum og gangi þvert á allar spár hér heima, til dæmis fjármálaráðuneyti og Seðlabanka. "Einnig vekur athygli að den Danske Bank virðist ekki hafa tekið eftir að Standard og Poors's hefur nýlega staðfest lánshæfiseinkunn sína fyrir Ísland með stöðugum horfum. Eins hafa Moody's og Fitch nýlega staðfest háar einkunnir sínar fyrir íslensku bankana." Innlent Viðskipti Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Danske bank sendi í gær frá sér skýrslu þar sem dregin er upp svört mynd af íslensku efnahagslífi og spáð kreppu á þessu ári eða næsta. "Við skoðum vísbendingar sem snemma koma fram um fjármálakreppu og komumst að þeirri niðurstöðu að horfur á Íslandi séu verri á nærri öllum sviðum en voru í Taílandi fyrir kreppuna þar árið 1997 og aðeins örlítið betri en í Tyrkandi fyrir kreppuna 2001," segir í skýrslunni. Sérfræðingar greiningardeilda íslensku bankana segja Danske bank virðast vera að falla í sömu gryfju og erlendar greiningardeildir hafa áður gert með því að setja skuldir þjóðarinnar í samhengi við verga landsframleiðslu. "Í skýrslunni kemur fram nokkur vanþekking og þeir draga svakalegar ályktanir út frá haggögnum sem þeir hafa náð í án þess að huga nokkuð að því hvað þar liggur að baki," segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka og bendir á að strax í upphafi skýrslunnar sé sleginn sá varnagli að bankinn hafi ekki áður fjallað um íslenska hagkerfið. Þá sendi sendiráð Íslands í Danmörku frá sér fréttatilkynningu þar sem styrk staða íslensku bankanna er áréttuð. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist veigra sér við að kalla skrif Danske bank skýrslu eða álit. "Plaggið er óvenjulega stóryrt," segir hann og bendir á að höfundar þess segist sjálfir ekki vera sérfræðingar í aðstæðum á Íslandi. "Og þeir sýnast rísa undir þeirri fullyrðingu." Ólafur segir bankann taka augljósar staðreyndir, líkt og að hér sé þanið hagkerfi og að ákveðinn misbrestur hafi átt sér stað í efnahagsstjórn sem ekki hafi stutt nægilega peningamálastefnu Seðlabankans og leggja út á versta veg með samanburði við lönd á borð við Taíland og Tyrkland þar sem grundvallaraðstæður á borð við skipan gengismála og þróunarstig í efnahagsmálum hafi verið allar aðrar. Ólafur bendir á að spá Danske bank um 5 til 10 prósenta lækkun á hagvexti næstu tvö ár sé ekki studd neinum gögnum og gangi þvert á allar spár hér heima, til dæmis fjármálaráðuneyti og Seðlabanka. "Einnig vekur athygli að den Danske Bank virðist ekki hafa tekið eftir að Standard og Poors's hefur nýlega staðfest lánshæfiseinkunn sína fyrir Ísland með stöðugum horfum. Eins hafa Moody's og Fitch nýlega staðfest háar einkunnir sínar fyrir íslensku bankana."
Innlent Viðskipti Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira