Sameinast OMX 20. september 2006 00:01 OMX, sem rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf., sem á Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráningu Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. Formleg undirritun samkomulags um kaupin á að verða í lok október og stefnt að því að sameiningin taki gildi um áramót og íslensk fyrirtæki verði þá hluti af Norræna listanum. Hluthöfum í eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. býðst að fá nýútgefna 2,07 milljón hluti í OMX í skiptum fyrir hlut sinn, að verðmæti 2.450 milljónir króna. Að auki fá hluthafar greitt handbært fé og verðbréf í eigu Verðbréfaþings að verðmæti 570 milljónir króna. Kauphöllin og Verðbréfaskráning Íslands lúta eftir sem áður íslenskum lögum og eftirliti íslenskra yfirvalda. Þá eru kaupin meðal annars háð áreiðanleikakönnun, undirritun samnings um sameiningu, samþykki eftirlitsstofnana og samþykki aukaaðalfundar OMX. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar segir það sem snýr að skráðum fyrirtækjum, ramma um upplýsingagjöf, markaðinn og grundvallaratriði ekki breytast svo mjög þar sem þegar hafi verið samræmd viðskiptakerfi og reglur kauphallaraðila. Hann hins vegar fagnar tækifærinu til að taka þátt í frekari samþættingu verðbréfamarkaða á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum og segir þetta bæði skráðum fyrirtækjum og fjárfestum til góðs, skráð fyrirtæki verði sýnilegri og fleiri erlendir aðilar taki þátt á íslenskum markaði og auki þannig seljanleikann. Þarna liggja tækifæri og jafnframt ljóst að auðveldara ætti að vera að fá erlenda greiningaraðila til að fjalla um íslensk fyrirtæki, sem verið hefur erfitt hingað til. Þá segir Þórður sóknarfæri felast í því að auðveldara verði að fá erlenda banka og viðskiptastofnanir til að eiga viðskipti hér, auk þess sem kaup íslenskra fjárfesta erlendis verði auðveldari. Þórður segir helsta áhyggjuefnið hafa verið hvernig minni fyrirtækjum myndi reiða af og segir þau þurfa að huga vel að sínum málum. Ég held hins vegar að þau þurfi ekki að týnast í fjöldanum þótt auðvitað sé það dálítið undir þeim sjálfum komið, segir hann en fyrirtæki eru flokkuð eftir stærð í þrjá flokka. Þau fara á lista sem mjög margir horfa á, en hann er auðvitað langur. Þess vegna þurfa þau að hafa fyrir því að vekja á sér athygli. Þetta er því ákveðin áskorun fyrir þau, en alls ekki hægt að gefa sér að lífið verði þeim erfiðara, heldur tel ég þvert á móti að þarna séu aukin tækifæri fyrir þau líka. Jukku Ruuska, forstjóri kauphallararms OMX, segir félagið ánægt með að dýpka samstarfið enn frekar og bjóði þau íslenska markaðinn velkominn inn í OMX. Við erum að skapa samþættan norrænan markað til að auka viðskipti á milli Norðurlandanna og gera hann meira aðlaðandi í augum erlendra fjárfesta, segir hann. Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
OMX, sem rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf., sem á Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráningu Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. Formleg undirritun samkomulags um kaupin á að verða í lok október og stefnt að því að sameiningin taki gildi um áramót og íslensk fyrirtæki verði þá hluti af Norræna listanum. Hluthöfum í eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. býðst að fá nýútgefna 2,07 milljón hluti í OMX í skiptum fyrir hlut sinn, að verðmæti 2.450 milljónir króna. Að auki fá hluthafar greitt handbært fé og verðbréf í eigu Verðbréfaþings að verðmæti 570 milljónir króna. Kauphöllin og Verðbréfaskráning Íslands lúta eftir sem áður íslenskum lögum og eftirliti íslenskra yfirvalda. Þá eru kaupin meðal annars háð áreiðanleikakönnun, undirritun samnings um sameiningu, samþykki eftirlitsstofnana og samþykki aukaaðalfundar OMX. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar segir það sem snýr að skráðum fyrirtækjum, ramma um upplýsingagjöf, markaðinn og grundvallaratriði ekki breytast svo mjög þar sem þegar hafi verið samræmd viðskiptakerfi og reglur kauphallaraðila. Hann hins vegar fagnar tækifærinu til að taka þátt í frekari samþættingu verðbréfamarkaða á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum og segir þetta bæði skráðum fyrirtækjum og fjárfestum til góðs, skráð fyrirtæki verði sýnilegri og fleiri erlendir aðilar taki þátt á íslenskum markaði og auki þannig seljanleikann. Þarna liggja tækifæri og jafnframt ljóst að auðveldara ætti að vera að fá erlenda greiningaraðila til að fjalla um íslensk fyrirtæki, sem verið hefur erfitt hingað til. Þá segir Þórður sóknarfæri felast í því að auðveldara verði að fá erlenda banka og viðskiptastofnanir til að eiga viðskipti hér, auk þess sem kaup íslenskra fjárfesta erlendis verði auðveldari. Þórður segir helsta áhyggjuefnið hafa verið hvernig minni fyrirtækjum myndi reiða af og segir þau þurfa að huga vel að sínum málum. Ég held hins vegar að þau þurfi ekki að týnast í fjöldanum þótt auðvitað sé það dálítið undir þeim sjálfum komið, segir hann en fyrirtæki eru flokkuð eftir stærð í þrjá flokka. Þau fara á lista sem mjög margir horfa á, en hann er auðvitað langur. Þess vegna þurfa þau að hafa fyrir því að vekja á sér athygli. Þetta er því ákveðin áskorun fyrir þau, en alls ekki hægt að gefa sér að lífið verði þeim erfiðara, heldur tel ég þvert á móti að þarna séu aukin tækifæri fyrir þau líka. Jukku Ruuska, forstjóri kauphallararms OMX, segir félagið ánægt með að dýpka samstarfið enn frekar og bjóði þau íslenska markaðinn velkominn inn í OMX. Við erum að skapa samþættan norrænan markað til að auka viðskipti á milli Norðurlandanna og gera hann meira aðlaðandi í augum erlendra fjárfesta, segir hann.
Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira