Skáldkona sýknuð 22. september 2006 07:45 frá mótmælaaðgerðum fyrir utan réttarsalinn Kona heldur á tyrkneskum fánum en á jörðinni má sjá fána Evrópusambandsins með hakakross í miðjunni. MYND/AP Dómstóll í Tyrklandi var í gær ekki lengi að sýkna rithöfundinn Elif Shafak af ákæru um að í einni af skáldsögum hennar væri að finna móðgandi ummæli um Tyrki. Réttarhöldin stóðu aðeins í hálfan annan tíma og lauk með því að dómstóllinn sagði engan fót vera fyrir ákærunni. Evrópusambandið hafði varað Tyrkland við því að draga rithöfunda og blaðamenn fyrir dóm vegna skrifa þeirra. Slíkt gæti dregið úr líkum á því að Tyrkland hljóti inngöngu í Evrópusambandið. Um það bil 25 tyrkneskir þjóðernissinnar höfðu uppi mótmæli fyrir utan réttarsalinn, héldu á lofti tyrkneskum fánum ásamt bláum fána Evrópusambandsins, sem hafði verið breytt þannig að hakakross að hætti nasista var í miðju fánans. Til skammvinnra átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar að loknum réttarhöldunum. Ákæran var út af skáldsögunni Skepnan frá Istanbúl, sem Shafak skrifaði þegar hún bjó í Bandaríkjunum. Í bókinni er fjallað um alræmd fjöldamorð á Armenum sem Tyrkir frömdu snemma á 20. öld þegar Tyrkjaveldi var að líða undir lok. Armensk persóna í bókinni talar um tyrknesku slátrarana, og það voru þessi orð sem urðu tilefni til ákærunnar. Tyrkir hafa allt til þessa dags neitað að tala um morðin sem þjóðarmorð, þrátt fyrir að allt að ein og hálf milljón Armena, sem búsettir voru í austurhluta Tyrkjaveldis, hafi ýmist verið hraktir frá heimkynnum sínum eða drepnir. Sjálf gat Shafak ekki mætt til réttarhaldanna í gær, þar sem hún fæddi stúlkubarn á laugardaginn og var enn á sjúkrahúsi. Hefði hún verið dæmd fyrir ummæli sín, hefði hún getað átt von á allt að þriggja ára fangelsisdómi. Þetta er skömm, ekki bara fyrir hana heldur fyrir Tyrkland. Allt málið er fáránlegt, sagði eiginmaður hennar, Eyup Can, áður en réttarhöldin hófust. Fleiri rithöfundar og blaðamenn í Tyrklandi hafa verið dregnir fyrir dóm eða eiga yfir höfði sér réttarhöld vegna orða sinna, sem talin eru meiðandi fyrir Tyrkland eða tyrkneskt þjóðerni. Á síðasta ári felldi tyrkneskur dómstóll niður ákærur á hendur öðrum frægum rithöfundi, Orhan Pamuk, sem hafði verið ákærður fyrir ummæli sín um fjöldamorðin á Armenum. Erlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Dómstóll í Tyrklandi var í gær ekki lengi að sýkna rithöfundinn Elif Shafak af ákæru um að í einni af skáldsögum hennar væri að finna móðgandi ummæli um Tyrki. Réttarhöldin stóðu aðeins í hálfan annan tíma og lauk með því að dómstóllinn sagði engan fót vera fyrir ákærunni. Evrópusambandið hafði varað Tyrkland við því að draga rithöfunda og blaðamenn fyrir dóm vegna skrifa þeirra. Slíkt gæti dregið úr líkum á því að Tyrkland hljóti inngöngu í Evrópusambandið. Um það bil 25 tyrkneskir þjóðernissinnar höfðu uppi mótmæli fyrir utan réttarsalinn, héldu á lofti tyrkneskum fánum ásamt bláum fána Evrópusambandsins, sem hafði verið breytt þannig að hakakross að hætti nasista var í miðju fánans. Til skammvinnra átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar að loknum réttarhöldunum. Ákæran var út af skáldsögunni Skepnan frá Istanbúl, sem Shafak skrifaði þegar hún bjó í Bandaríkjunum. Í bókinni er fjallað um alræmd fjöldamorð á Armenum sem Tyrkir frömdu snemma á 20. öld þegar Tyrkjaveldi var að líða undir lok. Armensk persóna í bókinni talar um tyrknesku slátrarana, og það voru þessi orð sem urðu tilefni til ákærunnar. Tyrkir hafa allt til þessa dags neitað að tala um morðin sem þjóðarmorð, þrátt fyrir að allt að ein og hálf milljón Armena, sem búsettir voru í austurhluta Tyrkjaveldis, hafi ýmist verið hraktir frá heimkynnum sínum eða drepnir. Sjálf gat Shafak ekki mætt til réttarhaldanna í gær, þar sem hún fæddi stúlkubarn á laugardaginn og var enn á sjúkrahúsi. Hefði hún verið dæmd fyrir ummæli sín, hefði hún getað átt von á allt að þriggja ára fangelsisdómi. Þetta er skömm, ekki bara fyrir hana heldur fyrir Tyrkland. Allt málið er fáránlegt, sagði eiginmaður hennar, Eyup Can, áður en réttarhöldin hófust. Fleiri rithöfundar og blaðamenn í Tyrklandi hafa verið dregnir fyrir dóm eða eiga yfir höfði sér réttarhöld vegna orða sinna, sem talin eru meiðandi fyrir Tyrkland eða tyrkneskt þjóðerni. Á síðasta ári felldi tyrkneskur dómstóll niður ákærur á hendur öðrum frægum rithöfundi, Orhan Pamuk, sem hafði verið ákærður fyrir ummæli sín um fjöldamorðin á Armenum.
Erlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira