Nýsköpunarsjóður í útrás með Marorku 23. september 2006 00:01 Skrifað undir samning um kaup og samstarf Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs og Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, skrifa undir samkomulag um kaup Nýsköpunarsjóðs á fimmtungshlut í Marorku. MYND/GVA Nýsköpunarsjóður hefur keypt fimmtungshlut í hátæknifyrirtækinu Marorku. Fjárfesting sjóðsins er sögð styrkja stoðir fyrirtækisins og opna nýja möguleika. Með samningnum hefur fjármögnun Marorku verið tryggð fram til ársins 2010. Nýsköpunarsjóður hefur fjárfesta í hátæknifyrirtækinu Marorku ehf sem starfar á sviði orkustjórnunar og orkusparnaðar í sjávarútvegi og flutningum. Í gær var gengið frá kaupum sjóðsins á 20 prósenta hlut í fyrirtækinu. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál, en Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku segir að með samningnum sé búið að tryggja fyrirtækinu fjármögnun fram til ársins 2010. Það eru ekki uppi áform um að auka hlutafé frekar nema að komi til sérstök verkefni eða samruna sem mönnum gæti sýnst vænlegur kostur, segir hann. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Marorku bauð Nýsköpunarsjóð velkominn í lið með einu af framsæknustu fyrirtækjum landsins þegar hann kynnti kaupin og kvað mikils virði að fá jafnöflugan fjárfesti til liðs við Marorku. Á sama tíma vil ég líka starfsfólki Marorku þann árangur sem við höfum verið að ná, sagði hann. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Marorku næstu þrú til fimm árin, en fyrir hönd sjóðsins tekur Finnur Árnason sæti í stjórn Marorku. Finnbogi Jónsson, sem fyrir um viku tók við starfi framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs, lýsti yfir mikilli ánægju með aðkomu sjóðsins að fyrirtækinu og kvað sjóðinn hafa mikla trú á starfsemi Marorku. Hann segir fyrirtækið hafa alla burði til að vaxa mjög og vísaði til fyrri dæma þar tækni sem þróuð hafi verið hér heima hafi náð fótfestu í alþjóðlegri samkeppni, svo sem vaxtar Sæplasts, sem nú sé hluti af alþjóðlega risafyrirtækinu Promens, með 1.300 starfsmenn víða um heim og veltu upp á 18 milljarða króna. Við teljum Marorku hafa á að skipa mjög öflugri liðsheild sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði leiðandi í sölu á háþróuðum búnaði, segir hann. Við höfum verið að klára vöruþróun og byggja upp sölustarfsemi á mörkuðum okkar. Okkur hefur gengið mjög vel að kynna fyrirtækjum þann ávinning sem felst í kerfi okkar og markaðurinn að taka við sér, segir Dr. Jón Ágúst og bætir við að fyrir dyrum sé að efla enn frekar starfsemi Marorku og bæta við fólki. Og mjög mikilvægt er að hafa fjármagnið sem þarf til að fylgja eftir því starfi sem unnið hefur verið. Marorka er orðið alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í fimm löndum. Fyrirtækið hefur skilgreint Norður Atlantshaf sem heimamarkað sinn en skipafloti á því svæði telur yfir 5.000 skip. Orkustjórnunarkerfi Marorku er hið eina sinnar tegundar í heiminum. Það er ætlað fyrir fiskiskip og flutningaskip, en sérstaða þess felst í aðferðum sem notaðar eru til að lágmarka orkunotkun skipa. Meðal viðskiptavina Marorku eru mörg af helstu fyrirtækjum í skipaútgerð, bæði hér heima og erlendis. Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Nýsköpunarsjóður hefur keypt fimmtungshlut í hátæknifyrirtækinu Marorku. Fjárfesting sjóðsins er sögð styrkja stoðir fyrirtækisins og opna nýja möguleika. Með samningnum hefur fjármögnun Marorku verið tryggð fram til ársins 2010. Nýsköpunarsjóður hefur fjárfesta í hátæknifyrirtækinu Marorku ehf sem starfar á sviði orkustjórnunar og orkusparnaðar í sjávarútvegi og flutningum. Í gær var gengið frá kaupum sjóðsins á 20 prósenta hlut í fyrirtækinu. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál, en Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku segir að með samningnum sé búið að tryggja fyrirtækinu fjármögnun fram til ársins 2010. Það eru ekki uppi áform um að auka hlutafé frekar nema að komi til sérstök verkefni eða samruna sem mönnum gæti sýnst vænlegur kostur, segir hann. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Marorku bauð Nýsköpunarsjóð velkominn í lið með einu af framsæknustu fyrirtækjum landsins þegar hann kynnti kaupin og kvað mikils virði að fá jafnöflugan fjárfesti til liðs við Marorku. Á sama tíma vil ég líka starfsfólki Marorku þann árangur sem við höfum verið að ná, sagði hann. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Marorku næstu þrú til fimm árin, en fyrir hönd sjóðsins tekur Finnur Árnason sæti í stjórn Marorku. Finnbogi Jónsson, sem fyrir um viku tók við starfi framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs, lýsti yfir mikilli ánægju með aðkomu sjóðsins að fyrirtækinu og kvað sjóðinn hafa mikla trú á starfsemi Marorku. Hann segir fyrirtækið hafa alla burði til að vaxa mjög og vísaði til fyrri dæma þar tækni sem þróuð hafi verið hér heima hafi náð fótfestu í alþjóðlegri samkeppni, svo sem vaxtar Sæplasts, sem nú sé hluti af alþjóðlega risafyrirtækinu Promens, með 1.300 starfsmenn víða um heim og veltu upp á 18 milljarða króna. Við teljum Marorku hafa á að skipa mjög öflugri liðsheild sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði leiðandi í sölu á háþróuðum búnaði, segir hann. Við höfum verið að klára vöruþróun og byggja upp sölustarfsemi á mörkuðum okkar. Okkur hefur gengið mjög vel að kynna fyrirtækjum þann ávinning sem felst í kerfi okkar og markaðurinn að taka við sér, segir Dr. Jón Ágúst og bætir við að fyrir dyrum sé að efla enn frekar starfsemi Marorku og bæta við fólki. Og mjög mikilvægt er að hafa fjármagnið sem þarf til að fylgja eftir því starfi sem unnið hefur verið. Marorka er orðið alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í fimm löndum. Fyrirtækið hefur skilgreint Norður Atlantshaf sem heimamarkað sinn en skipafloti á því svæði telur yfir 5.000 skip. Orkustjórnunarkerfi Marorku er hið eina sinnar tegundar í heiminum. Það er ætlað fyrir fiskiskip og flutningaskip, en sérstaða þess felst í aðferðum sem notaðar eru til að lágmarka orkunotkun skipa. Meðal viðskiptavina Marorku eru mörg af helstu fyrirtækjum í skipaútgerð, bæði hér heima og erlendis.
Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira