Evra eða króna - sjónhverfingar stjórnarflokkanna 19. október 2006 05:00 Á síðastliðnum misserum hefur verið talsverð umræða um hvort rétt sé að taka upp evru í stað krónu. Sú umræða varð kröftug þegar verðgildi íslensku krónunnar hríðféll snemma á vormánuðum. Heyra mátti þá skoðun hjá ráðherrum Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á stöðu efnahagsmála að dýfan sem krónan tók væri til marks um nauðsyn þess að taka upp evru í stað krónu. Málflutningur framsóknarmanna minnti um margt á illa ræðarann sem kennir árinni. Auðvitað er sú staða sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, s.s. há verðbólga, háir vextir og viðskiptahalli, ekki krónunni að kenna heldur slakri efnahagsstjórn. Almenningur geldur fyrir slaka efnahagsstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með hæstu vöxtum í Evrópu sem þar að auki eru verðtryggðir. Háir vextir halda síðan uppi yfirverði á íslensku krónunni. Einstaka stjórnmálamaður hefur boðað að við upptöku evrunnar væri hægt að bjóða lán sem væru margfalt hagstæðari en þau sem eru í boði nú. Staðreyndin er þó sú að Ísland er langt frá því að geta uppfyllt skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Upptaka evru er skilyrt Í fyrsta lagi er Ísland ekki í Evrópusambandinu en þó svo að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu væri björninn ekki unninn. Aðrar kröfur sem settar eru fyrir upptöku evru eru þær að verðbólga sé ekki 1,5% hærri en í þeim þrem löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er hvað stöðugast og að vextir séu ekki 2% hærri en í fyrrgreindum löndum. Íslendingar eru langt frá því að uppfylla þessi skilyrði þar sem vextir hér eru þeir hæstu í Evrópu og verðbólga er enn nálægt 8% en þyrfti að vera í kringum 2,6%. Við í Frjálslynda flokknum höfum, ásamt málsmetandi hagfræðingum, metið hvaða afleiðingar það hefði fyrir efnahagslíf á Íslandi ef hægt væri að ýta öllum lagalegum og tæknilegum hindrunum til hliðar og taka upp evru. Skilyrði Í fyrsta lagi þá þyrfti að ákveða verðgildi krónunnar. Það skiptir gríðarlega miklu máli, en ef tekin væri sú afstaða að skiptin færu fram á verðgildi krónunnar á mörkuðum nú væri verið að festa í sessi það yfirverð sem er á íslensku krónunni um leið og vextir væru færðir niður um að minnsta kosti 11% í sambærilega vexti og á evrusvæðinu í einu vetfangi. Hætt er við að slíkar sviptingar verði mikill eldsmatur fyrir verðbólguna. Til lengri tíma litið er hætt við að yfirverð í gengisskráningu í krónum í skiptum fyrir evru verði einungis leiðrétt með sársaukafullum afleiðingum, t.d. samdrætti og kjaraskerðingu. Hinn kosturinn væri að verðfella krónuna í þeim (vöru)skiptum sem færu fram á evrum og krónum en hætt er við að staða íslensku bankanna yrði erfið þar sem þeir hafa verið stórtækir á erlendum lánamarkaði og við gengisfellingu krónunnar myndi staða þeirra versna verulega. Einnig má gera ráð fyrir að tekjur bankanna myndu skerðast verulega þar sem meiri samkeppni yrði á lánamarkaði og þeir hefðu ekki sjálfvirkar tekjur af gjaldeyrisviðskiptum og endurlánum af erlendu lánsfé. Það er mikil draumsýn að ætla að við það eitt að taka upp evru hverfi allur vandi sem blasir við í hagstjórninni, hverfi eins og dögg fyrir sólu. Til þess að hægt sé að hugleiða að taka upp evru þá er forsendan sú að takast á við það ójafnvægi sem ríkir í þjóðarbúskapnum. Eigum við ekki að reyna að taka hlutina í réttri röð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum misserum hefur verið talsverð umræða um hvort rétt sé að taka upp evru í stað krónu. Sú umræða varð kröftug þegar verðgildi íslensku krónunnar hríðféll snemma á vormánuðum. Heyra mátti þá skoðun hjá ráðherrum Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á stöðu efnahagsmála að dýfan sem krónan tók væri til marks um nauðsyn þess að taka upp evru í stað krónu. Málflutningur framsóknarmanna minnti um margt á illa ræðarann sem kennir árinni. Auðvitað er sú staða sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, s.s. há verðbólga, háir vextir og viðskiptahalli, ekki krónunni að kenna heldur slakri efnahagsstjórn. Almenningur geldur fyrir slaka efnahagsstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með hæstu vöxtum í Evrópu sem þar að auki eru verðtryggðir. Háir vextir halda síðan uppi yfirverði á íslensku krónunni. Einstaka stjórnmálamaður hefur boðað að við upptöku evrunnar væri hægt að bjóða lán sem væru margfalt hagstæðari en þau sem eru í boði nú. Staðreyndin er þó sú að Ísland er langt frá því að geta uppfyllt skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Upptaka evru er skilyrt Í fyrsta lagi er Ísland ekki í Evrópusambandinu en þó svo að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu væri björninn ekki unninn. Aðrar kröfur sem settar eru fyrir upptöku evru eru þær að verðbólga sé ekki 1,5% hærri en í þeim þrem löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er hvað stöðugast og að vextir séu ekki 2% hærri en í fyrrgreindum löndum. Íslendingar eru langt frá því að uppfylla þessi skilyrði þar sem vextir hér eru þeir hæstu í Evrópu og verðbólga er enn nálægt 8% en þyrfti að vera í kringum 2,6%. Við í Frjálslynda flokknum höfum, ásamt málsmetandi hagfræðingum, metið hvaða afleiðingar það hefði fyrir efnahagslíf á Íslandi ef hægt væri að ýta öllum lagalegum og tæknilegum hindrunum til hliðar og taka upp evru. Skilyrði Í fyrsta lagi þá þyrfti að ákveða verðgildi krónunnar. Það skiptir gríðarlega miklu máli, en ef tekin væri sú afstaða að skiptin færu fram á verðgildi krónunnar á mörkuðum nú væri verið að festa í sessi það yfirverð sem er á íslensku krónunni um leið og vextir væru færðir niður um að minnsta kosti 11% í sambærilega vexti og á evrusvæðinu í einu vetfangi. Hætt er við að slíkar sviptingar verði mikill eldsmatur fyrir verðbólguna. Til lengri tíma litið er hætt við að yfirverð í gengisskráningu í krónum í skiptum fyrir evru verði einungis leiðrétt með sársaukafullum afleiðingum, t.d. samdrætti og kjaraskerðingu. Hinn kosturinn væri að verðfella krónuna í þeim (vöru)skiptum sem færu fram á evrum og krónum en hætt er við að staða íslensku bankanna yrði erfið þar sem þeir hafa verið stórtækir á erlendum lánamarkaði og við gengisfellingu krónunnar myndi staða þeirra versna verulega. Einnig má gera ráð fyrir að tekjur bankanna myndu skerðast verulega þar sem meiri samkeppni yrði á lánamarkaði og þeir hefðu ekki sjálfvirkar tekjur af gjaldeyrisviðskiptum og endurlánum af erlendu lánsfé. Það er mikil draumsýn að ætla að við það eitt að taka upp evru hverfi allur vandi sem blasir við í hagstjórninni, hverfi eins og dögg fyrir sólu. Til þess að hægt sé að hugleiða að taka upp evru þá er forsendan sú að takast á við það ójafnvægi sem ríkir í þjóðarbúskapnum. Eigum við ekki að reyna að taka hlutina í réttri röð?
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun