Óttast að Tamiflu geti valdið geðsýki 28. nóvember 2006 06:15 Birgðir inflúensulyfja sem keyptar hafa verið hingað til lands vegna hættu á heimsfaraldri, til að mynda fuglaflensu, eru nær einungis Tamiflu. Tilkynnt hefur verið um alvarlegar geðrænar aukaverkanir hjá á annað hundrað börnum sem fengið hafa inflúensu-lyfið Tamiflu og eru þær hugsanlega afleiðingar af notkun þess. Tugþúsundir skammta af lyfinu hafa verið keyptir hingað til lands til að bregðast við heimsfaraldri inflúensu, til að mynda fugla-flensu. „Þetta hefur komið til skoðunar áður, en engar tilkynningar hafa borist frá ábyrgum yfirvöldum enn um að þarna sé raunveruleg tenging," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann bætir við að samkvæmt síðustu upplýsingum sem hann hafi fengið hafi þessara hugsanlegu aukaverkana gætt í Japan. Þar í landi sé lyfið mikið notað handa börnum. Hjá Landlæknisembættinu eru nú til 89 þúsund skammtar af Tamiflu, sem eiga að nægja þriðjungi þjóðarinnar ef heimsfaraldur breiðist út. „Við höfum ekki einungis keypt Tamiflu, heldur einnig lyf sem heitir Relenza til þess að hafa ekki öll eggin í einni körfu," segir Haraldur. „Við erum að kaupa um fjögur þúsund skammta af því á þessu ári og væntanlega um sextán þúsund á því næsta. Vitaskuld á alltaf að skoða upplýsingar eins og þessar af fullri alvöru, en ég hef enga staðfestingu á því að Tamiflu valdi geðrænum truflunum hjá börnum. Þetta er eitthvað sem menn hafa tekið eftir en svo getur verið að það sé mikið um geðrænar truflanir almennt. Þá þarf að athuga hvort þetta sé einungis tengt lyfinu eða hvort þetta sé eitthvað sem hægt er að búast við að gerist." Haraldur segir enn fremur að heilbrigðisyfirvöld muni fylgjast náið með þróun mála. Fullvíst sé að Tamiflu valdi ekki aukaverkunum af þessu tagi hjá fullorðnu fólki. Framleiðandi lyfsins hefur í samráði við bandarísku lyfjastofnunina FDA sent tilkynningu til lækna í Bandaríkjunum þar sem greint er frá 120 tilvikum geðrænna aukaverkana hjá börnum sem fengið hafa Tamiflu, að því er fram kemur á vefsíðu Lyfjastofnunar. Þessar upplýsingar eru einnig til skoðunar hjá heilbrigðisyfirvöldum í Evrópu. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um alvarlegar geðrænar aukaverkanir hjá á annað hundrað börnum sem fengið hafa inflúensu-lyfið Tamiflu og eru þær hugsanlega afleiðingar af notkun þess. Tugþúsundir skammta af lyfinu hafa verið keyptir hingað til lands til að bregðast við heimsfaraldri inflúensu, til að mynda fugla-flensu. „Þetta hefur komið til skoðunar áður, en engar tilkynningar hafa borist frá ábyrgum yfirvöldum enn um að þarna sé raunveruleg tenging," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann bætir við að samkvæmt síðustu upplýsingum sem hann hafi fengið hafi þessara hugsanlegu aukaverkana gætt í Japan. Þar í landi sé lyfið mikið notað handa börnum. Hjá Landlæknisembættinu eru nú til 89 þúsund skammtar af Tamiflu, sem eiga að nægja þriðjungi þjóðarinnar ef heimsfaraldur breiðist út. „Við höfum ekki einungis keypt Tamiflu, heldur einnig lyf sem heitir Relenza til þess að hafa ekki öll eggin í einni körfu," segir Haraldur. „Við erum að kaupa um fjögur þúsund skammta af því á þessu ári og væntanlega um sextán þúsund á því næsta. Vitaskuld á alltaf að skoða upplýsingar eins og þessar af fullri alvöru, en ég hef enga staðfestingu á því að Tamiflu valdi geðrænum truflunum hjá börnum. Þetta er eitthvað sem menn hafa tekið eftir en svo getur verið að það sé mikið um geðrænar truflanir almennt. Þá þarf að athuga hvort þetta sé einungis tengt lyfinu eða hvort þetta sé eitthvað sem hægt er að búast við að gerist." Haraldur segir enn fremur að heilbrigðisyfirvöld muni fylgjast náið með þróun mála. Fullvíst sé að Tamiflu valdi ekki aukaverkunum af þessu tagi hjá fullorðnu fólki. Framleiðandi lyfsins hefur í samráði við bandarísku lyfjastofnunina FDA sent tilkynningu til lækna í Bandaríkjunum þar sem greint er frá 120 tilvikum geðrænna aukaverkana hjá börnum sem fengið hafa Tamiflu, að því er fram kemur á vefsíðu Lyfjastofnunar. Þessar upplýsingar eru einnig til skoðunar hjá heilbrigðisyfirvöldum í Evrópu.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira