Sport

Sevilla í 6. sætið

Freddie Kanoute skoraði sigurmark Sevilla.
Freddie Kanoute skoraði sigurmark Sevilla.

Sevilla komst í dag í 6. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2-1 sigri á Athletic Bilbao. Freddie Kanoute, fyrrverandi leikmaður West Ham skoraði sigurmark Sevilla en vandræði Bilbao halda áfram og er liðið í fallsæti eða þriðja neðsta sæti.

Vandræði Osasuna halda áfram en eftir ævintýralega góða byrjun á tímabilinu við toppinn er liðið nú í 4. sæti með 46 stig eftir 2-0 tap fyrir Celta Vigo sem er einu stigi fyrir aftan með sigrinum. Sevilla er með 44 stig í 6. sætinu.

Barcelona er efst með 61 stig. Real Madrid er í 2. sæti með 51 stig en Valencia getur með útisigri á Malaga í kvöld komist upp fyrir Real Madrid. Þar er nú hálfleikur og staðan 0-0.

Úrslit leikja á Spáni í dag;

Celta de Vigo 2 - 0 Osasuna

Getafe 1 - 0 Real Betis

Racing Santander 0 - 0 Mallorca

Real Sociedad 1 - 3 Zaragoza

Sevilla 2 - 1 Athletic Bilbao




Fleiri fréttir

Sjá meira


×