Sport

Þróttur eitt á toppnum

Þróttur Reykjavík er eitt á toppnum í 1. deild karla í knattspyrnu þegar tveimur umferðum er lokið en annarri umferð lauk með þremur leikjum nú undir kvöldið. Þróttarar lögðu Víking Ólafsvík á útivelli, 2-3, HK vann 4-1 sigur á KA á meðan Þór Akureyri gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan.

Þróttur hefur unnið báða leiki sína og er efst með 6 stig, Fjölnir og Fram koma næst með 4 stig en HK, Leiknir R og KA eru öll með 3 stig.

Jón Þorgrímur Stefánsson nýgenginn til liðs við sitt gamla félag frá Íslandsmeisturum FH, skoraði tvö mörk fyrir HK eins og Ólafur Valdimar Júlíusson sem gerði fyrsta og síðasta mark Kópavogsliðsins. Það var hins vegar Hreinn Hringsson sem kom gestunum að norðan yfir á 33. mínútu.

Á Akureyri skoraði Ibra Jagne jöfnunarmark Þórs á lokamínútu leiksins í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni. Daníel Laxdal náði forystunni fyrir Garðbæðinga á 69. mínútu. 

Við greinum frá öðrum markaskorurum í leik Víkings og Þróttar síðar á eftir hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×