Fótbolti

Tilboði Real Madrid í Nistelrooy hafnað

Ruud Van Nistelrooy
Ruud Van Nistelrooy NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson staðfesti í kvöld að Manchester United hefði neitað kauptilboði spænska stórliðsins Real Madrid í framherjann Ruud Van Nistelrooy. Fyrr í kvöld gengu þær fréttir fjöllum hærra að framherjinn gengi í raðir Real Madrid á morgun, en nú er útlit fyrir að ekkert verði af því.

"Það liggur engin niðurstaða fyrir í máli Ruud Van Nistelrooy. Real gerði tilboð í hann en við höfum hafnað því," sagði Ferguson og greindi einnig frá því að United væri að leita sér að miðjumanni og hefði fengið nei frá Tottenham vegna tilboðs síns í Michael Carrick.

Talið er víst að Manchester United vilji fá um 15 milljónir punda fyrir Nistelrooy sem er óánægður í herbúðum félagsins, en tilboð spænska liðsins hefur eftir þessu að dæma verið eitthvað lægra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×