Ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir á slysstað 5. ágúst 2006 18:30 Mildi þykir að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki þegar Hummer jeppi skall framan á Yaris smábíl á Suðurlandsvegi við Sandskeið um klukkan tvö í dag. Í kjölfarið mynduðust langar bílalestir og óþolinmóðir ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir. Hummer jeppinn, sem ók í átt til Reykjavíkur, ók inn í vinstri hliðina á Yaris smábílnum sem kom á móti. Við áreksturinn fór vinstra framhjólið af jeppanum en hann stöðvaðist þó ekki fyrr en eftir drjúgan spöl. Smábíllinn hentist til á veginum og rakst saman við tvo fólksbíla sem óku á eftir honum. Í smábílnum voru hjón með barn og voru þau öll flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis eru þau þó ekki alvarlega slösuð. Sömu sögu er að segja um fullorðna konu sem ók öðrum fólksbílnum. Alls voru sjö manns í bílunum fjórum og mikil mildi má þykja að ekki fór verr. Bílarnir eru mikið skemmdir og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr Yarisnum. Loka þurfti Suðurlandsvegi í rúma klukkustund og urðu við það miklar tafir á umferð. Flestir tóku biðinni með stillingu, sumir fóru út með hundinn sinn eða lásu blaðið en nokkrir sneru einfaldlega við og héldu aftur í bæinn. Lögreglu fannst ökumenn þó ekki sýna næga biðlund og tillitsemi, en margir reyndu að taka fram úr án þess að nokkur árangur af því væri sýnilegur. Fjórir dráttarbílar voru sendir á slysstað en þeim gekk erfiðlega að komast í gegnum umferðarteppuna því ökumenn voru síður en svo greiðviknir. Því tók lengri tíma en hefði þurft að fjarlægja bílana af veginum og greiða fyrir umferð. Fréttir Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Mildi þykir að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki þegar Hummer jeppi skall framan á Yaris smábíl á Suðurlandsvegi við Sandskeið um klukkan tvö í dag. Í kjölfarið mynduðust langar bílalestir og óþolinmóðir ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir. Hummer jeppinn, sem ók í átt til Reykjavíkur, ók inn í vinstri hliðina á Yaris smábílnum sem kom á móti. Við áreksturinn fór vinstra framhjólið af jeppanum en hann stöðvaðist þó ekki fyrr en eftir drjúgan spöl. Smábíllinn hentist til á veginum og rakst saman við tvo fólksbíla sem óku á eftir honum. Í smábílnum voru hjón með barn og voru þau öll flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis eru þau þó ekki alvarlega slösuð. Sömu sögu er að segja um fullorðna konu sem ók öðrum fólksbílnum. Alls voru sjö manns í bílunum fjórum og mikil mildi má þykja að ekki fór verr. Bílarnir eru mikið skemmdir og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr Yarisnum. Loka þurfti Suðurlandsvegi í rúma klukkustund og urðu við það miklar tafir á umferð. Flestir tóku biðinni með stillingu, sumir fóru út með hundinn sinn eða lásu blaðið en nokkrir sneru einfaldlega við og héldu aftur í bæinn. Lögreglu fannst ökumenn þó ekki sýna næga biðlund og tillitsemi, en margir reyndu að taka fram úr án þess að nokkur árangur af því væri sýnilegur. Fjórir dráttarbílar voru sendir á slysstað en þeim gekk erfiðlega að komast í gegnum umferðarteppuna því ökumenn voru síður en svo greiðviknir. Því tók lengri tíma en hefði þurft að fjarlægja bílana af veginum og greiða fyrir umferð.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira