Sport

Hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna

Valsstúlkur eru Íslandsmeistarar, en segja má að skugga hafi verið brugðið á sigurhátíð liðsins í dag
Valsstúlkur eru Íslandsmeistarar, en segja má að skugga hafi verið brugðið á sigurhátíð liðsins í dag

Kvennalið Vals er nú formlega orðið Íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu, en ekki er hægt að segja að liðið hafi fengið tækifæri til að ljúka keppni með tilþrifum því lið FH mætti aðeins með 6 leikmenn til leiks á Valbjarnarvöll og því var Valsliðinu dæmdur sigur án þess að flautað væri til leiks. Þjálfari Vals kallar atvikið hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna.

Valur er því Íslandsmeistari og FH liðið er fallið - og það með litlum sóma. FH-ingar gefa þá skýringu að mikil meiðsli hafi orðið til þess að liðið gat ekki mætt til leiks í dag. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, sagði þessa uppákomu ekki aðeins hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna, heldur einnig fyrir FH, sem varla gæti talið sig knattspyrnustórveldi eftir þessa uppákomu.

Rætt verður við þjálfara Vals vegna málsins í kvöldfréttum NFS klukkan 18:12, en Þorsteinn Gunnarsson íþróttafréttamaður hitti hana að máli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×