Birgir Tjörvi á villigötum 9. september 2006 17:31 Birgir Tjörvi Pétursson geystist fram á ritvöllinn nýlega og ræddi þróunaraðstoð (“Þróunaraðstoð á villigötum”, Fréttablaðið 9/9). Hann vitnar fjálglega í skýrslu einhvers Williams Easterly sem á að sanna að þróunaraðstoð sé af hinu illa. Markaðsfrelsi bjargi málunum, stuðli að efnahagsþróun fátækra ríkja. Birgi Tjörva finnst furðulegt að menn hafi ekki enn séð þetta skæra frjálshyggjuljós, af einhverjum dularfullum ástæðum trúi sumir enn því að frjáls markaður sé ekki leiðin til fullsælu fátækra ríkja. Kannski er ástæðan einfaldlega sú að veruleikinn er aðeins flóknari en fínu frjálshyggjulíkönin. Þau hæfa best draumaheimi, ekki raunveruleikanum napra. Jeffrey Sachs, sem tímaritið Time telur áhrifamesta hagfræðing vorra tíma, telur þróunarðstoð bráðnauðsynlega. Til dæmis geti vestræn ríki aðstoðað Afríku við að kveða niður malaaríufaraldra en með því móti megi stórefla efnahaginn á þessum suðlægu slóðum. Annar heimsfrægur hagfræðingur, nóbelshafinn Amyarta Sen er ekki ýkja uppveðraður yfir frjálshyggjunni. Hann segir að í Keralafylkinu indverska séu menn betur menntaðir, skæddir og fæddir en annars staðar í þessu mikla ríki og það þótt kommúnistar sem fylkinu stjórna hafi komið þar á hálfsósíalísku hagkerfi. Annar nóbelshafi í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir að chilenska tilraunin með frjálshyggju að hætti Chicagoskólans hafi misheppnast. Chile hafi fyrst farið að ganga vel efnahagslega þegar komið var á stýrðu markaðskerfi. Bæta má við að slíkt blandað hagkerfi hefur reynst afarvel víða í þróunarríkjunum. Til dæmis iðnvæddist Suður-Kórea hraðar en nokkuð annað land í sögunni en ríkið þar er mjög umsvifamikið á efnahagsviðinu þar, neyddi meðal annars einkafyrirtæki til að sameinast í risastórar samsteypur, svonefndar chabols. Kína hefur enn eins konar áætlunarkerfi í blandi við markaðshagkerfi og hefur þetta blandaða hagkerfi lyft 400.000.000 manna frá örbirgð til bjargálna. Geri aðrir betur! Fyrir tæpum áratug varð alvarleg fjármálakreppa í Austur-Asíu og Suður-Ameríku. Er skemmst frá því að segja að Austur-Asíuríkin sem gáfu “ráðum” frjálshyggjuhag-“fræðinga” langt nef fóru miklu betur út úr kreppunni en Suður-Ameríkuríkin sem fóru eftir frjálshyggjuhandbókinni. Í lok greinarinnar flytur Birgir Tjörvi hina séríslensku lofgerðarrullu um hinn frjálsa markað. Ekki eitt orð um að hagfræðingar á borð við Stiglitz segja að markaðurinn geti einfaldlega aldrei orðið fyllilega frjáls. Ekki eitt orð um Nýja Sjáland en hagfræðingurinn John Kay segir að hinn róttæka frjálshyggjutilraun Nýsjálendingar hafi stórskaðað efnahagslífið. Ekki eitt einasta orð um þá staðreynd að hagvöxtur var meiri á Vesturlöndum á tímaskeiði ríkisafskipta(1945-1980) en á blómaskeiði frjálshyggjunnar. Ekki bofs um efnahagsvanþróun Bandaríkjanna en hagfræðingar á borð við Paul Krugman segja að meðalkani þéni nú minna á unna klukkustund en fyrir aldarfjórðungi, fyrir daga markaðsvæðingarinnar. Hvernig ætlar Birgir Tjörvi og þessi Rannsóknarmiðstöð hans að skýra þessar staðreyndir? Höfundur er prófessor í heimspeki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Birgir Tjörvi Pétursson geystist fram á ritvöllinn nýlega og ræddi þróunaraðstoð (“Þróunaraðstoð á villigötum”, Fréttablaðið 9/9). Hann vitnar fjálglega í skýrslu einhvers Williams Easterly sem á að sanna að þróunaraðstoð sé af hinu illa. Markaðsfrelsi bjargi málunum, stuðli að efnahagsþróun fátækra ríkja. Birgi Tjörva finnst furðulegt að menn hafi ekki enn séð þetta skæra frjálshyggjuljós, af einhverjum dularfullum ástæðum trúi sumir enn því að frjáls markaður sé ekki leiðin til fullsælu fátækra ríkja. Kannski er ástæðan einfaldlega sú að veruleikinn er aðeins flóknari en fínu frjálshyggjulíkönin. Þau hæfa best draumaheimi, ekki raunveruleikanum napra. Jeffrey Sachs, sem tímaritið Time telur áhrifamesta hagfræðing vorra tíma, telur þróunarðstoð bráðnauðsynlega. Til dæmis geti vestræn ríki aðstoðað Afríku við að kveða niður malaaríufaraldra en með því móti megi stórefla efnahaginn á þessum suðlægu slóðum. Annar heimsfrægur hagfræðingur, nóbelshafinn Amyarta Sen er ekki ýkja uppveðraður yfir frjálshyggjunni. Hann segir að í Keralafylkinu indverska séu menn betur menntaðir, skæddir og fæddir en annars staðar í þessu mikla ríki og það þótt kommúnistar sem fylkinu stjórna hafi komið þar á hálfsósíalísku hagkerfi. Annar nóbelshafi í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir að chilenska tilraunin með frjálshyggju að hætti Chicagoskólans hafi misheppnast. Chile hafi fyrst farið að ganga vel efnahagslega þegar komið var á stýrðu markaðskerfi. Bæta má við að slíkt blandað hagkerfi hefur reynst afarvel víða í þróunarríkjunum. Til dæmis iðnvæddist Suður-Kórea hraðar en nokkuð annað land í sögunni en ríkið þar er mjög umsvifamikið á efnahagsviðinu þar, neyddi meðal annars einkafyrirtæki til að sameinast í risastórar samsteypur, svonefndar chabols. Kína hefur enn eins konar áætlunarkerfi í blandi við markaðshagkerfi og hefur þetta blandaða hagkerfi lyft 400.000.000 manna frá örbirgð til bjargálna. Geri aðrir betur! Fyrir tæpum áratug varð alvarleg fjármálakreppa í Austur-Asíu og Suður-Ameríku. Er skemmst frá því að segja að Austur-Asíuríkin sem gáfu “ráðum” frjálshyggjuhag-“fræðinga” langt nef fóru miklu betur út úr kreppunni en Suður-Ameríkuríkin sem fóru eftir frjálshyggjuhandbókinni. Í lok greinarinnar flytur Birgir Tjörvi hina séríslensku lofgerðarrullu um hinn frjálsa markað. Ekki eitt orð um að hagfræðingar á borð við Stiglitz segja að markaðurinn geti einfaldlega aldrei orðið fyllilega frjáls. Ekki eitt orð um Nýja Sjáland en hagfræðingurinn John Kay segir að hinn róttæka frjálshyggjutilraun Nýsjálendingar hafi stórskaðað efnahagslífið. Ekki eitt einasta orð um þá staðreynd að hagvöxtur var meiri á Vesturlöndum á tímaskeiði ríkisafskipta(1945-1980) en á blómaskeiði frjálshyggjunnar. Ekki bofs um efnahagsvanþróun Bandaríkjanna en hagfræðingar á borð við Paul Krugman segja að meðalkani þéni nú minna á unna klukkustund en fyrir aldarfjórðungi, fyrir daga markaðsvæðingarinnar. Hvernig ætlar Birgir Tjörvi og þessi Rannsóknarmiðstöð hans að skýra þessar staðreyndir? Höfundur er prófessor í heimspeki
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun