Innlent

Glitnir opnar skrifstofu í Shanghai

MYND/Heiða

Glitnir opnaði í dag skrifstofu í Shanghai í Kína sem hefur það hlutverk að veita almenna fjármálaþjónustu á áherslusviðum bankans á alþjóðavettvangi en það eru meðal annars matvælaiðnaður, sjávarútvegur, sjálfbær orkuframleiðsla og skipaiðnaður.

Glitnir tekur nú þegar þátt í jarðvarmaverkefni í Kína í gegnum fyrirtækið Enex Kína en fyrsti áfangi hitaveitu í borginni Xian Yang í Kína var tekinn í notkun í fyrradag.

Stjórnun skrifstofu Glitnis verður í höndum Kínverjans Jiang Zhu en hann hefur starfað innan banka- og fjármálageirans í Kína í 12 ár. Meðal þeirra sem viðstaddir voru opnun skrifstofunnar í dag voru Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×