Í dag var dregið í 32-liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Enska liðið Tottenham mætir hollenska liðinu Feyenoord í næstu umferð, en þessi lið léku til úrslita í keppninni árið 1974 og þá hafði hollenska liðið betur. Leikið verður heima og úti og leikirnir verða háðir 14. og 22. febrúar. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið lentu saman.
Zulte Waregem - Newcastle
Braga - Parma
Lens - Panaþinaikos
Leverkusen - Blackburn
H. Tel Aviv - Glasgow Rangers
Livorno - Espanol
Feyenoord - Tottenham
Fenerbahce - AZ Alkmaar
Werder Bremen - Ajax
Spartak Moskva - Celta Vigo
CSKA Moskva - M. Haifa
AEK Aþenu - PSG
Benfica - Dinamo Búkarest
Steaua Búkarest - Sevilla
Shakhtar Donetsk - Nancy
Bordeaux - Osasuna