Fyrstu 28 daga í desember hefur aðeins verið tilkynnt um 21 kertabruna til tryggingafélaga en sambærileg tala yfir sama tímabil í fyrra var mikið hærri, eða 131 tilvik.
Þetta kom fram í tilkynningu frá tryggingafélögunum en þau báðu fólk jafnframt að hafa varann á um áramótin en það er einhver hættulegasti tími ársins og þá sérstaklega vegna óvarkárni í umgengi um flugelda.