Lagabreyting rökstudd með lögbrotum 29. desember 2006 18:30 Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi breytti lögum um áramót, meðal annnars vegna þessa, er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann. Þegar Alþingi afgreiddi fyrir jól lagabálk um breytingu á lögum um tekjuskatt beindust augu allra að breytingum sem snéru að einstaklingum. Engin umræða varð um fyrstu grein frumvarpsins - enda sakleysisleg málsgrein sem virtist enga sérstaka þýðingu hafa. En það eru miklir hagsmunir að baki. Til þessa hafa sem sagt verið í gildi lög sem segja að þegar flugfélög leigja flugvélar erlendis frá beri þeim að borga 15% skatt af leigunni. Eignarhald á flugvélum íslensku flugfélaganna hefur smám saman verið fært til erlendra félaga. Til dæmis eru flugvélar Icelandair í eigu fyrirtækja skráð á Cayman eyjum og í Ástralíu. Það voru því mikil leiguviðskipti þarna milli landa og nokkuð víst að ef menn hefðu farið að lögum ættu flugfélögin að hafa borgað hundruð milljónir króna í ríkissjóð. En það var ekki gert. Nú þegar Árni Matthiesen, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu um að fella þennan skatt niður sagði hann að breytingin skipti engu máli fyrir ríkissjóð - þessi skattur hefði engu skilað. Sama röksemd er sett fram sem röksemd í athugasemd með frumvarpinu. Tillaga um þessa brfeytingu er unnin í fjármálaráðuneytinu og kemur svo til efnahags- og viðskiptanefndar. Pétur Blöndal formaður hennar staðfestir að þessi grein hafi ekki fengið mikla umræðu - þetta hafi verið kynnt nefndinni sem tæknileg breyting. Hann telur þó að breytingin hafi verið réttmæt og telur að skatturinn hafi verið óréttmætur. Hann telur einnig að nauðsynlegt hafi verið að breyta lögunum því annars væri hætta á að hluti flugrekstrarins flyttist úr landi. Aðspurður hvort hann teldi að í þessu fælist þau skilaboð til skattsvikara að löggjafinn myndi aðlaga lög að þeirra undanskotum sagðist hann ekki telja þarna skattsvik á ferðinni. Fréttastofa hefur heimildir fyirir því að a.m.k. talsmenn Icelandair hafi haft fulla vitneskju um að þeim væri skylt að borga þennan skatt, enda verið í viðræðum við Fjármálaráðuneytið um að fá þennan skatt felldan niður. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að allavega fulltrúar Icelandair hafi verið í við Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi breytti lögum um áramót, meðal annnars vegna þessa, er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann. Þegar Alþingi afgreiddi fyrir jól lagabálk um breytingu á lögum um tekjuskatt beindust augu allra að breytingum sem snéru að einstaklingum. Engin umræða varð um fyrstu grein frumvarpsins - enda sakleysisleg málsgrein sem virtist enga sérstaka þýðingu hafa. En það eru miklir hagsmunir að baki. Til þessa hafa sem sagt verið í gildi lög sem segja að þegar flugfélög leigja flugvélar erlendis frá beri þeim að borga 15% skatt af leigunni. Eignarhald á flugvélum íslensku flugfélaganna hefur smám saman verið fært til erlendra félaga. Til dæmis eru flugvélar Icelandair í eigu fyrirtækja skráð á Cayman eyjum og í Ástralíu. Það voru því mikil leiguviðskipti þarna milli landa og nokkuð víst að ef menn hefðu farið að lögum ættu flugfélögin að hafa borgað hundruð milljónir króna í ríkissjóð. En það var ekki gert. Nú þegar Árni Matthiesen, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu um að fella þennan skatt niður sagði hann að breytingin skipti engu máli fyrir ríkissjóð - þessi skattur hefði engu skilað. Sama röksemd er sett fram sem röksemd í athugasemd með frumvarpinu. Tillaga um þessa brfeytingu er unnin í fjármálaráðuneytinu og kemur svo til efnahags- og viðskiptanefndar. Pétur Blöndal formaður hennar staðfestir að þessi grein hafi ekki fengið mikla umræðu - þetta hafi verið kynnt nefndinni sem tæknileg breyting. Hann telur þó að breytingin hafi verið réttmæt og telur að skatturinn hafi verið óréttmætur. Hann telur einnig að nauðsynlegt hafi verið að breyta lögunum því annars væri hætta á að hluti flugrekstrarins flyttist úr landi. Aðspurður hvort hann teldi að í þessu fælist þau skilaboð til skattsvikara að löggjafinn myndi aðlaga lög að þeirra undanskotum sagðist hann ekki telja þarna skattsvik á ferðinni. Fréttastofa hefur heimildir fyirir því að a.m.k. talsmenn Icelandair hafi haft fulla vitneskju um að þeim væri skylt að borga þennan skatt, enda verið í viðræðum við Fjármálaráðuneytið um að fá þennan skatt felldan niður. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að allavega fulltrúar Icelandair hafi verið í við
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira