Hefjum merkið á loft Guðni Ágústsson skrifar 20. janúar 2007 00:01 Framsóknarflokkurinn getur borið höfuðið hátt eftir störf sín í ríkisstjórn undanfarin 12 ár. Þegar við settumst í ríkisstjórn voru hér 12-14.000 manns án atvinnu, fjöldi manna var að missa heimili sín. Margir leituðu til annarra landa eftir atvinnu. Nú er þannig um að litast í þjóðfélaginu að hér er bjartsýni og uppgangur á öllum sviðum, allir hafa atvinnu og við höfum þurft að kalla til 12.-14.000 erlenda verkamenn að taka þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem hér fer fram. Þjóðin veit að ríkisstjórnin hefur unnið gott starf í hennar þágu. Ný skoðanakönnun Capacent sýnir að 33% landsmanna segjast sannfærðir um að lífskjör þeirra muni batna á þessu ári frá því sem verið hefur. Sá árangur sem náðst hefur í þessu ríkisstjórnarsamstarfi í atvinnumálum og efnahagsmálum er engin tilviljun. Hann á sér meðal annars skýringu í grundvallaráherslum Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn á sér gríðarlega merka sögu, sem er nátengd framfarasókn íslensku þjóðarinnar á öllum sviðum í 90 ár. Við stofnun flokksins var íslenska þjóðin ein sú fátækasta í álfunni, nú er hún ein hin efnaðasta og lífskjör hér eru öðrum þjóðum öfundarefni. Í sögu sinni hefur Framsóknarflokkurinn átt þátt í framgangi allra stærstu hagsmunamála íslensku þjóðarnnar. Það er staðreynd, sem ekki fer hátt í umræðunni í samtímanum, að Framsóknarflokkurinn hefur ávallt verið í fremstu röð í baráttu fyrir umhverfis- og náttúruvernd í íslenskum stjórnmálum, allt frá dögum Eysteins Jónssonar. Ást og virðing fyrir landinu og náttúru þess er og verið meginstoð í stefnu Framsóknarflokksins, undir okkar stjórn er nú unnið að stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu á Vatnajökulssvæðinu og undir okkar stjórn er nú leitað sáttar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Íslenskt samfélag á að vera gott samfélag. Við eigum mörg verk óunnin. Við eigum að leggja af mörkum til heilbrigðismála og menntamála. Áfangi á þeirri leið er sá samningur sem nýlega var gerður og kveður á um að 27 milljörðum króna verði varið í leiðréttingar og kjarabætur til aldraðra á næstu árum. Sá samningur er lýsandi fyrir áherslur framsóknarmanna. Við viljum standa þannig að verki að stækka kökuna með öflugu atvinnulífi og tryggja síðan að afraksturinn skili sér til allra landsmanna, ekki síst þeirra sem búa við lökust kjörin. Í dag, laugardag, göngum við til prófkjörs framsóknarmenn í Suðurkjördæmi. Þátttaka er heimil öllum þeim sem skráðir eru í flokksfélögin í kjördæminu. Nýir félagar geta gengið til liðs við flokkinn á kjörstað. Ég hvet alla framsóknarmenn í kjördæminu til þátttöku í prófkjörinu. Ég býð mig þar fram til forystu og sækist eftir endurnýjuðu umboði í 1. sæti framboðslistans. Ég heiti á framsóknarmenn að taka höndum saman um að hefja merki flokksins hátt á loft í þeirri baráttu sem framundan er vegna alþingiskosninganna 12. maí í vor. Höfundur er landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn getur borið höfuðið hátt eftir störf sín í ríkisstjórn undanfarin 12 ár. Þegar við settumst í ríkisstjórn voru hér 12-14.000 manns án atvinnu, fjöldi manna var að missa heimili sín. Margir leituðu til annarra landa eftir atvinnu. Nú er þannig um að litast í þjóðfélaginu að hér er bjartsýni og uppgangur á öllum sviðum, allir hafa atvinnu og við höfum þurft að kalla til 12.-14.000 erlenda verkamenn að taka þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem hér fer fram. Þjóðin veit að ríkisstjórnin hefur unnið gott starf í hennar þágu. Ný skoðanakönnun Capacent sýnir að 33% landsmanna segjast sannfærðir um að lífskjör þeirra muni batna á þessu ári frá því sem verið hefur. Sá árangur sem náðst hefur í þessu ríkisstjórnarsamstarfi í atvinnumálum og efnahagsmálum er engin tilviljun. Hann á sér meðal annars skýringu í grundvallaráherslum Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn á sér gríðarlega merka sögu, sem er nátengd framfarasókn íslensku þjóðarinnar á öllum sviðum í 90 ár. Við stofnun flokksins var íslenska þjóðin ein sú fátækasta í álfunni, nú er hún ein hin efnaðasta og lífskjör hér eru öðrum þjóðum öfundarefni. Í sögu sinni hefur Framsóknarflokkurinn átt þátt í framgangi allra stærstu hagsmunamála íslensku þjóðarnnar. Það er staðreynd, sem ekki fer hátt í umræðunni í samtímanum, að Framsóknarflokkurinn hefur ávallt verið í fremstu röð í baráttu fyrir umhverfis- og náttúruvernd í íslenskum stjórnmálum, allt frá dögum Eysteins Jónssonar. Ást og virðing fyrir landinu og náttúru þess er og verið meginstoð í stefnu Framsóknarflokksins, undir okkar stjórn er nú unnið að stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu á Vatnajökulssvæðinu og undir okkar stjórn er nú leitað sáttar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Íslenskt samfélag á að vera gott samfélag. Við eigum mörg verk óunnin. Við eigum að leggja af mörkum til heilbrigðismála og menntamála. Áfangi á þeirri leið er sá samningur sem nýlega var gerður og kveður á um að 27 milljörðum króna verði varið í leiðréttingar og kjarabætur til aldraðra á næstu árum. Sá samningur er lýsandi fyrir áherslur framsóknarmanna. Við viljum standa þannig að verki að stækka kökuna með öflugu atvinnulífi og tryggja síðan að afraksturinn skili sér til allra landsmanna, ekki síst þeirra sem búa við lökust kjörin. Í dag, laugardag, göngum við til prófkjörs framsóknarmenn í Suðurkjördæmi. Þátttaka er heimil öllum þeim sem skráðir eru í flokksfélögin í kjördæminu. Nýir félagar geta gengið til liðs við flokkinn á kjörstað. Ég hvet alla framsóknarmenn í kjördæminu til þátttöku í prófkjörinu. Ég býð mig þar fram til forystu og sækist eftir endurnýjuðu umboði í 1. sæti framboðslistans. Ég heiti á framsóknarmenn að taka höndum saman um að hefja merki flokksins hátt á loft í þeirri baráttu sem framundan er vegna alþingiskosninganna 12. maí í vor. Höfundur er landbúnaðarráðherra.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar