Ljós í myrkrinu 6. mars 2007 06:00 Nýlega undirritaðir samningar við sauðfjárbændur vekja hjá mér stöðugt meiri undrun. Hvers vegna í ósköpunum er þetta látið yfir okkur ganga, að halda uppi hópi atvinnurekenda? Hvað er að þingmönnum? Og hvað er að fólkinu í landinu sem lætur sífellt valta yfir sig með sköttum til að hygla að útvöldum? 1. Ég mótmæli því að ríkið sé að reka fjárhús jafnt sem fjós. Með fjárhúsrekstri stuðlar ríkið þar með líka að áframhaldandi ofbeit á mörgum stöðum sem löngu ætti að vera búið að friða. 2. Ég mótmæli því að ríkið hlaupi undir bagga og borgi fjárupphæðir til þeirra sem hyggjast hefja búskap, hvort sem það eru nú einhverjir ofurhugar af mölinni eða börn bænda að kaupa af foreldrum sínum. Því í ósköpunum á ríkið að vera með puttana í því? Hvers vegna getur þetta fólk ekki notað bankakerfið eins og aðrir sem hefja einhvern rekstur? Hvað um hin systkinin á bænum? Á ríkið kannski að kaupa einhvern rekstur fyrir þau líka? Eða á bara að gera upp á milli þeirra? 3. Ég mótmæli líka því að hygla svona að sjálfstæðum atvinnurekendum sem ættu að sjálfsögðu að vera í innbyrðis bullandi samkeppni eins og aðrir atvinnurekendur. Með því að borga svona með þessu fólki erum við að auka verðgildi eigna þeirra, því það er staðreynd að þessir menn eru margfaldir millar og ekki versnar það ef þeir selja. Hvers vegna að borga með milljónamæringum? Það er bara ekki glóra í þessu. Þetta eru ríkustu menn á Íslandi í dag, fyrir utan stóru toppana. Nú geta bændur bara séð um sig sjálfir og það vilja þeir. En það eru menn eins og Einar Oddur Kristjánsson sem vilja hafa vit fyrir þeim. „Bannað að hafa samkeppni á kjötmarkaði. Þessi má framleiða svona mikið og þessi svona mikið. Passið ykkur bara á því að fara ekki fram úr því sem við höfum ákveðið. Því annars gæti kjötverð LÆKKAÐ og það má alls ekki. Enga samkeppni takk, bara framleiðslusamráð. Höldum okkur við útflutningsskylduna því annars gæti flætt of mikið kjöt inn á innlendan markað og ekkert nema hræðileg verðlækkun í sjónmáli“. Var ekki annars verið að telja okkur trú um það í allt sumar að það vantaði kjöt á innlenda markaðinn, svona svo við yrðum duglegri að hamstra á grillið? En það er ljós í myrkrinu því nú hefur ríkið viðurkennt að það sé úrelt fyrirkomulag að það sé að ákveða hvað hver atvinnurekandi má flytja út og hvað ekki. Útflutningsskyldan verður felld úr gildi á samningstímabilinu. Húrra! En hvað er að þingmönnum okkar? Til hvers eru þeir á þingi? Bara fyrir bændur? Nei, mér dettur það stundum í hug. Allir svo rosalega góðir, hugsa allir eins og hafa enga sjálfstæða skoðun á landbúnaðarmálum. Hvað þá að þeir hafi hina minnstu hugmynd um ástand gróðurs. Allir að „bjarga“ landsbyggðinni með aulalegum peningagjöfum, til að viðhalda ofbeit og kalla það að tryggja búsetu. Sama tuggan ár eftir ár. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega undirritaðir samningar við sauðfjárbændur vekja hjá mér stöðugt meiri undrun. Hvers vegna í ósköpunum er þetta látið yfir okkur ganga, að halda uppi hópi atvinnurekenda? Hvað er að þingmönnum? Og hvað er að fólkinu í landinu sem lætur sífellt valta yfir sig með sköttum til að hygla að útvöldum? 1. Ég mótmæli því að ríkið sé að reka fjárhús jafnt sem fjós. Með fjárhúsrekstri stuðlar ríkið þar með líka að áframhaldandi ofbeit á mörgum stöðum sem löngu ætti að vera búið að friða. 2. Ég mótmæli því að ríkið hlaupi undir bagga og borgi fjárupphæðir til þeirra sem hyggjast hefja búskap, hvort sem það eru nú einhverjir ofurhugar af mölinni eða börn bænda að kaupa af foreldrum sínum. Því í ósköpunum á ríkið að vera með puttana í því? Hvers vegna getur þetta fólk ekki notað bankakerfið eins og aðrir sem hefja einhvern rekstur? Hvað um hin systkinin á bænum? Á ríkið kannski að kaupa einhvern rekstur fyrir þau líka? Eða á bara að gera upp á milli þeirra? 3. Ég mótmæli líka því að hygla svona að sjálfstæðum atvinnurekendum sem ættu að sjálfsögðu að vera í innbyrðis bullandi samkeppni eins og aðrir atvinnurekendur. Með því að borga svona með þessu fólki erum við að auka verðgildi eigna þeirra, því það er staðreynd að þessir menn eru margfaldir millar og ekki versnar það ef þeir selja. Hvers vegna að borga með milljónamæringum? Það er bara ekki glóra í þessu. Þetta eru ríkustu menn á Íslandi í dag, fyrir utan stóru toppana. Nú geta bændur bara séð um sig sjálfir og það vilja þeir. En það eru menn eins og Einar Oddur Kristjánsson sem vilja hafa vit fyrir þeim. „Bannað að hafa samkeppni á kjötmarkaði. Þessi má framleiða svona mikið og þessi svona mikið. Passið ykkur bara á því að fara ekki fram úr því sem við höfum ákveðið. Því annars gæti kjötverð LÆKKAÐ og það má alls ekki. Enga samkeppni takk, bara framleiðslusamráð. Höldum okkur við útflutningsskylduna því annars gæti flætt of mikið kjöt inn á innlendan markað og ekkert nema hræðileg verðlækkun í sjónmáli“. Var ekki annars verið að telja okkur trú um það í allt sumar að það vantaði kjöt á innlenda markaðinn, svona svo við yrðum duglegri að hamstra á grillið? En það er ljós í myrkrinu því nú hefur ríkið viðurkennt að það sé úrelt fyrirkomulag að það sé að ákveða hvað hver atvinnurekandi má flytja út og hvað ekki. Útflutningsskyldan verður felld úr gildi á samningstímabilinu. Húrra! En hvað er að þingmönnum okkar? Til hvers eru þeir á þingi? Bara fyrir bændur? Nei, mér dettur það stundum í hug. Allir svo rosalega góðir, hugsa allir eins og hafa enga sjálfstæða skoðun á landbúnaðarmálum. Hvað þá að þeir hafi hina minnstu hugmynd um ástand gróðurs. Allir að „bjarga“ landsbyggðinni með aulalegum peningagjöfum, til að viðhalda ofbeit og kalla það að tryggja búsetu. Sama tuggan ár eftir ár. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar