Pottþétt við mætum ÍS 31. mars 2007 10:30 Hildur Sigurðardóttir skorar hér góða körfu fyrir Grindavík en það dugði ekki til gegn Keflavík í gær. MYND/víkurfréttir körfubolti Keflavík er komið í lokaúrslit Iceland Express deild kvenna eftir 91-76 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna og þar með 3-1 sigur í einvíginu. Þetta er fimmta árið í röð og níunda skiptið á 11 árum sem Keflavík spilar til úrslita. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða ÍS í úrslitunum en það ræðst í oddaleik í Hafnarfirði í dag hvort liðið það verður. Grindavík tefldi fram nýjum bandaríkjamanni í leiknum, Monicu Diamond, en hún var ekki öfundsverð að ná bara einni æfingu með liðinu. Diamond var engin Tamara Bowie en skoraði þó 17 stig. Keflavíkurliðið var með frumkvæðið í leiknum eftir að 18-3 sprettur kom þeim í 27-15 í fyrsta leikhlutanum en Grindavík gafst aldrei upp og átti nokkra góða spretti. “Það er erfitt að sætta sig við það þegar leikmaður ákveður að fara í miðri úrslitakeppni, segist vera að með veika frænku, en síðan heyrir maður þær sögur að hún sé á leiðinni í WNBA-körfuboltabúðir á sunnudaginn,” sagði Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur um brotthvarf Tamöru Bowie sem stakk af fyrir leikinn. “Veturinn var nokkuð góður, við erum að fylgja þriggja ára plani. Við erum að ná að móta liðið saman og þetta er flott lið. Miðað við aðstæður þá er ég mjög stoltur af mínu liði. Við gerðum okkar besta en þetta er það lið sem menn ættu að fylgjast með í framtíðinni svo framanlega sem að þessi hópur haldi áfram saman og að vinna þessa vinnu sem hann hefur verið að gera í vetur,” bætti Unndór við. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur var sáttur með sínar stelpur. “Þetta er það sem við stefnum að allan veturinn. Það að þær misstu útlendinginn sinn lagði grunninn að þessum sigri. Ég er með rosalega gott lið og get spilað á mörgum mönnum og það skiptir öllu í svona seríu,” sagði Jón Halldór og hann er viss um hvoru liðinu hann mætir í úrslitum. “ÍS, það er pottþrétt,” sagði Jón Halldór að lokum. - óój Stig Grindavíkur: Hildur Sigurðardóttir 22 (11 frák., 5 stolnir), Monica Diamond 17, Petrúnella Skúladóttir 12 (10 frák.), Jovana Lilja Stefánsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 5, Alma Rut Garðarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 1. Stig Keflavíkur. María Ben Erlingsdóttir 20 (8 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 18, Margrét Kara Sturludóttir 14 (9 frák., 4 varin), Kesha Watson 13 (9 frák., 6 stoðs.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7, Svava Ósk Stefánsdóttir 6, Marín Rós Karlsdóttir 6, Birna Valgarðsdóttir 5. Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
körfubolti Keflavík er komið í lokaúrslit Iceland Express deild kvenna eftir 91-76 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna og þar með 3-1 sigur í einvíginu. Þetta er fimmta árið í röð og níunda skiptið á 11 árum sem Keflavík spilar til úrslita. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða ÍS í úrslitunum en það ræðst í oddaleik í Hafnarfirði í dag hvort liðið það verður. Grindavík tefldi fram nýjum bandaríkjamanni í leiknum, Monicu Diamond, en hún var ekki öfundsverð að ná bara einni æfingu með liðinu. Diamond var engin Tamara Bowie en skoraði þó 17 stig. Keflavíkurliðið var með frumkvæðið í leiknum eftir að 18-3 sprettur kom þeim í 27-15 í fyrsta leikhlutanum en Grindavík gafst aldrei upp og átti nokkra góða spretti. “Það er erfitt að sætta sig við það þegar leikmaður ákveður að fara í miðri úrslitakeppni, segist vera að með veika frænku, en síðan heyrir maður þær sögur að hún sé á leiðinni í WNBA-körfuboltabúðir á sunnudaginn,” sagði Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur um brotthvarf Tamöru Bowie sem stakk af fyrir leikinn. “Veturinn var nokkuð góður, við erum að fylgja þriggja ára plani. Við erum að ná að móta liðið saman og þetta er flott lið. Miðað við aðstæður þá er ég mjög stoltur af mínu liði. Við gerðum okkar besta en þetta er það lið sem menn ættu að fylgjast með í framtíðinni svo framanlega sem að þessi hópur haldi áfram saman og að vinna þessa vinnu sem hann hefur verið að gera í vetur,” bætti Unndór við. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur var sáttur með sínar stelpur. “Þetta er það sem við stefnum að allan veturinn. Það að þær misstu útlendinginn sinn lagði grunninn að þessum sigri. Ég er með rosalega gott lið og get spilað á mörgum mönnum og það skiptir öllu í svona seríu,” sagði Jón Halldór og hann er viss um hvoru liðinu hann mætir í úrslitum. “ÍS, það er pottþrétt,” sagði Jón Halldór að lokum. - óój Stig Grindavíkur: Hildur Sigurðardóttir 22 (11 frák., 5 stolnir), Monica Diamond 17, Petrúnella Skúladóttir 12 (10 frák.), Jovana Lilja Stefánsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 5, Alma Rut Garðarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 1. Stig Keflavíkur. María Ben Erlingsdóttir 20 (8 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 18, Margrét Kara Sturludóttir 14 (9 frák., 4 varin), Kesha Watson 13 (9 frák., 6 stoðs.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7, Svava Ósk Stefánsdóttir 6, Marín Rós Karlsdóttir 6, Birna Valgarðsdóttir 5.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira