Ráðalaus sjávarútvegsráðherra Sigurjón Þórðarson skrifar 15. júní 2007 06:00 Einar Kristinn Guðfinnsson var um árabil mjög gagnrýninn á kvótakerfið en eftir að hann gerðist ráðherra hefur hann miklu frekar orðið þræll kvótakerfisins en stjórnandi. Á vordögum fengu landsmenn enn eina staðfestingu á því að kvótakerfið hefur mistekist. Ráðgjöf Hafró er að landsmenn skuli veiða einungis þriðjung þess þorskafla sem fiskaðist að jafnaði fyrir daga kvótakerfisins. Viðbrögð ráðherra við niðurskurðartillögum Hafró voru að fara vel yfir stöðu mála og leita víðtæks samráðs og gaumgæfa hvernig taka skuli á málum. Sjávarútvegsráðherra minntist einnig á að hann hefði falið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera sérstaka úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu. Það þarf ekki skýrslur frá Hagfræðistofnun til að sýna fram á að því færri þorskar sem berast á land þeim mun minni tekjur verða af sjávarútvegi. Deilt er um hvort ráðgjöf Hafró um niðurskurð á afla sé til þess fallin að byggja upp stofninn. Við sem höfum gagnrýnt það höfum bent á að einstaklingsvöxtur er í sögulegu lágmarki og þess vegna ekki til nokkurs að vernda fisk sem ekki er að vaxa að ráði. Það er ekki heldur hægt að sjá beint orsakasamhengi á milli stórs hrygningarstofns og mikillar nýliðunar. Á þetta hafa fjölmargir bent, s.s. Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur. Skýrsla ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, frá árinu 2006 greinir frá nýlegum merkingaverkefnum sem sýna svart á hvítu að veiði úr þorskstofninum við Ísland er margfalt minni en stofnlíkan Hafró gefur til kynna. Það er grafalvarlegt að sjávarútvegsráðherra hefur ekki haft fyrir því að fara yfir gagnrýni málsmetandi fiskifræðinga, s.s. Jóns Kristjánssonar, á núverandi líffræðilegar forsendur kvótakerfisins þrátt fyrir fagurgala um að nú eigi að leita samráðs. Með fullri virðingu fyrir Hagfræðistofnun og þeim góðu störfum sem þar eru unnin hlýtur að vera nærtækara að fela Líffræðistofnun Háskólans að fara yfir forsendur á því hvort minnkað veiðihlutfall sé líklegt til þess að auka nýliðun. Íslendingar hljóta að gera þá kröfu til ráðherra að hann fari yfir öll rök í málinu og leiti sérstaklega svara hjá sérfræðingi sem hefur verið fenginn til ráðgjafar hjá Færeyingum með mjög góðum árangri. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einar Kristinn Guðfinnsson var um árabil mjög gagnrýninn á kvótakerfið en eftir að hann gerðist ráðherra hefur hann miklu frekar orðið þræll kvótakerfisins en stjórnandi. Á vordögum fengu landsmenn enn eina staðfestingu á því að kvótakerfið hefur mistekist. Ráðgjöf Hafró er að landsmenn skuli veiða einungis þriðjung þess þorskafla sem fiskaðist að jafnaði fyrir daga kvótakerfisins. Viðbrögð ráðherra við niðurskurðartillögum Hafró voru að fara vel yfir stöðu mála og leita víðtæks samráðs og gaumgæfa hvernig taka skuli á málum. Sjávarútvegsráðherra minntist einnig á að hann hefði falið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera sérstaka úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu. Það þarf ekki skýrslur frá Hagfræðistofnun til að sýna fram á að því færri þorskar sem berast á land þeim mun minni tekjur verða af sjávarútvegi. Deilt er um hvort ráðgjöf Hafró um niðurskurð á afla sé til þess fallin að byggja upp stofninn. Við sem höfum gagnrýnt það höfum bent á að einstaklingsvöxtur er í sögulegu lágmarki og þess vegna ekki til nokkurs að vernda fisk sem ekki er að vaxa að ráði. Það er ekki heldur hægt að sjá beint orsakasamhengi á milli stórs hrygningarstofns og mikillar nýliðunar. Á þetta hafa fjölmargir bent, s.s. Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur. Skýrsla ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, frá árinu 2006 greinir frá nýlegum merkingaverkefnum sem sýna svart á hvítu að veiði úr þorskstofninum við Ísland er margfalt minni en stofnlíkan Hafró gefur til kynna. Það er grafalvarlegt að sjávarútvegsráðherra hefur ekki haft fyrir því að fara yfir gagnrýni málsmetandi fiskifræðinga, s.s. Jóns Kristjánssonar, á núverandi líffræðilegar forsendur kvótakerfisins þrátt fyrir fagurgala um að nú eigi að leita samráðs. Með fullri virðingu fyrir Hagfræðistofnun og þeim góðu störfum sem þar eru unnin hlýtur að vera nærtækara að fela Líffræðistofnun Háskólans að fara yfir forsendur á því hvort minnkað veiðihlutfall sé líklegt til þess að auka nýliðun. Íslendingar hljóta að gera þá kröfu til ráðherra að hann fari yfir öll rök í málinu og leiti sérstaklega svara hjá sérfræðingi sem hefur verið fenginn til ráðgjafar hjá Færeyingum með mjög góðum árangri. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar