Rótlaus heilsugæsla 21. júní 2007 01:00 Undanfarin ár hefur rekstrarklúður heilsugæslu og félagsþjónustu ítrekað gert almenningi ljóst hve nauðsynlegt er að vanda val stjórnenda. Verst er að ráðherrar Framsóknarflokksins stjórna ráðuneytum félags- og heilbrigðismála. Það kemur niður á starfsfólki þessara mikilvægu þjónustugreina og skjólstæðingum þeirra. Ráðherrarnir trúa betur ráðleggingum gloppóttra stjórnenda þjónustugreinanna en því sem starfsfólk og neytendur hafa fram að færa. Heilsugæslan hefur eytt ómældri orku í sífelldar færslur á stjórnstöð sinni og verustað starfsmanna. Rúsínan í pylsuendanum var svo sala stjórnvalda á Heilsuverndarstöðinni sem er sérhönnuð fyrir heilbrigðisþjónustu. Slík heimska er sér á báti. Víst er að enginn bóndi hér á landi er svo skyni skroppinn að hann selji fjárhús sín og leigi þau svo. Frá því að ég fór að fylgjast með þessum málum, hafa stjórnendur mikilvægustu þjónustugreinanna verið úti á þekju í samskiptum sínum við starfsfólk og skjólstæðinga. Skrítin vinnutilhögun og sífelldar breytingar í tilskipunarstíl einkenna störf þeirra. Hvergi örlar á vilja til samráðs við þá sem vinnan snýst um. Fyrir nokkrum árum fengu stjórnendur heilsugæslunnar þá hugmynd að lækka mætti kaup starfsfólks með sjónhverfingum. Heimaþjónusta heilsugæslunnar ók á eigin bílum til og frá vinnustöðum og nú skyldi því breytt og voru fimmtíu bílar í það minnsta keyptir af opinberu fé og þjónustusamningum við starfskonurnar sagt upp. Sársaukafullt verkfall kom í kjölfarið. Að lokum var samið um niðurfellingu greiðslna í áföngum. Eftir fyrstu niðurfellingarnar hætti hluti af reyndasta starfsliðinu. Það þarf stéttvísi, kjark og getu til að berjast fyrir rétti sínum við ofurvald sem getur valdið baráttufólki vandræðum síðar. Heilsugæslan verðlaunaði svo nokkrar konur sem réðu sig í verkfallinu og þær sem létu sér á sama standa. Slíkt ráðslag hlýtur að valda skertu trúnaðartrausti og tortryggni. Síðan þetta átti sér stað hefur taflið snúist við og erfitt að manna stöður. Til að mæta því og til að lækka kostnað var farið í svokallaða samþættingu heilsugæslu, félagsþjónustu og svæðisskrifstofu. Samþættingin er öll heilsugæslunni í vil, því hún fær mikla aðstoð frá hinum báðum en lætur ekkert í staðinn. Á síðastliðnum fimm árum hefur starfsfólki félagsþjónustu fækkað og vinna aukin. Neytendur verða að sætta sig við verri þjónustu en var fyrir samþættingu, enda flestar breytingar á þeirra kostnað og starfsfólks. Fólkið sem vinnur störfin er á stanslausum þeytingi borðandi á hlaupum og hefur engan tíma til annars en að sinna brýnustu þörfum íbúanna. Andleg samskipti fá engan skilning hjá stjórnendum þjónustugreinanna sem virðast meta sparnað meira en sæmd stofnana og heilsu starfsfólks. Hér er ég að tala um fólk á fráfælandi lágum launum. Líka um sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Vinna þessa fólks er erfið, krefjandi og vanmetin. Ljós í tilveru þeirra sem þurfa að búa við svo alhliða þjónustu er starfslið þjónustugreinanna. Þó starfskonur fari eftir ótrúlega stífum vinnulistum þar sem minnstu vandamál skjólstæðinga setja allt úr tímaskorðum breytir það ekki fasi þeirra, né vilja til að hjálpa. Það er ekki við þær að sakast þegar skjólstæðingar þurfa að bíða á annan tímann eftir aðstoð af eða á klósett. Sparað er þar sem síst skyldi. Hræsni stjórnvalda gagnvart öldruðum og fötluðum er svo augljós að jaðrar við ögrun. Gerið þið bara í málunum ef þið getið, gætu þau verið að segja. Skömm síðustu fjögurra ríkisstjórna mun lengi í minnum höfð og eru umhverfisspjöll og launamisrétti efst á blaði. Vegna ógeðfelldrar launastefnu þeirra er nær útilokað að fá Íslendinga í umönnun. Eina færa leiðin til að leysa vandann er að stórhækka lægstu launin og borga sanngjarnt kaup. Mannsæmandi laun. Ekki ölmusu.Höfundur er trésmíðameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur rekstrarklúður heilsugæslu og félagsþjónustu ítrekað gert almenningi ljóst hve nauðsynlegt er að vanda val stjórnenda. Verst er að ráðherrar Framsóknarflokksins stjórna ráðuneytum félags- og heilbrigðismála. Það kemur niður á starfsfólki þessara mikilvægu þjónustugreina og skjólstæðingum þeirra. Ráðherrarnir trúa betur ráðleggingum gloppóttra stjórnenda þjónustugreinanna en því sem starfsfólk og neytendur hafa fram að færa. Heilsugæslan hefur eytt ómældri orku í sífelldar færslur á stjórnstöð sinni og verustað starfsmanna. Rúsínan í pylsuendanum var svo sala stjórnvalda á Heilsuverndarstöðinni sem er sérhönnuð fyrir heilbrigðisþjónustu. Slík heimska er sér á báti. Víst er að enginn bóndi hér á landi er svo skyni skroppinn að hann selji fjárhús sín og leigi þau svo. Frá því að ég fór að fylgjast með þessum málum, hafa stjórnendur mikilvægustu þjónustugreinanna verið úti á þekju í samskiptum sínum við starfsfólk og skjólstæðinga. Skrítin vinnutilhögun og sífelldar breytingar í tilskipunarstíl einkenna störf þeirra. Hvergi örlar á vilja til samráðs við þá sem vinnan snýst um. Fyrir nokkrum árum fengu stjórnendur heilsugæslunnar þá hugmynd að lækka mætti kaup starfsfólks með sjónhverfingum. Heimaþjónusta heilsugæslunnar ók á eigin bílum til og frá vinnustöðum og nú skyldi því breytt og voru fimmtíu bílar í það minnsta keyptir af opinberu fé og þjónustusamningum við starfskonurnar sagt upp. Sársaukafullt verkfall kom í kjölfarið. Að lokum var samið um niðurfellingu greiðslna í áföngum. Eftir fyrstu niðurfellingarnar hætti hluti af reyndasta starfsliðinu. Það þarf stéttvísi, kjark og getu til að berjast fyrir rétti sínum við ofurvald sem getur valdið baráttufólki vandræðum síðar. Heilsugæslan verðlaunaði svo nokkrar konur sem réðu sig í verkfallinu og þær sem létu sér á sama standa. Slíkt ráðslag hlýtur að valda skertu trúnaðartrausti og tortryggni. Síðan þetta átti sér stað hefur taflið snúist við og erfitt að manna stöður. Til að mæta því og til að lækka kostnað var farið í svokallaða samþættingu heilsugæslu, félagsþjónustu og svæðisskrifstofu. Samþættingin er öll heilsugæslunni í vil, því hún fær mikla aðstoð frá hinum báðum en lætur ekkert í staðinn. Á síðastliðnum fimm árum hefur starfsfólki félagsþjónustu fækkað og vinna aukin. Neytendur verða að sætta sig við verri þjónustu en var fyrir samþættingu, enda flestar breytingar á þeirra kostnað og starfsfólks. Fólkið sem vinnur störfin er á stanslausum þeytingi borðandi á hlaupum og hefur engan tíma til annars en að sinna brýnustu þörfum íbúanna. Andleg samskipti fá engan skilning hjá stjórnendum þjónustugreinanna sem virðast meta sparnað meira en sæmd stofnana og heilsu starfsfólks. Hér er ég að tala um fólk á fráfælandi lágum launum. Líka um sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Vinna þessa fólks er erfið, krefjandi og vanmetin. Ljós í tilveru þeirra sem þurfa að búa við svo alhliða þjónustu er starfslið þjónustugreinanna. Þó starfskonur fari eftir ótrúlega stífum vinnulistum þar sem minnstu vandamál skjólstæðinga setja allt úr tímaskorðum breytir það ekki fasi þeirra, né vilja til að hjálpa. Það er ekki við þær að sakast þegar skjólstæðingar þurfa að bíða á annan tímann eftir aðstoð af eða á klósett. Sparað er þar sem síst skyldi. Hræsni stjórnvalda gagnvart öldruðum og fötluðum er svo augljós að jaðrar við ögrun. Gerið þið bara í málunum ef þið getið, gætu þau verið að segja. Skömm síðustu fjögurra ríkisstjórna mun lengi í minnum höfð og eru umhverfisspjöll og launamisrétti efst á blaði. Vegna ógeðfelldrar launastefnu þeirra er nær útilokað að fá Íslendinga í umönnun. Eina færa leiðin til að leysa vandann er að stórhækka lægstu launin og borga sanngjarnt kaup. Mannsæmandi laun. Ekki ölmusu.Höfundur er trésmíðameistari.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun