Allir geta sigrað 27. júní 2007 08:00 Þann 18. ágúst verður hlaupið til góðs og landsmenn hafa möguleika á að slá tvær flugur í einu höggi- fá betri líðan með hreyfingu og samtímis rétta hjálparhönd til þeirra sem minna mega sín. Hjálparstarf kirkjunnar fagnar þessu göfuga framtaki Glitnis að heita á hlaupara og styrkja þannig starf frjálsra félagssamtaka á Íslandi. Eitt af stóru verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar er að veita fólki aðgang að hreinu vatni. Vissir þú að 1.1 miljarður manna í heiminum hefur ekki aðgang að hreinu vatni? Maraþonhlaup og vatn eiga sérlega vel saman, varla er til sá hlaupari sem gæti hugsað sér að fara hringinn án þess að drekka vel af hreinu og tæru vatni. Það er okkar draumur að það verði mögulegt fyrir allt mannkynið. Að hafa ekki aðgang af hreinu vatni þýðir meðal annars að erfitt er að ala upp börn. Endurtekinn niðurgangur á unga aldri veldur vítamín- og næringarskorti. Heftur líkamsvöxtur helst í hendur við minni andlega getu. Börn eiga verr með að læra og fullorðnir að vinna fyrir sér. Í heiminum öllum deyja fimm sinnum fleiri börn af niðurgangi vegna óhreins vatns en úr alnæmi. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar höfum við haldið því fram að vatnið breytir öllu, því fátt er eins dýrmætt og nauðsynlegt eins og vatn, án því geta hvorki menn né plöntur lifað. Hjálparstarf kirkjunnar er lítil mannúðarstofnun og ekki getum við í fljótu bragði ráðið við vatnsskort 1.1 miljarða manna. En með stuðningi þínum og með því að við Íslendingar látum okkur mál annarra varða þá er hægt að hjálpa mörgum. Við viljum hvetja alla landsmenn til að taka þátt í hlaupinu þann 18. ágúst og þannig láta gott af sér leiða.Við vonum að þú gefir þinn stuðning til Hjálparstarfs kirkjunnar, því vatnið breytir öllu og saman getum við gefið öðrum möguleika á að kynnast því. Við hlökkum til að sjá ykkur, við munum vera til staðar, bjóða ykkur upp á hreint vatn og hvetja ykkur áfram! Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þann 18. ágúst verður hlaupið til góðs og landsmenn hafa möguleika á að slá tvær flugur í einu höggi- fá betri líðan með hreyfingu og samtímis rétta hjálparhönd til þeirra sem minna mega sín. Hjálparstarf kirkjunnar fagnar þessu göfuga framtaki Glitnis að heita á hlaupara og styrkja þannig starf frjálsra félagssamtaka á Íslandi. Eitt af stóru verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar er að veita fólki aðgang að hreinu vatni. Vissir þú að 1.1 miljarður manna í heiminum hefur ekki aðgang að hreinu vatni? Maraþonhlaup og vatn eiga sérlega vel saman, varla er til sá hlaupari sem gæti hugsað sér að fara hringinn án þess að drekka vel af hreinu og tæru vatni. Það er okkar draumur að það verði mögulegt fyrir allt mannkynið. Að hafa ekki aðgang af hreinu vatni þýðir meðal annars að erfitt er að ala upp börn. Endurtekinn niðurgangur á unga aldri veldur vítamín- og næringarskorti. Heftur líkamsvöxtur helst í hendur við minni andlega getu. Börn eiga verr með að læra og fullorðnir að vinna fyrir sér. Í heiminum öllum deyja fimm sinnum fleiri börn af niðurgangi vegna óhreins vatns en úr alnæmi. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar höfum við haldið því fram að vatnið breytir öllu, því fátt er eins dýrmætt og nauðsynlegt eins og vatn, án því geta hvorki menn né plöntur lifað. Hjálparstarf kirkjunnar er lítil mannúðarstofnun og ekki getum við í fljótu bragði ráðið við vatnsskort 1.1 miljarða manna. En með stuðningi þínum og með því að við Íslendingar látum okkur mál annarra varða þá er hægt að hjálpa mörgum. Við viljum hvetja alla landsmenn til að taka þátt í hlaupinu þann 18. ágúst og þannig láta gott af sér leiða.Við vonum að þú gefir þinn stuðning til Hjálparstarfs kirkjunnar, því vatnið breytir öllu og saman getum við gefið öðrum möguleika á að kynnast því. Við hlökkum til að sjá ykkur, við munum vera til staðar, bjóða ykkur upp á hreint vatn og hvetja ykkur áfram! Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar