Ritstjórinn og barrtrén Hjörleifur Guttormsson skrifar 18. júlí 2007 06:30 Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins birti leiðara í blaðinu 16. júlí síðastliðinn undir yfirskriftinni Flórufasismi. Í greininni reiðir ritstjórinn hátt til höggs gegn þeirri stefnu Þingvallanefndar að takmarka á Þingvöllum útbreiðslu barrtrjáa sem þar var plantað á öldinni sem leið. Trjám þessum lýsir hann sem menningararfleifð sem nú eigi að rífa upp með rótum. Þorsteinn segir þetta gert í skiptum fyrir inntöku Þingvalla á Heimsminjaskrá UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, og gerir afar lítið úr þeim gjörningi, tengir hann við sölumennsku og peningaplokk af ferðamönnum. Barrtrjánum lýsir hann sem heilögu tákni fyrir hátíðarsamkomur þjóðarinnar á Þingvöllum á öldinni sem leið. Þjóðin segir hann „stofnaði lýðveldi í landinu í samveru við barrtré á Þingvöllum", minntist búsetu „í skjóli slíkra trjáa" og „átti samverustund með barrtrjám þegar þúsund ár voru liðin frá því kristni var lögtekin á Lögbergi." Hér er ekki nein smáræðis tilfinningaleg upplifun á ferðinni og ekki seinna vænna að átta sig á hvað öðru fremur laðar Íslendinga að þessum helgistað. Söguleg upprifjunVið þennan sögulega óð um barrviði hvarflar hugur minn tvo áratugi til baka en þá áttum við Þorsteinn sem alþingismenn sæti í Þingvallanefnd ásamt Þórarni Sigurjónssyni, en Þorsteinn var um þær mundir forsætisráðherra. Þingvallanefnd hafði þá um nokkurt árabil unnið að stefnumörkun í skipulagsmálum fyrir þjóðgarðinn. Eftir sérstaka gróðurfarslega úttekt á þjóðgarðslandinu og ítarlegt kynningarferli staðfesti nefndin „þetta skipulag og samþykkir það sem stefnumörkun fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum". Um umhirðu trjágróðurs segir í þessari stefnumörkun Þingvallanefndar: „Rétt er að láta furulundinn, sem markar upphaf skógræktar á Íslandi, halda sér og hlúa að honum, en girðingar umhverfis lundinn verði fjarlægðar. Að öðru leyti verði ekki gróðursettir barrviðir eða aðrar aðfluttar tegundir á Þingvallasvæðinu milli gjáa. - Grisja þarf trjágróður innan þinghelginnar með hliðsjón af fornleifaúttekt, því að trjárætur spilla minjum í jörðu." Undir þetta rituðum við nefndarmennirnir í góðri sátt 27. maí 1988. Þessari stefnumörkun hefur síðan í aðalatriðum verið fylgt af Þingvallanefnd og hefur þjóðgarðsvörður mörg undanfarin ár látið grisja og fjarlægja barrviði á nokkrum stöðum. HeimsminjaskráinUmsókn íslenskra stjórnvalda um Þingvelli á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2003 og þurfti því ekki atbeina UNESCO um þá stefnu sem Þingvallanefnd hafði samþykkt hálfum öðrum áratug fyrr. Hinsvegar er ákvörðunin um að grisja og fjarlægja aðfluttar trjátegundir hluti af þeim kvöðum sem innsiglaðar voru með inntöku Þingvalla á heimsminjaskrána árið 2004. Jafnframt var ítrekað það sem áður lá fyrir að furulundurinn frá árinu 1903 yrði varðveittur sem sögulegt minnismerki um upphafsár skógræktar hérlendis. Það er ekkert við því að segja að ritstjóranum Þorsteini hafi snúist hugur frá þeirri samþykkt sem hann sem alþingismaður stóð að í Þingvallanefnd fyrir tveimur áratugum. Fyrir þeim hughvörfum færir hann hins vegar engin rök í grein sinni en beinir spjótum sínum nú að ósekju að þeim sem stóðu að því að Þingvellir voru teknir inn á skrá yfir staði sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Undir gjörninginn rituðu af Íslands hálfu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Björn Bjarnason formaður Þingvallanefndar. Með inntöku á heimsminjaskrá fékk sérstaða Þingvalla alþjóðlega viðurkenningu en jafnframt er framtíðarverndun þjóðgarðsins betur tryggð en ella. Margir hljóta að spyrja hvað ritstjóra Fréttablaðsins gangi til að taka þetta mál nú upp með þeim hætti sem hann gerir. Er hann að leggja til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir að gera afturræka viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og að allir barrviðir á Þingvöllum verði friðlýstir svo tryggja megi gestum þar skjól á næsta hátíðarfundi? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins birti leiðara í blaðinu 16. júlí síðastliðinn undir yfirskriftinni Flórufasismi. Í greininni reiðir ritstjórinn hátt til höggs gegn þeirri stefnu Þingvallanefndar að takmarka á Þingvöllum útbreiðslu barrtrjáa sem þar var plantað á öldinni sem leið. Trjám þessum lýsir hann sem menningararfleifð sem nú eigi að rífa upp með rótum. Þorsteinn segir þetta gert í skiptum fyrir inntöku Þingvalla á Heimsminjaskrá UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, og gerir afar lítið úr þeim gjörningi, tengir hann við sölumennsku og peningaplokk af ferðamönnum. Barrtrjánum lýsir hann sem heilögu tákni fyrir hátíðarsamkomur þjóðarinnar á Þingvöllum á öldinni sem leið. Þjóðin segir hann „stofnaði lýðveldi í landinu í samveru við barrtré á Þingvöllum", minntist búsetu „í skjóli slíkra trjáa" og „átti samverustund með barrtrjám þegar þúsund ár voru liðin frá því kristni var lögtekin á Lögbergi." Hér er ekki nein smáræðis tilfinningaleg upplifun á ferðinni og ekki seinna vænna að átta sig á hvað öðru fremur laðar Íslendinga að þessum helgistað. Söguleg upprifjunVið þennan sögulega óð um barrviði hvarflar hugur minn tvo áratugi til baka en þá áttum við Þorsteinn sem alþingismenn sæti í Þingvallanefnd ásamt Þórarni Sigurjónssyni, en Þorsteinn var um þær mundir forsætisráðherra. Þingvallanefnd hafði þá um nokkurt árabil unnið að stefnumörkun í skipulagsmálum fyrir þjóðgarðinn. Eftir sérstaka gróðurfarslega úttekt á þjóðgarðslandinu og ítarlegt kynningarferli staðfesti nefndin „þetta skipulag og samþykkir það sem stefnumörkun fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum". Um umhirðu trjágróðurs segir í þessari stefnumörkun Þingvallanefndar: „Rétt er að láta furulundinn, sem markar upphaf skógræktar á Íslandi, halda sér og hlúa að honum, en girðingar umhverfis lundinn verði fjarlægðar. Að öðru leyti verði ekki gróðursettir barrviðir eða aðrar aðfluttar tegundir á Þingvallasvæðinu milli gjáa. - Grisja þarf trjágróður innan þinghelginnar með hliðsjón af fornleifaúttekt, því að trjárætur spilla minjum í jörðu." Undir þetta rituðum við nefndarmennirnir í góðri sátt 27. maí 1988. Þessari stefnumörkun hefur síðan í aðalatriðum verið fylgt af Þingvallanefnd og hefur þjóðgarðsvörður mörg undanfarin ár látið grisja og fjarlægja barrviði á nokkrum stöðum. HeimsminjaskráinUmsókn íslenskra stjórnvalda um Þingvelli á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2003 og þurfti því ekki atbeina UNESCO um þá stefnu sem Þingvallanefnd hafði samþykkt hálfum öðrum áratug fyrr. Hinsvegar er ákvörðunin um að grisja og fjarlægja aðfluttar trjátegundir hluti af þeim kvöðum sem innsiglaðar voru með inntöku Þingvalla á heimsminjaskrána árið 2004. Jafnframt var ítrekað það sem áður lá fyrir að furulundurinn frá árinu 1903 yrði varðveittur sem sögulegt minnismerki um upphafsár skógræktar hérlendis. Það er ekkert við því að segja að ritstjóranum Þorsteini hafi snúist hugur frá þeirri samþykkt sem hann sem alþingismaður stóð að í Þingvallanefnd fyrir tveimur áratugum. Fyrir þeim hughvörfum færir hann hins vegar engin rök í grein sinni en beinir spjótum sínum nú að ósekju að þeim sem stóðu að því að Þingvellir voru teknir inn á skrá yfir staði sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Undir gjörninginn rituðu af Íslands hálfu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Björn Bjarnason formaður Þingvallanefndar. Með inntöku á heimsminjaskrá fékk sérstaða Þingvalla alþjóðlega viðurkenningu en jafnframt er framtíðarverndun þjóðgarðsins betur tryggð en ella. Margir hljóta að spyrja hvað ritstjóra Fréttablaðsins gangi til að taka þetta mál nú upp með þeim hætti sem hann gerir. Er hann að leggja til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir að gera afturræka viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og að allir barrviðir á Þingvöllum verði friðlýstir svo tryggja megi gestum þar skjól á næsta hátíðarfundi? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun