Óskiljanlegt langlundargeð Eiður Guðnason skrifar 23. júlí 2007 08:00 Fyrir fáeinum dögum las ég í Fréttablaðinu, að núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur stefndi ekki að millilandaflugi um Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir. Í fyrsta lagi var mér ekki ljóst, að borgarstjórn Reykjavíkur réði því hvert væri flogið frá Reykjavík. Í öðru lagi þá er rekið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli og hefur verið lengi. Þaðan er flogið bæði til Færeyja og Grænlands. Þaðan fljúga líka næstum daglega einkaþotur í eigu íslenskra aðila til annarra landa. Hitt er svo annað mál, að aðstaðan fyrir innanlandsflug og millilandaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur verið til háborinnar skammar í áratugi. Þar er líklega bæði við ríki og Reykjavíkurborg að sakast. Langlundargeð okkar í sumum greinum er nánast óskiljanlegt.Aðstaða fyrir neðan allar hellurUppistaðan í þeim byggingum ,sem flugafgreiðslan er í, er herskáli frá fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Klastrað hefur verið skúrum við þennan skála í næstum allar áttir í áranna rás.Sú aðstaða, sem farþegum, er boðið upp á þarna suður við Skerjafjörð er fyrir neðan allar hellur. Sama gildir um aðstöðu þess fólks sem þarna starfar.Ítrekað verða seinkanir á flugi til Færeyja frá Reykjavík vegna þess hve aðstæður allar eru slæmar í þessar svokölluðu flugstöð Reykvíkinga. Samtímis er ekki hægt að afgreiða bæði þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fara til útlanda. Ekki er langt síðan biðröð var út á götu við innritun í Færeyjaflugið. Þá bjargaði blíðviðrið miklu. Aðstaða til vopnaleitar á farþegum og í farangri þeirra eins og nú er krafist, er sömuleiðis óviðunandi. Ég skil reyndar ekki af hverju aðeins er leitað á farþegum sem fara til útlanda, en ekki þeim sem fljúga frá Reykjavík til annarra staða innanlands. Kannski er það vegna þess að hreinlega er ekki hægt að koma því við vegna plássleysis.Þegar vélar Atlantic Airways koma frá Færeyjum með hátt í hundrað farþega með hundrað ferðatöskur, þá er færibandið sem skilar töskunum inn í biðrýmið (sem er eins og sæmilega stór stofa) líklega einir sex metrar að lengd. Við enda þess hrúgast töskurnar upp og velta svo út á gólfið. Stundum stíflast allt.Flugvellir á landsbyggðinni eru betur búnirFlugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum eru langtum betur búnir til að sinna millilandaflugi en flugvöllur höfuðborgarinnar. Þingmenn þeirra kjördæma hafa átt sinn þátt í að sjá um það.Á flugvellinum í Vágum í Færeyjum er prýðileg aðstaða.Flugstöðin þar hefur ekki verið dýr bygging. En hún er Færeyingum til sóma. Nú er talað um að stækka hana. Færeyingar hafa tekið rekstur flugvallarins í sínar hendur og það mun ekki vefjast fyrir þeim að stækka flugstöðina sína.En það vefst endalaust fyrir okkur Íslendingum að koma upp mannsæmandi og boðlegri aðstöðu fyrir ferðafólk á Reykjavíkurflugvelli.Hólmsheiði og sker úti í sjó eru út úr kúEkki finnst mér trúlegt, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Kannski verður hann minnkaður. En það vekur mér ævarandi undrun að talað skuli um í alvöru að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði og verja til þess milljörðum af skattfé borgaranna. Frá Hólmsheiði eru ekki nema örfáir tugir kílómetra að einum besta og fullkomnasta flugvelli við Norður-Atlantshaf, Keflavíkurflugvelli.Umræðan um nýjan flugvöll á Hólmsheiði, eða á skerjum úti í sjó, er út úr kú.Höfundur er aðalræðismaður Íslands í Færeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum las ég í Fréttablaðinu, að núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur stefndi ekki að millilandaflugi um Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir. Í fyrsta lagi var mér ekki ljóst, að borgarstjórn Reykjavíkur réði því hvert væri flogið frá Reykjavík. Í öðru lagi þá er rekið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli og hefur verið lengi. Þaðan er flogið bæði til Færeyja og Grænlands. Þaðan fljúga líka næstum daglega einkaþotur í eigu íslenskra aðila til annarra landa. Hitt er svo annað mál, að aðstaðan fyrir innanlandsflug og millilandaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur verið til háborinnar skammar í áratugi. Þar er líklega bæði við ríki og Reykjavíkurborg að sakast. Langlundargeð okkar í sumum greinum er nánast óskiljanlegt.Aðstaða fyrir neðan allar hellurUppistaðan í þeim byggingum ,sem flugafgreiðslan er í, er herskáli frá fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Klastrað hefur verið skúrum við þennan skála í næstum allar áttir í áranna rás.Sú aðstaða, sem farþegum, er boðið upp á þarna suður við Skerjafjörð er fyrir neðan allar hellur. Sama gildir um aðstöðu þess fólks sem þarna starfar.Ítrekað verða seinkanir á flugi til Færeyja frá Reykjavík vegna þess hve aðstæður allar eru slæmar í þessar svokölluðu flugstöð Reykvíkinga. Samtímis er ekki hægt að afgreiða bæði þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fara til útlanda. Ekki er langt síðan biðröð var út á götu við innritun í Færeyjaflugið. Þá bjargaði blíðviðrið miklu. Aðstaða til vopnaleitar á farþegum og í farangri þeirra eins og nú er krafist, er sömuleiðis óviðunandi. Ég skil reyndar ekki af hverju aðeins er leitað á farþegum sem fara til útlanda, en ekki þeim sem fljúga frá Reykjavík til annarra staða innanlands. Kannski er það vegna þess að hreinlega er ekki hægt að koma því við vegna plássleysis.Þegar vélar Atlantic Airways koma frá Færeyjum með hátt í hundrað farþega með hundrað ferðatöskur, þá er færibandið sem skilar töskunum inn í biðrýmið (sem er eins og sæmilega stór stofa) líklega einir sex metrar að lengd. Við enda þess hrúgast töskurnar upp og velta svo út á gólfið. Stundum stíflast allt.Flugvellir á landsbyggðinni eru betur búnirFlugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum eru langtum betur búnir til að sinna millilandaflugi en flugvöllur höfuðborgarinnar. Þingmenn þeirra kjördæma hafa átt sinn þátt í að sjá um það.Á flugvellinum í Vágum í Færeyjum er prýðileg aðstaða.Flugstöðin þar hefur ekki verið dýr bygging. En hún er Færeyingum til sóma. Nú er talað um að stækka hana. Færeyingar hafa tekið rekstur flugvallarins í sínar hendur og það mun ekki vefjast fyrir þeim að stækka flugstöðina sína.En það vefst endalaust fyrir okkur Íslendingum að koma upp mannsæmandi og boðlegri aðstöðu fyrir ferðafólk á Reykjavíkurflugvelli.Hólmsheiði og sker úti í sjó eru út úr kúEkki finnst mér trúlegt, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Kannski verður hann minnkaður. En það vekur mér ævarandi undrun að talað skuli um í alvöru að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði og verja til þess milljörðum af skattfé borgaranna. Frá Hólmsheiði eru ekki nema örfáir tugir kílómetra að einum besta og fullkomnasta flugvelli við Norður-Atlantshaf, Keflavíkurflugvelli.Umræðan um nýjan flugvöll á Hólmsheiði, eða á skerjum úti í sjó, er út úr kú.Höfundur er aðalræðismaður Íslands í Færeyjum.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun