Reykleysi á veitingastöðum 1. ágúst 2007 05:30 Hér er ekki ætlunin að tala um réttmæti reykingabannsins sem slíks. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst út frá því sjónarhorni hver ávinningurinn af því er fyrir mig sem íþróttakonu og heilbrigða manneskju. Reykingabannið hefur mikið gildi fyrir mig og fyrir fólk sem vill lifa heilbrigðu lífi. Ég, sem einstaklingur og íþróttamaður, vel heilbrigði ofar öllu og lifi samkvæmt því. Fyrir nokkrum árum hefði mig ekki grunað að þessi áfangi næðist. Ég hef alltaf reynt að forðast hvers kyns tóbak og tóbaksreyk frá öðrum. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú þekking sem ég hef á skaðsemi reykinga. Í langan tíma hef ég einnig vitað að reykingar hafa ekki aðeins áhrif á reykingamanninn sjálfan heldur líka annað fólk í umhverfinu. Ég ólst upp við hreint og ferskt loft inni á mínu heimili. Á unga aldri gerði ég mér grein fyrir því að áfengi, reykingar og óhollur lífsstíll myndu hafa slæm áhrif á heilsu mína. Ég vildi lifa heilbrigðu lífi, vera í góðu formi og líða vel, líkt og ég geri í dag. Ég byrjaði snemma í íþróttum og þátttaka mín í þeim íþróttum sem ég stundaði var ekki aðeins vegna félagsskaparins og skemmtanagildisins heldur var einnig markmiðið að bæta mig með hverri æfingunni. Þar sem ég vissi að tóbaksreykur væri slæmur heilsu minni forðaðist ég hann; ef reykt var í einu herbergi þá fór ég í annað og ef ég sat í bíl og var spurð hvort mér væri sama þótt viðkomandi reykti þá sagði ég nei. Það voru hins vegar margir sem virtu ekki mitt álit, þó færri í dag en áður. Í dag veit fólk um skaðsemi reykinga, þrátt fyrir það halda sumir þessum ósið áfram. Hingað til hefur reyklaust fólk þurft að anda að sér reyk á flestum veitinga- og skemmtistöðum, þrátt fyrir að hafa valið að vera á reyklausu svæði. Ég vel auðvitað alltaf reyklaust svæði, en það er hins vegar aldrei alveg reyklaust. Það er alltaf einhver reykur sem berst yfir á reyklausa svæðið og það finnur maður t.d. á lyktinni þegar maður kemur út af staðnum. Eftir kvöldverð eða skemmtun á veitinga-eða skemmtistað angar maður af reykingafýlu. Þetta finnst flestum viðurstyggð og þar á meðal mörgum reykingamönnum. Ég hef aldrei skilið það að reykja. Ég tel reykingar eitt af því fáránlegasta sem hægt er að gera sjálfum sér. Oft er þetta vani hjá fólki, en þessi vani er heilsuspillandi á hæsta stigi. Þegar fólk hafði ekki þekkingu á skaðsemi reykinga þótti þetta flott og aðeins á valdi þeirra ríkustu og fínustu. Þetta fólk vissi ekki betur. En í dag er skaðsemi reykinga vel þekkt. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á óhugnanlegar staðreyndir og oft sér maður á einstaklingi hvort hann reyki eða reyki ekki. Þau eru mörg atriðin sem skera reykingamenn út úr og reykingar hafa ekki aðlaðandi áhrif á ytra útlit fólks né innviði. Ég gleðst mikið yfir því að nú hefur þetta breyst. Við hættum að verða fyrir óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, sem hafa áhrif á heilsu okkar. Það er frábært að geta farið út að borða og skemmta sér án þess að hafa áhyggjur af reyknum frá öðrum. Sem íþróttamaður er ég himinlifandi og sem heilbrigð manneskja enn fegnari. Ég vona að reykingabannið hafi jákvæð áhrif í för með sér. Ég vona að fólk taki þessu á jákvæðan hátt og sem flestir hætti þessum ósið. Reykingar eru skaðlegar heilsunni, það er engin afsökun að segjast ekki geta hætt, tóbak er ávanabindandi, en margir stórreykingamenn hafa náð þeim áfanga að hætta. Það er mikill misskilningur að það sé flott eða töff í dag að reykja. Það er flott og töff að reykja ekki! Að vera sá sem gerir sér grein fyrir því sem er hollt og óhollt fyrir líkama sinn, sá sem virðir sjálfan sig, og eitrar ekki fyrir sjálfum sér og líkama sínum. Það er skref í rétta átt að geta andað að sér hreinu lofti á veitinga- og skemmtistöðum. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið markmið laganna þá vona ég að þau hafi í för með sér að fleiri hætti að reykja og velji þannig sér og sínum heilbrigðari lífsstíl. Höfundur er afrekskona í badminton. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er ekki ætlunin að tala um réttmæti reykingabannsins sem slíks. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst út frá því sjónarhorni hver ávinningurinn af því er fyrir mig sem íþróttakonu og heilbrigða manneskju. Reykingabannið hefur mikið gildi fyrir mig og fyrir fólk sem vill lifa heilbrigðu lífi. Ég, sem einstaklingur og íþróttamaður, vel heilbrigði ofar öllu og lifi samkvæmt því. Fyrir nokkrum árum hefði mig ekki grunað að þessi áfangi næðist. Ég hef alltaf reynt að forðast hvers kyns tóbak og tóbaksreyk frá öðrum. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú þekking sem ég hef á skaðsemi reykinga. Í langan tíma hef ég einnig vitað að reykingar hafa ekki aðeins áhrif á reykingamanninn sjálfan heldur líka annað fólk í umhverfinu. Ég ólst upp við hreint og ferskt loft inni á mínu heimili. Á unga aldri gerði ég mér grein fyrir því að áfengi, reykingar og óhollur lífsstíll myndu hafa slæm áhrif á heilsu mína. Ég vildi lifa heilbrigðu lífi, vera í góðu formi og líða vel, líkt og ég geri í dag. Ég byrjaði snemma í íþróttum og þátttaka mín í þeim íþróttum sem ég stundaði var ekki aðeins vegna félagsskaparins og skemmtanagildisins heldur var einnig markmiðið að bæta mig með hverri æfingunni. Þar sem ég vissi að tóbaksreykur væri slæmur heilsu minni forðaðist ég hann; ef reykt var í einu herbergi þá fór ég í annað og ef ég sat í bíl og var spurð hvort mér væri sama þótt viðkomandi reykti þá sagði ég nei. Það voru hins vegar margir sem virtu ekki mitt álit, þó færri í dag en áður. Í dag veit fólk um skaðsemi reykinga, þrátt fyrir það halda sumir þessum ósið áfram. Hingað til hefur reyklaust fólk þurft að anda að sér reyk á flestum veitinga- og skemmtistöðum, þrátt fyrir að hafa valið að vera á reyklausu svæði. Ég vel auðvitað alltaf reyklaust svæði, en það er hins vegar aldrei alveg reyklaust. Það er alltaf einhver reykur sem berst yfir á reyklausa svæðið og það finnur maður t.d. á lyktinni þegar maður kemur út af staðnum. Eftir kvöldverð eða skemmtun á veitinga-eða skemmtistað angar maður af reykingafýlu. Þetta finnst flestum viðurstyggð og þar á meðal mörgum reykingamönnum. Ég hef aldrei skilið það að reykja. Ég tel reykingar eitt af því fáránlegasta sem hægt er að gera sjálfum sér. Oft er þetta vani hjá fólki, en þessi vani er heilsuspillandi á hæsta stigi. Þegar fólk hafði ekki þekkingu á skaðsemi reykinga þótti þetta flott og aðeins á valdi þeirra ríkustu og fínustu. Þetta fólk vissi ekki betur. En í dag er skaðsemi reykinga vel þekkt. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á óhugnanlegar staðreyndir og oft sér maður á einstaklingi hvort hann reyki eða reyki ekki. Þau eru mörg atriðin sem skera reykingamenn út úr og reykingar hafa ekki aðlaðandi áhrif á ytra útlit fólks né innviði. Ég gleðst mikið yfir því að nú hefur þetta breyst. Við hættum að verða fyrir óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, sem hafa áhrif á heilsu okkar. Það er frábært að geta farið út að borða og skemmta sér án þess að hafa áhyggjur af reyknum frá öðrum. Sem íþróttamaður er ég himinlifandi og sem heilbrigð manneskja enn fegnari. Ég vona að reykingabannið hafi jákvæð áhrif í för með sér. Ég vona að fólk taki þessu á jákvæðan hátt og sem flestir hætti þessum ósið. Reykingar eru skaðlegar heilsunni, það er engin afsökun að segjast ekki geta hætt, tóbak er ávanabindandi, en margir stórreykingamenn hafa náð þeim áfanga að hætta. Það er mikill misskilningur að það sé flott eða töff í dag að reykja. Það er flott og töff að reykja ekki! Að vera sá sem gerir sér grein fyrir því sem er hollt og óhollt fyrir líkama sinn, sá sem virðir sjálfan sig, og eitrar ekki fyrir sjálfum sér og líkama sínum. Það er skref í rétta átt að geta andað að sér hreinu lofti á veitinga- og skemmtistöðum. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið markmið laganna þá vona ég að þau hafi í för með sér að fleiri hætti að reykja og velji þannig sér og sínum heilbrigðari lífsstíl. Höfundur er afrekskona í badminton.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun