Útrýmum kjarnavopnum Katrín Jakobsdóttir skrifar 9. ágúst 2007 06:30 Í kvöld verður þess minnst að nú eru liðin sextíu og tvö ár frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Kertum verður fleytt við Tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri og þannig lögð áhersla á kröfuna um friðsaman og kjarnorkuvopnalausan heim. Kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasakí gerbreyttu heimsmynd manna og er ógjörningur að skilja sögu, bókmenntir eða listir 20. aldar án þess að hafa þessa atburði í huga. Þarna var komið vopn sem gat eytt heilu borgunum á örskotsstundu og skyndilega var heimsendir handan við hornið. Í framhaldinu kepptust risaveldin og önnur ríki við að koma sér upp gríðarlegu kjarnorkuvopnabúri. Þó að kjarnorkuváin sé mönnum kannski ekki ofarlega í huga núorðið er verkefnið þó risavaxið. Samkvæmt The Bulletin of Atomic Scientists eiga kjarnorkuveldi heimsins a.m.k. 26.000 kjarnaodda og eru flestir í eigu Bandaríkjanna og Rússlands. Alls eru tæplega 9.000 kjarnaoddar í árásarstöðu. Flestir þeirra kjarnaodda sem smíðaðir hafa verið hafa verið teknir niður en ekki er skylt að eyða þeim og því óljóst um afdrif þeirra. Ekkert alþjóðlegt eftirlit er með vopnum í eigum þessara stórvelda. Í áliti Alþjóðadómstólsins í Haag frá 1996 kemur fram að ólöglegt er undir öllum kringumstæðum að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði og ríkjum heims ber að stefna að útrýmingu slíkra vopna. Í framhaldi af þessu hefur Malasía nokkrum sinnum lagt það til á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að ríkjum heims beri að ná samkomulagi um að banna alla framleiðslu og meðferð kjarnavopna og útrýma skuli slíkum vopnum hið fyrsta. Ísland hefur ekki treyst sér til að styðja þessa tillögu og greiddi reyndar atkvæði gegn henni þegar hún var borin upp 1999 ásamt 27 öðrum ríkjum en 114 ríki voru henni meðmælt og 22 sátu hjá. Í þessu máli er fyllsta ástæða fyrir stjórnvöld að taka nýja stefnu og sýna að framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sé ekki bara ný vinna fyrir gamlar silkihúfur stjórnarflokkanna. Burt með kjarnorkuvána.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðun Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í kvöld verður þess minnst að nú eru liðin sextíu og tvö ár frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Kertum verður fleytt við Tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri og þannig lögð áhersla á kröfuna um friðsaman og kjarnorkuvopnalausan heim. Kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasakí gerbreyttu heimsmynd manna og er ógjörningur að skilja sögu, bókmenntir eða listir 20. aldar án þess að hafa þessa atburði í huga. Þarna var komið vopn sem gat eytt heilu borgunum á örskotsstundu og skyndilega var heimsendir handan við hornið. Í framhaldinu kepptust risaveldin og önnur ríki við að koma sér upp gríðarlegu kjarnorkuvopnabúri. Þó að kjarnorkuváin sé mönnum kannski ekki ofarlega í huga núorðið er verkefnið þó risavaxið. Samkvæmt The Bulletin of Atomic Scientists eiga kjarnorkuveldi heimsins a.m.k. 26.000 kjarnaodda og eru flestir í eigu Bandaríkjanna og Rússlands. Alls eru tæplega 9.000 kjarnaoddar í árásarstöðu. Flestir þeirra kjarnaodda sem smíðaðir hafa verið hafa verið teknir niður en ekki er skylt að eyða þeim og því óljóst um afdrif þeirra. Ekkert alþjóðlegt eftirlit er með vopnum í eigum þessara stórvelda. Í áliti Alþjóðadómstólsins í Haag frá 1996 kemur fram að ólöglegt er undir öllum kringumstæðum að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði og ríkjum heims ber að stefna að útrýmingu slíkra vopna. Í framhaldi af þessu hefur Malasía nokkrum sinnum lagt það til á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að ríkjum heims beri að ná samkomulagi um að banna alla framleiðslu og meðferð kjarnavopna og útrýma skuli slíkum vopnum hið fyrsta. Ísland hefur ekki treyst sér til að styðja þessa tillögu og greiddi reyndar atkvæði gegn henni þegar hún var borin upp 1999 ásamt 27 öðrum ríkjum en 114 ríki voru henni meðmælt og 22 sátu hjá. Í þessu máli er fyllsta ástæða fyrir stjórnvöld að taka nýja stefnu og sýna að framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sé ekki bara ný vinna fyrir gamlar silkihúfur stjórnarflokkanna. Burt með kjarnorkuvána.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun