Starfmannaekla í leik og grunnskólum 18. ágúst 2007 06:30 Sú staða sem upp er komin vegna manneklu bæði á leikskólum og í grunnskólum borgarinnar kallar á tafarlausar aðgerðir borgaryfirvalda. Nauðsynlegt er að halda góðri samstöðu meðal þeirra starfsmanna sem þegar eru við störf og tryggja nauðsynlega þjónustu. Villandi umræða hefur verið í fjölmiðlum í kjölfar samþykktar Leikskólaráðs um álagsgreiðslur vegna manneklu á leikskólum borgarinnar. Ég, sem talsmaður Samfylkingarinnar í málefnum leikskóla, vil taka fram að ekki er minnst á það í samþykkt leikskólaráðs að einungis þeir leikskólar sem hafi úr afgangi á fjárhagsáætlun að spila geti nýtt sér álagsgreiðslurnar. Sú túlkun er höfð eftir Ragnhildi Erlu Bjarnadóttur, sviðstjóra leikskólasviðs Reykjavíkur á Mbl.is að fundinum loknum. Það hlýtur að vera það álag sem skapast á leikskóla sem ákvarðar álagsgreiðslurnar, ekki hvort viðkomandi skóli á rekstrarafgang eða ekki. Það að halda úti fullri starfsemi leikskóla í viðvarandi manneklu er mjög kostnaðarsamt, til dæmis vegna yfirvinnu og meiri afleysinga. Því er ekkert samasem-merki milli þess að leikskóli eigi við manneklu að stríða og að hann eigi afgang af fjárveitingu. Á leikskólum Reykjavíkur er hátt í 60% starfsfólks ekki með leikskólakennaramenntun. Það starfsfólk á stóran þátt í því að að halda úti frábæru starfi leikskólanna og er ómetanlegt. Því starfsfólki verður einnig að umbuna á álagstímum en Samfylkingin fylgdi þessu eftir með fyrirspurn í borgarráði daginn eftir fund leikskólaráðs.Í stjórn ÍTR á föstudag lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu sem samþykkt var samhljóða, um að því verði beint til starfshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í skólum og frístundaheimilum að kannaður verði sá möguleiki að greiða námsmönnum við störf á frístundaheimilum námsstyrki. Greiðslur námsstyrkja gætu verið í lok vetrar, þegar starfsmaður hefur bæði unnið veturinn á frístundaheimilinu og lokið námsönn. Með þessu væri bæði farin ný og uppbyggileg leið í að laða að starfsfólk auk þess sem stöðugleiki í starfi frístundaheimilanna yfir veturinn væri enn frekar tryggður. Hugsanlegt era að nýta þessa leið einnig á leikskólunum og laða þannig námsmenn í hlutastörf t.d. í svokallaðar skilastöður seinnipart dags. Samfylkingin lítur svo á að skólar, hvort sem er leik- eða grunnskólar séu grunnstoðir samfélagsins. Borgaryfirvöldum ber að leysa þann brýna vanda sem nú hefur skapast með öllum tiltækum ráðum, í sátt við þá sem þar starfa og án þess að þjónustuskerðing bitni á börnunum í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sú staða sem upp er komin vegna manneklu bæði á leikskólum og í grunnskólum borgarinnar kallar á tafarlausar aðgerðir borgaryfirvalda. Nauðsynlegt er að halda góðri samstöðu meðal þeirra starfsmanna sem þegar eru við störf og tryggja nauðsynlega þjónustu. Villandi umræða hefur verið í fjölmiðlum í kjölfar samþykktar Leikskólaráðs um álagsgreiðslur vegna manneklu á leikskólum borgarinnar. Ég, sem talsmaður Samfylkingarinnar í málefnum leikskóla, vil taka fram að ekki er minnst á það í samþykkt leikskólaráðs að einungis þeir leikskólar sem hafi úr afgangi á fjárhagsáætlun að spila geti nýtt sér álagsgreiðslurnar. Sú túlkun er höfð eftir Ragnhildi Erlu Bjarnadóttur, sviðstjóra leikskólasviðs Reykjavíkur á Mbl.is að fundinum loknum. Það hlýtur að vera það álag sem skapast á leikskóla sem ákvarðar álagsgreiðslurnar, ekki hvort viðkomandi skóli á rekstrarafgang eða ekki. Það að halda úti fullri starfsemi leikskóla í viðvarandi manneklu er mjög kostnaðarsamt, til dæmis vegna yfirvinnu og meiri afleysinga. Því er ekkert samasem-merki milli þess að leikskóli eigi við manneklu að stríða og að hann eigi afgang af fjárveitingu. Á leikskólum Reykjavíkur er hátt í 60% starfsfólks ekki með leikskólakennaramenntun. Það starfsfólk á stóran þátt í því að að halda úti frábæru starfi leikskólanna og er ómetanlegt. Því starfsfólki verður einnig að umbuna á álagstímum en Samfylkingin fylgdi þessu eftir með fyrirspurn í borgarráði daginn eftir fund leikskólaráðs.Í stjórn ÍTR á föstudag lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu sem samþykkt var samhljóða, um að því verði beint til starfshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í skólum og frístundaheimilum að kannaður verði sá möguleiki að greiða námsmönnum við störf á frístundaheimilum námsstyrki. Greiðslur námsstyrkja gætu verið í lok vetrar, þegar starfsmaður hefur bæði unnið veturinn á frístundaheimilinu og lokið námsönn. Með þessu væri bæði farin ný og uppbyggileg leið í að laða að starfsfólk auk þess sem stöðugleiki í starfi frístundaheimilanna yfir veturinn væri enn frekar tryggður. Hugsanlegt era að nýta þessa leið einnig á leikskólunum og laða þannig námsmenn í hlutastörf t.d. í svokallaðar skilastöður seinnipart dags. Samfylkingin lítur svo á að skólar, hvort sem er leik- eða grunnskólar séu grunnstoðir samfélagsins. Borgaryfirvöldum ber að leysa þann brýna vanda sem nú hefur skapast með öllum tiltækum ráðum, í sátt við þá sem þar starfa og án þess að þjónustuskerðing bitni á börnunum í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar..
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun