Fjölga þarf störfum á Vestfjörðum 20. ágúst 2007 05:15 Undirritaður setti fram tillögu í ársbyrjun 2003, um að náttúruverndarsinnar sem vildu að hætt yrði við Kárahnjúka og álver eystra, kæmu vestur og sköpuðu þar þau 700 störf sem þeir sögðust skapa fyrir austan ef hætt yrði við framkvæmdir þar. Ekki hefur bólað á þeim störfum enn þá. Sú viðleitni hefur þó verið sýnd að benda bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á að undirbúa hvalaskoðun vestra. Í framhaldi af tillögunni ákváðu sveitarfélög á Vestfjörðum að undirbúa skilgreiningu á Vestfjörðum sem svæði er byggði á sjálfbærri þróun og talað var um stóriðjulausa Vestfirði. Á þessum fjórum árum hefur okkur hins vegar ekki tekist að fjölga störfum það mikið að tekist hafi að snúa búsetuþróuninni við. Þegar hugmyndir um olíuhreinsunarstöð voru settar fram voru fyrstu viðbrögð undirritaðs að þetta gæti ekki passað inn í okkar umhverfi og atvinnulíf fyrir vestan enda starfsemin risavaxin. Við nánari athugun og eftir að hafa skoðað olíuhreinsunarstöðvar þá er ég þeirrar skoðunar að svona starfsemi eigi að komast fyrir í okkar landshluta enda hefur olíuhreinsunarstöð fyrst og fremst áhrif á sitt nánasta umhverfi en breytir ekki ímynd annarra svæða og Vestfjarða í heild. Umhverfisverndarsinnar hafa áhyggjur af mengun frá olíuhreinsunarstöðvum. Það er eðlilegt. Þó verður að hafa í huga að olíuhreinsunsarstöðvar menga ekki meira en sem nemur magni eldsneytis sem notað er í heiminum. Til að draga úr mengun þarf að minnka notkunina sem ræður því hver þörfin fyrir olíuhreinsunarstöðvar er. Iðnaðarráðherra sagði frá því í fjölmiðlum á dögunum að ríkisstjórn Íslands hefði aukið fjárframlag til olíuleitar í íslenskri lögsögu. Einnig að ef olía fyndist yrði það mikil búbót fyrir Ísland. Ef Íslendingar finna olíu þá hljóta þeir að ætla að vinna hana líka. Þá er gott að eiga olíuhreinsunarstöð sem getur tekið við olíunni sem ríkisstjórnin lætur nú leita að.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Skoðun Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Undirritaður setti fram tillögu í ársbyrjun 2003, um að náttúruverndarsinnar sem vildu að hætt yrði við Kárahnjúka og álver eystra, kæmu vestur og sköpuðu þar þau 700 störf sem þeir sögðust skapa fyrir austan ef hætt yrði við framkvæmdir þar. Ekki hefur bólað á þeim störfum enn þá. Sú viðleitni hefur þó verið sýnd að benda bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á að undirbúa hvalaskoðun vestra. Í framhaldi af tillögunni ákváðu sveitarfélög á Vestfjörðum að undirbúa skilgreiningu á Vestfjörðum sem svæði er byggði á sjálfbærri þróun og talað var um stóriðjulausa Vestfirði. Á þessum fjórum árum hefur okkur hins vegar ekki tekist að fjölga störfum það mikið að tekist hafi að snúa búsetuþróuninni við. Þegar hugmyndir um olíuhreinsunarstöð voru settar fram voru fyrstu viðbrögð undirritaðs að þetta gæti ekki passað inn í okkar umhverfi og atvinnulíf fyrir vestan enda starfsemin risavaxin. Við nánari athugun og eftir að hafa skoðað olíuhreinsunarstöðvar þá er ég þeirrar skoðunar að svona starfsemi eigi að komast fyrir í okkar landshluta enda hefur olíuhreinsunarstöð fyrst og fremst áhrif á sitt nánasta umhverfi en breytir ekki ímynd annarra svæða og Vestfjarða í heild. Umhverfisverndarsinnar hafa áhyggjur af mengun frá olíuhreinsunarstöðvum. Það er eðlilegt. Þó verður að hafa í huga að olíuhreinsunsarstöðvar menga ekki meira en sem nemur magni eldsneytis sem notað er í heiminum. Til að draga úr mengun þarf að minnka notkunina sem ræður því hver þörfin fyrir olíuhreinsunarstöðvar er. Iðnaðarráðherra sagði frá því í fjölmiðlum á dögunum að ríkisstjórn Íslands hefði aukið fjárframlag til olíuleitar í íslenskri lögsögu. Einnig að ef olía fyndist yrði það mikil búbót fyrir Ísland. Ef Íslendingar finna olíu þá hljóta þeir að ætla að vinna hana líka. Þá er gott að eiga olíuhreinsunarstöð sem getur tekið við olíunni sem ríkisstjórnin lætur nú leita að.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar