Fagleg íslensk leyniþjónusta 4. janúar 2007 18:28 Ein af leyniskýrslunum sem Stöð 2 fékk afhentar. Stöð 2 Samkvæmt leyniskjölum, sem Stöð 2 fékk aðgang að í krafti upplýsingalaga, virðist náið samstarf hafa verið á milli íslensku öryggisþjónustunnar og leyniþjónustu bandaríska flotans undir lok sjöunda áratugarins, þegar fullvíst er talið að víðtækar fjarskiptanjósnir hafi verið stundaðar í sovéska sendiráðinu. Í einu þessara skjala hæla bandarískir leyniþjónustumenn íslenskum kollegum sínum í hástert fyrir fagmennsku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um málið. Skjölin fengust eftir mikla eftirgangsmuni og eftirfylgni úrskurðarnefndar upplýsingamála en fyrst var krafist aðgangs að þessum skjölum í ágúst. Í þeim er mest fjallað um alvarlegar áhyggjur manna af fjarskiptanjósnum í sovéska sendiráðinu en árið 1968 varð vart við mikla þungaflutninga til sendiráðsins. Á nokkurra mánaða tímabili komu 3,5 tonn af tækjum í sendiráðið í vernduðum diplómatapósti og lék grunur á að þarna væri verið að flytja inn njósnatæki. Málið er litið svo alvarlegum augum að Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri ritar dómsmálaráðherra bréf og bendir á að þetta þurfi að rannska ofaní kjölinn. Bréfið er ritað á þorláksmessu og það er ef til vill til marks um mikilvægi málsins að Baldur Möller, ráðuneytisstjóri svarar erindinu samdægurs og heimilar rannsóknina. Í óundirrituðum minnisskjölum er rakið hvað gerðist í kjölfarið. Farið var fram á aðstoð manna frá leyniþjónustu bandaríska flotans og komu menn á þeirra vegum til landsins í ársbyrjun 1969. Til landsins var flutt sérbúin bifreið til að ganga úr skugga um hvernig njósnað væri úr sendiráðinu. Eins var íbúð í grennd við sendiráðið í Garðarstræti tekin undir þessa rannsókn. Í minnisblöðum kemur fram að nær fullvíst sé talið að sovésku sendiráðsstarfsmennirnir hafi komið sér upp búnaði til að hlera öll íslensk millilandasamtöl. Málum var þannig háttað að símtölin við útlönd fóru um sæstreng frá Vestmannaeyjum en frá Eyjum og í Landsímahúsið við Austurvöll voru símtölin send á bylgjum. Þetta gátu sendiráðsmenn hlustað á. Þegar sovésku tækin fundust í Kleifarvatni 1973 var talið nokkuð víst að þar væru njósnatæki sem skipt hefði verið út fyrir ný fimm árum áður. En þegar leyniþjónustumenn bandaríska flotans og íslensku lögreglunnar höfðu staðreynt þessar fjarskiptanjósnir var metið hvaða úrræði voru í boði. Kostirin voru metnir og þótti einsýnt að það væri hægt að færa sendingarnar á kapal að hluta og hátíðnibylgjur að hluta - þetta myndi þó kosta 27 milljónir að þávirði. Hægt væri að fara ódýrari leið - en hún myndi ekki vera eins árangursrík. Athyglisvert að sjá að þessir valkostir eru bornir undir bandarísku leynþjónustumennina og senda þeir skeyti þar sem þeir mæla með dýrari kostinum. Það vekur nokkra athygli að það var EKKI farið útí þessar framkvæmdir til þess að hindra njósnir sovétmanna. Í leyniskýrslu frá bandaríska flotanum til Sigurjóns Sigurðssonar, lögreglustjóra, sem titlaður er öryggisfulltrúi NATO eru þessi samskipti rakin. Í lokin hælir bandaríski leyniþjónustumaðurinn "collegum" á Íslandi í hástert fyrir fagmennsku - væntanlega er þar átt við íslenska leyniþjónustumenn. Hægt er að skoða skjölin sem pdf skjal hér fyrir neðan Bandaríkin Utanríkismál NATO Kalda stríðið Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Samkvæmt leyniskjölum, sem Stöð 2 fékk aðgang að í krafti upplýsingalaga, virðist náið samstarf hafa verið á milli íslensku öryggisþjónustunnar og leyniþjónustu bandaríska flotans undir lok sjöunda áratugarins, þegar fullvíst er talið að víðtækar fjarskiptanjósnir hafi verið stundaðar í sovéska sendiráðinu. Í einu þessara skjala hæla bandarískir leyniþjónustumenn íslenskum kollegum sínum í hástert fyrir fagmennsku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um málið. Skjölin fengust eftir mikla eftirgangsmuni og eftirfylgni úrskurðarnefndar upplýsingamála en fyrst var krafist aðgangs að þessum skjölum í ágúst. Í þeim er mest fjallað um alvarlegar áhyggjur manna af fjarskiptanjósnum í sovéska sendiráðinu en árið 1968 varð vart við mikla þungaflutninga til sendiráðsins. Á nokkurra mánaða tímabili komu 3,5 tonn af tækjum í sendiráðið í vernduðum diplómatapósti og lék grunur á að þarna væri verið að flytja inn njósnatæki. Málið er litið svo alvarlegum augum að Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri ritar dómsmálaráðherra bréf og bendir á að þetta þurfi að rannska ofaní kjölinn. Bréfið er ritað á þorláksmessu og það er ef til vill til marks um mikilvægi málsins að Baldur Möller, ráðuneytisstjóri svarar erindinu samdægurs og heimilar rannsóknina. Í óundirrituðum minnisskjölum er rakið hvað gerðist í kjölfarið. Farið var fram á aðstoð manna frá leyniþjónustu bandaríska flotans og komu menn á þeirra vegum til landsins í ársbyrjun 1969. Til landsins var flutt sérbúin bifreið til að ganga úr skugga um hvernig njósnað væri úr sendiráðinu. Eins var íbúð í grennd við sendiráðið í Garðarstræti tekin undir þessa rannsókn. Í minnisblöðum kemur fram að nær fullvíst sé talið að sovésku sendiráðsstarfsmennirnir hafi komið sér upp búnaði til að hlera öll íslensk millilandasamtöl. Málum var þannig háttað að símtölin við útlönd fóru um sæstreng frá Vestmannaeyjum en frá Eyjum og í Landsímahúsið við Austurvöll voru símtölin send á bylgjum. Þetta gátu sendiráðsmenn hlustað á. Þegar sovésku tækin fundust í Kleifarvatni 1973 var talið nokkuð víst að þar væru njósnatæki sem skipt hefði verið út fyrir ný fimm árum áður. En þegar leyniþjónustumenn bandaríska flotans og íslensku lögreglunnar höfðu staðreynt þessar fjarskiptanjósnir var metið hvaða úrræði voru í boði. Kostirin voru metnir og þótti einsýnt að það væri hægt að færa sendingarnar á kapal að hluta og hátíðnibylgjur að hluta - þetta myndi þó kosta 27 milljónir að þávirði. Hægt væri að fara ódýrari leið - en hún myndi ekki vera eins árangursrík. Athyglisvert að sjá að þessir valkostir eru bornir undir bandarísku leynþjónustumennina og senda þeir skeyti þar sem þeir mæla með dýrari kostinum. Það vekur nokkra athygli að það var EKKI farið útí þessar framkvæmdir til þess að hindra njósnir sovétmanna. Í leyniskýrslu frá bandaríska flotanum til Sigurjóns Sigurðssonar, lögreglustjóra, sem titlaður er öryggisfulltrúi NATO eru þessi samskipti rakin. Í lokin hælir bandaríski leyniþjónustumaðurinn "collegum" á Íslandi í hástert fyrir fagmennsku - væntanlega er þar átt við íslenska leyniþjónustumenn. Hægt er að skoða skjölin sem pdf skjal hér fyrir neðan
Bandaríkin Utanríkismál NATO Kalda stríðið Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira