Frábiður sér gagnrýni 6. janúar 2007 18:24 Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hótaði í dag að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa aftöku Saddams Hussein, þar sem um íhlutun í írösk innanríkismál sé að ræða. George Bush hyggst senda liðsauka til Íraks en demókratar, sem nú eru í meirihluta á Bandaríkjaþingi, leggjast gegn því. Ummælin lét forsætisráðherrann falla á samkomu sem haldin var í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá stofnun íraska hersins. Í ræðu sinni sagðist hann frábiðja sér afskipti annarra ríkja af aftökunni á Saddam, ekki hefði verið um pólitíska ákvörðun að ræða heldur réttláta ákvörðun dómsstóla. Maliki klykkti svo út með að hóta að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa henginguna og sakaði þau um að blanda sér í írösk innanríkismál. Þar beindi hann orðum sínum meðal annars að Hosni Mubarak Egypalandsforseta sem í gær sagði aftökuna villimannslega og með henni hefði Saddam verið gerður að píslarvotti. Maliki greindi einnig frá því að á næstu dögum myndu hersveitir hans loks láta sverfa til stáls í baráttunni við uppreisnarmenn súnnía og dauðasveitir sjía sem virðast halda landinu í heljargreipum. Við þá baráttu munu þær njóta liðsinnis Bandaríkjahers en George Bush mun að öllum líkindum tilkynna um nokkra fjölgun í herliðinu í næstu viku. Erfitt gæti reynst að fá fjárveitingar fyrir því þar sem demókratar sem nú eru í meirihluta í báðum deildum þingsins leggjast eindregið gegn þessum áfromum. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var ákveðið að John Negroponte hætti sem yfirmaður leyniþjónustustofnana ríkisins og tæki í staðinn við embætti aðstoðarutanríkisráðherra, William Fallon verður yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan í stað John Abizaid, og David Petraeus tekur við herstjórninni í Írak af George Casey. Erlent Fréttir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hótaði í dag að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa aftöku Saddams Hussein, þar sem um íhlutun í írösk innanríkismál sé að ræða. George Bush hyggst senda liðsauka til Íraks en demókratar, sem nú eru í meirihluta á Bandaríkjaþingi, leggjast gegn því. Ummælin lét forsætisráðherrann falla á samkomu sem haldin var í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá stofnun íraska hersins. Í ræðu sinni sagðist hann frábiðja sér afskipti annarra ríkja af aftökunni á Saddam, ekki hefði verið um pólitíska ákvörðun að ræða heldur réttláta ákvörðun dómsstóla. Maliki klykkti svo út með að hóta að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa henginguna og sakaði þau um að blanda sér í írösk innanríkismál. Þar beindi hann orðum sínum meðal annars að Hosni Mubarak Egypalandsforseta sem í gær sagði aftökuna villimannslega og með henni hefði Saddam verið gerður að píslarvotti. Maliki greindi einnig frá því að á næstu dögum myndu hersveitir hans loks láta sverfa til stáls í baráttunni við uppreisnarmenn súnnía og dauðasveitir sjía sem virðast halda landinu í heljargreipum. Við þá baráttu munu þær njóta liðsinnis Bandaríkjahers en George Bush mun að öllum líkindum tilkynna um nokkra fjölgun í herliðinu í næstu viku. Erfitt gæti reynst að fá fjárveitingar fyrir því þar sem demókratar sem nú eru í meirihluta í báðum deildum þingsins leggjast eindregið gegn þessum áfromum. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var ákveðið að John Negroponte hætti sem yfirmaður leyniþjónustustofnana ríkisins og tæki í staðinn við embætti aðstoðarutanríkisráðherra, William Fallon verður yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan í stað John Abizaid, og David Petraeus tekur við herstjórninni í Írak af George Casey.
Erlent Fréttir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“