Tveir hjálpsamir menn í Flórída í Bandaríkjunum náðu að handsama ræningja sem lögregla var að leita að. Og hvernig? Jú, með því að gefa honum bjór.
Mennirnir tveir voru vitni að innbroti í bíl og létu lögreglu vita. Þegar lögreglan kom á vettvang flúði þjóðurinn og lögreglan fór í humátt á eftir honum. Mennirnir ákváðu þó að leita að þjófinum sjálfir og keyrðu í svipaða átt og þjófurinn hljóp. Að lokum fundu þeir hann sitjandi á vegarbrúninni.
Í stað þess að öskra á manninn þá buðu þeir honum bjór og far upp á þjóðveg. Þjófurinn var fljótur að segja já, hentist inn í bíl og fékk kaldan bjór í hendurnar. Mennirnir snéru þá við og keyrðu þjófinn beint í hendur lögreglu. Ekki er vitað hvort að þjófurinn hafi fengið að klára bjórinn.
Breska dagblaðið Metro skýrir frá þessu á vefsíðu sinni.