Bush: Írakar standi í þakkarskuld við Bandaríkjamenn 15. janúar 2007 19:00 Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddam og fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Íraks, og Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómari í Írak, voru hengdir í dagrenningu. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða í nóvember síðastliðnum fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum i bænum Dujail árið 1982, skömmu eftir að reynt var að ráða Íraksforseta af dögum. Tilkynnt var um aftökuna í morgun. Ali al-Dabbagh, talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar, sagði óhugnarlegt atvik hafa átt sér stað. Höfuð al-Tikritis hafi rifnað frá búk hans við aftökuna. Hann bætti því við að ættingjum mannanna hefði verið greint frá aftökunni og þeim gert mögulegt að sækja líkin hið fyrsta. Fréttamenn fengu síðan að sjá upptöku af aftökunum. Myndefnið verður ekki sýnt opinberlega umfram það. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það valda vonbrigðum að Írakar hafi tekið mennina af lífi. Í viðtali sem birt var í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 Minutes á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi sagði Bush Bandaríkjaforseti að Írakar hefðu farið rangt að þegar þeir tóku Saddam af lífi fyrir rúmum hálfum mánuði. Viðtalið er það fyrsta sem hann veitir síðan hann kynnti fjölgun í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Hann sagði mörg mistök hafa verið gerð í Írak og sagan ætti eftir að sýna að hægt hefði verið að haga hlutum með öðrum hætti. Forsetinn var spurður hvort hann teldi að Bandaríkjamenn ættu að biðja Íraka afsökunar á því hvernig mál hefðu þróast eftir innrásina. Hann taldi svo ekki vera. Bush sagðist stoltur af framlagi hermanna sinna. Bandaríkjamenn hefðu frelsað Íraka undan oki einræðisherra og harðstjóra. Írakar stæðu því í mikilli þakkarskuld við Bandaríkjamenn. Vandinn væri svo að í almennir Bandaríkjamenn væru ekki vissir um hvort Írakar væru nægilega þakklátir. Erlent Fréttir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddam og fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Íraks, og Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómari í Írak, voru hengdir í dagrenningu. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða í nóvember síðastliðnum fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum i bænum Dujail árið 1982, skömmu eftir að reynt var að ráða Íraksforseta af dögum. Tilkynnt var um aftökuna í morgun. Ali al-Dabbagh, talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar, sagði óhugnarlegt atvik hafa átt sér stað. Höfuð al-Tikritis hafi rifnað frá búk hans við aftökuna. Hann bætti því við að ættingjum mannanna hefði verið greint frá aftökunni og þeim gert mögulegt að sækja líkin hið fyrsta. Fréttamenn fengu síðan að sjá upptöku af aftökunum. Myndefnið verður ekki sýnt opinberlega umfram það. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það valda vonbrigðum að Írakar hafi tekið mennina af lífi. Í viðtali sem birt var í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 Minutes á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi sagði Bush Bandaríkjaforseti að Írakar hefðu farið rangt að þegar þeir tóku Saddam af lífi fyrir rúmum hálfum mánuði. Viðtalið er það fyrsta sem hann veitir síðan hann kynnti fjölgun í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Hann sagði mörg mistök hafa verið gerð í Írak og sagan ætti eftir að sýna að hægt hefði verið að haga hlutum með öðrum hætti. Forsetinn var spurður hvort hann teldi að Bandaríkjamenn ættu að biðja Íraka afsökunar á því hvernig mál hefðu þróast eftir innrásina. Hann taldi svo ekki vera. Bush sagðist stoltur af framlagi hermanna sinna. Bandaríkjamenn hefðu frelsað Íraka undan oki einræðisherra og harðstjóra. Írakar stæðu því í mikilli þakkarskuld við Bandaríkjamenn. Vandinn væri svo að í almennir Bandaríkjamenn væru ekki vissir um hvort Írakar væru nægilega þakklátir.
Erlent Fréttir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira